Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 207
Jón Þorláksson - Verkfræðistörf 205
um verkfræðinga. íslendingar höfðu löngum þurft að leysa alla hluti sjálfir, en gátu lítið leitað
til sérfræðinga og töldu flestir sig vera þúsundþjalasmiði.
Þetta kemur vel fram í vísu Stephans G. Stephanssonar frá þessum árum:
Löngum var ég læknir minn,
lögfræðingur, prestur.
Smiður, kóngur, kennarinn,
kerra, plógur, hestur.
Á árunum 1903-1904 undirbjó Jón stofnun Iðnskólans og var hann forstöðumaður skólans
frá stofnun hans til 1911.
Á þessum árum rannsakaði Jón einnig íslensk byggingarefni. Segja má að Jón hefji störf í
upphafi steinsteypualdar. Jón ritaði mjög merkar leiðbeiningar í Búnaðarritið árið 1903. Þar er
bæði rætt um steypta steina sem síðar mætti raða upp og einnig talar hann um að byggja tvö-
falda veggi úr steinsteypu í einangrunarskyni.
Strax í þessari fyrstu grein getur hann þess að salt megi ekki komast í steypu og að þvo þurfi
sjávarefni ef nota eigi það til steypugerðar. Þetta er síðan ekki formlega lögfest fyrr en með
ákvæðum í byggingarsamþykkt Reykjavíkur 1979. Ef þetta hefði verið lögfest fyrr hefðu al-
kalískemmdir í húsum orðið mun minni á tímabilinu 1961-1979 heldur en raun varð á.
Aftur skrifaði Jón grein í Búnaðarritið og nú 1904. 1 þessari grein kemur hann inn á mörg
athyglisverð atriði í húsatækni, má þar nefna að nota tvöfalt gler í glugga, tjarga veggi neðan-
jarðar, þétting raka þegar heitt loft leitar gegnum veggi og þök og ýmislegt fleira.
Á árunum 1903-1904 ferðaðist Jón til Norðurlandanna, Þýskalands og Englands til að
kynna sér byggingartækni.
Á þessum árum stofnaði hann fyrstu fyrirtækin tengd húsbyggingum. Þannig stofnaði hann
steinaverksmiðju 1905, en t.d. var Landsbókasafnið byggt úr steinum þaðan, og þá stofnaði
hann pípugerð 1907, en sú verksmiðja var síðan rekin við Rauðarárstíginn fram á sjöunda
áratuginn. Á þessum árum gerði Jón einnig lauslega athugun á að reisa sementsverksmiðju hér
á landi.
3 Landsverkfræöingur 1905-1917
3.1 Vegagerð
Jón Þorláksson varð landsverkfræðingur 1. febrúar 1905. Þá tók landsverkfræðingsembættið,
er Jón gengdi, yfir vega-, brúar- og hafnargerð í landinu. En 1906 var Þorvaldur Krabbe ráðinn
landsverkfræðingur Vita- og hafnarmála.
Árið 1905 fór Jón austur til Egilsstaða og mældi fyrir vegum og brúm frá Egilsstöðum um
Suðurland til Reykjavíkur. Það ár var lokið við 3 stórbrýr, þ.e. á Lagarfljóti, á Jökulsá í
Axarfirði og yfir Sogið hjá Alviðru.
Sumarið 1906 gerði Jón viðreisl. í maí fór hann austur á Rangárvelli og rannsakaði
brúarstæði á Ytri-Rangá og Eyslri- Rangá og vegarstæði frá lngólfsfjalli inn Grímsnes og upp
Biskupstungur að Geysi.
í júní fór hann vestur, norður og austur á land og mældi fyrir vegum í Borgarfirði og brúrn
yfir Norðurá og Þverá. Þá mældi hann fyrir veginum frá Borgarnesi að Stykkishólmi og
aðalvegum í Húnavatnssýslu, Skagafirði og Eyjafirði. Þá fór hann alla leið að Djúpavogi.
Áður en hann fór í sumarferðir sínar til mælinga og athugana gerði hann áætlun yfir alla ferð-
ina, hvað skyldi mælt og athugað á hverjum einasta degi.
Þetta er fádæma afkastageta á ein'u sumri, en hann hafði með sér tvo aðstoðarmenn.