Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 137
Nesjavallavirkjun 135
4.1 Kaldavatnsvinnsla
í upphafi voru boraðar 4 víðar kaldavatnsholur við Grámel, um 100 m frá Þingvallavatni.
Holurnar voru rúmlega 30 m djúpar og um 600 mm í þvermál. Holunum var þannig valinn
staður, að vatn yrði tekið úr grunnvatnsstreymi að Þingvallavatni, rétt fyrir innstreymi í vatn-
ið. Mælingar á holunum, strax eftir borun, gáfu til kynna að a.m.k. 3001/sek væri hægt að dæla
úr hverri holu. Ekki voru til nægilega afkastamiklar dælur til að prófa holurnar og var því
áætlunin byggð á prófunum með lítilli dælingu. Þannig var gert ráð fyrir að nægjanlegt vatn,
þ.e. 1200 1/sek, yrði fyrir 200 MW virkjun úr þessum 4 holum. Samkvæmt þessu voru dælur
settar í þrjár holanna og voru heildarafköst þeirra tæp 900 1/sek. Með svo afkastamiklum
dælum var mögulegt að prófa svæðið sem heild. Sú dæluprófun sýndi, að niðurdráttur við 900
1/sek var innan við 20 cm í 5 m fjarlægð frá borholu. Niðurstaðan gaf til kynna, að möguleiki
væri á, að þessar 4 borholur gætu gefið verulega meira en þorað hafði verið að vona. Var því
keypt dæla, sem afkastað gæti 450 1/sek í fjórðu holuna. I ljós kom að mun meiri mótstaða var
við streymi inn í þessa holu, en með hreinsun hefur tekist að auka afköst hennar í 360 1/sek.
Þessi hola virðast vera sú afkastaminnsta. Gert er því ráð fyrir, að fjórar virkjaðar kalda-
vatnsholur afkasti verulega fram yfir 200 MW, e.t.v. þeim 1900 1/sek, sem þarf fyrir 400 MW
virkjun. Prófunum á holunum verður haldið áfram samhliða venjulegum rekstri þeirra.
4.2 Gufuveita og gufuskiljur
Gufuveitan hefur verið rekin á 14 barg þrýstingi, eins og gert var ráð fyrir. Gufuskiljur, sem
skilja gufu frá vatni, eru nú fjórar og samkvæmt mælingum afkasta þær gufu fyrir 200 MW
varmavinnslu, þ.e. gufurennsli 140 kg/sek. Þó vatnsstreymi hafi aukist verulega frá hönnunar-
forsendum, hafa skiljurnar skilað fullnægjandi gæðum á gufu.
4.3 Stjórnlokar og gufuháfar
Stjórnlokar við skiljuhús hleypa út þeirri gufu og því vatni, sem ekki er notað á hverjum tíma.
Gufustjórnlokar stýra þrýstingi á gufuveitu með því að hleypa út afgangs gufu. Upphaflegir
lokar reyndust illa og hefur þeim nú verið skipt út með vönduðum kúlulokum. Vatnsborði í
skiljum stýra skiljuvatnslokar og hafa þeir gengið vandræðalítið. Við val stjórnloka og hönn-
un háfa við skiljustöð var lögð áhersla á litla hávaðamyndun og hljóðdeyfingu vegna nálægðar
svefnskála. Það markmið hefur náðst.
4.4 Rakaskiljur
Rakaskiljum við orkuver er ætlað að hreinsa raka úr gufunni áður en hún fer inn á (væntan-
legan) hverfil. Þær voru 2 þar til sú þriðja var sett upp sumarið 1995. Skiljurnar virka eins og
gert var ráð fyrir.
4.5 Þrýstiminnkunarlokar
í láglokahúsi við stöðvarhúsvegg eru stjórnlokar, þar sem gufuþrýstingur er felldur. Eftir þrýsti-
fallið og innspýtingu á þéttivatni er hiti og þrýstingur gufunnar „réttur" til að fara inn á varma-
skipta. Lokarnir eru í stað hverfils, sem gert var ráð fyrir að settur verði upp síðar. Upphaflegir
stjórnlokar voru af sömu gerð og gufustjórnlokar við skiljuhús. Hér reyndust þeir einnig ófull-
nægjandi og hefur verið skipt út með kúlulokum eins og við skiljuhús.
4.6 Varmaskiptar
Plötuvarmaskiptar eru notaðir þar sem varmi er færður úr jarðhitagufu til hitunar á fersku
vatni. í fyrsta áfanga, þ.e. 100 MW, voru 4 varmaskiptar. Þrír þeirra voru með títanplötum, en