Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Blaðsíða 31
Tækniannáll 29
móta var minnst með hátíðahöldum og gefinn var út veglegur bæklingur þar sem greint var frá
sögu og starfi Áburðarverksmiðjunnar í 40 ár í máli og myndum. Ennfremur minntist
Áburðarverksmiðjan þessara tímamóta með því að gefa 250 tonn af áburði til landgræðslu-
verkefnisins „Bamdur græða landið" og sáu 250 bændur um að dreifa áburðinum á gróðurvana
svæði á jörðum sínum.
6.2.4 Steinullarverksmiðjan hf.
Rekstur Steinullarverksmiðjunarinnar hf. var með hefðbundnum hætti árið 1994. Alls voru
framleidd 5987 tonn í verksmiðjunni, sem er u.þ.b. 13% aukning miðað við áiið 1993 og hið
næst mesta sem framleitt hefur verið frá upphafi.
Á innanlandsmarkaði voru seld u.þ.b. 2618 tonn árið 1994 sem er örlítið minna en árið
áður. Útflutningur fyrirtækisins jókst enn eða um 30% á milli ára. Helstu útflutningsmarkaðir
eru Bretlandseyjar og Þýskaland auk Færeyja, Danmerkur og Benelux-landanna.
Á árinu kom út ný vöruskrá Steinullarverksmiðjunnar. Voru með því mörkuð ákveðin þátta-
skil því rúllur voru teknar af skrá yfir vörutegundir sem lagerfærðar eru. Þetta er í samræmi
við stefnu fyrirtækisins um aukinn hlut gæðameiri afurða. Sala Léttullar í rúlluformi hefur
þannig minnkað úr 65% af innanlandssölu fyrirtækisins í 24% og hefur hlutur Þéttullar,
Þilullar og Þakullar aukist að sama skapi.
Verðlistaverð fyrirtækisins hækkaði um 2,5% í júlí 1994 og það ásamt breyttri sölusamsetn-
ingu gerði það að verkum að nokkur veltuaukning varð á innanlandsmarkaði.
Útflutningsverðmæti jókst um 38% árið 1994 og nam heildarsala fyrirtækisins u.þ.b. 458
milljónum króna sem er um 15% aukning milli ára.
Tæknilega gekk rekstur fyrirtækisins vel á árinu 1994. I apríl 1994 var tekinn í notkun
rafhitari fyrir hersluloft og var brennslu svartolíu þar með hætt. í lok ársins 1994 var tekinn í
notkun búnaður til nýtingar á afgangsvarma frá rafbræðsluofni og mun kostnaður vegna
upphitunar verksmiðjuhúss því lækka verulega.
Á árinu var hafinn undirbúningur að því að fá framleiðslu fyrirtækisins vottaða samkvæmt
ISO 9000 gæðastaðli og er stefnt að lokum þessa starfs á næsta ári.
Framleitt var allt árið á þrískiptum vöktum. Stöðugildi voru 40 og námu heildarlauna-
greiðslur um 70 milljónum króna.
6.3 Iðnaðurinn almennt
Þau gleðilegu umskipti í þjóðarbúskapnum áttu sér stað á árinu 1994 að hagvöxtur glæddist á
nýjan leik eftir lengsta tímabil stöðnunar og samdráttar í sögu lýðveldisins. Um 1900 ný störf
urðu til á árinu 1994 og nú hefur verið snúið af óheillabraut vaxandi atvinnuleysis. Útflutn-
ingur iðnvara stórjókst á árinu eða um 27% af verðmæti. Kemur sú aukning bæði fram í
stóriðju og fjölmörgum greinum almenns iðnaðar.
Velta í iðnaði: Samkvæmt virðisaukaskýrslum jókst velta talsvert í flestum greinum iðnaðar
á árinu 1994. Þessar tölur eru athyglisverðar en setja verður fyrirvara um áreiðanleika.
Mest er veltuaukningin í stóriðju ál- og kísiljárnframleiðslu, en batinn þar nemur ríflega 19 %
og helgast aðallega af því að útflutningsmarkaðir hafa verið að styrkjast. I vefjaiðnaði, skó- og
fatagerð og sútun og verkun skinna er aukningin tæplega 14%. í efnaiðnaði er aukningin
tæplega 13% og í málmsmíði, vélaviðgerðum,skipasmíði og skipaviðgerðum er aukningin
ríflega 12%. í matvælaiðnaði öðrum en fiskiðnaði er aukningin 5,5% og í steinefnaiðnaði er
aukningin tæplega 4%. í pappírsiðnaði og trjávöruiðnaði er hins vegar heldur minni aukning
eða sem nemur um 1,4% í hvorri grein fyrir sig. í byggingarstarfsemi er lítilsháttar veltusam-
dráttur sem nemur 0,2%, í almennum iðnaði án stóriðju 6,3% en í atvinnulífinu í heild er veltu-
aukningin 8,1%.