Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Side 31

Árbók VFÍ/TFÍ - 01.01.1996, Side 31
Tækniannáll 29 móta var minnst með hátíðahöldum og gefinn var út veglegur bæklingur þar sem greint var frá sögu og starfi Áburðarverksmiðjunnar í 40 ár í máli og myndum. Ennfremur minntist Áburðarverksmiðjan þessara tímamóta með því að gefa 250 tonn af áburði til landgræðslu- verkefnisins „Bamdur græða landið" og sáu 250 bændur um að dreifa áburðinum á gróðurvana svæði á jörðum sínum. 6.2.4 Steinullarverksmiðjan hf. Rekstur Steinullarverksmiðjunarinnar hf. var með hefðbundnum hætti árið 1994. Alls voru framleidd 5987 tonn í verksmiðjunni, sem er u.þ.b. 13% aukning miðað við áiið 1993 og hið næst mesta sem framleitt hefur verið frá upphafi. Á innanlandsmarkaði voru seld u.þ.b. 2618 tonn árið 1994 sem er örlítið minna en árið áður. Útflutningur fyrirtækisins jókst enn eða um 30% á milli ára. Helstu útflutningsmarkaðir eru Bretlandseyjar og Þýskaland auk Færeyja, Danmerkur og Benelux-landanna. Á árinu kom út ný vöruskrá Steinullarverksmiðjunnar. Voru með því mörkuð ákveðin þátta- skil því rúllur voru teknar af skrá yfir vörutegundir sem lagerfærðar eru. Þetta er í samræmi við stefnu fyrirtækisins um aukinn hlut gæðameiri afurða. Sala Léttullar í rúlluformi hefur þannig minnkað úr 65% af innanlandssölu fyrirtækisins í 24% og hefur hlutur Þéttullar, Þilullar og Þakullar aukist að sama skapi. Verðlistaverð fyrirtækisins hækkaði um 2,5% í júlí 1994 og það ásamt breyttri sölusamsetn- ingu gerði það að verkum að nokkur veltuaukning varð á innanlandsmarkaði. Útflutningsverðmæti jókst um 38% árið 1994 og nam heildarsala fyrirtækisins u.þ.b. 458 milljónum króna sem er um 15% aukning milli ára. Tæknilega gekk rekstur fyrirtækisins vel á árinu 1994. I apríl 1994 var tekinn í notkun rafhitari fyrir hersluloft og var brennslu svartolíu þar með hætt. í lok ársins 1994 var tekinn í notkun búnaður til nýtingar á afgangsvarma frá rafbræðsluofni og mun kostnaður vegna upphitunar verksmiðjuhúss því lækka verulega. Á árinu var hafinn undirbúningur að því að fá framleiðslu fyrirtækisins vottaða samkvæmt ISO 9000 gæðastaðli og er stefnt að lokum þessa starfs á næsta ári. Framleitt var allt árið á þrískiptum vöktum. Stöðugildi voru 40 og námu heildarlauna- greiðslur um 70 milljónum króna. 6.3 Iðnaðurinn almennt Þau gleðilegu umskipti í þjóðarbúskapnum áttu sér stað á árinu 1994 að hagvöxtur glæddist á nýjan leik eftir lengsta tímabil stöðnunar og samdráttar í sögu lýðveldisins. Um 1900 ný störf urðu til á árinu 1994 og nú hefur verið snúið af óheillabraut vaxandi atvinnuleysis. Útflutn- ingur iðnvara stórjókst á árinu eða um 27% af verðmæti. Kemur sú aukning bæði fram í stóriðju og fjölmörgum greinum almenns iðnaðar. Velta í iðnaði: Samkvæmt virðisaukaskýrslum jókst velta talsvert í flestum greinum iðnaðar á árinu 1994. Þessar tölur eru athyglisverðar en setja verður fyrirvara um áreiðanleika. Mest er veltuaukningin í stóriðju ál- og kísiljárnframleiðslu, en batinn þar nemur ríflega 19 % og helgast aðallega af því að útflutningsmarkaðir hafa verið að styrkjast. I vefjaiðnaði, skó- og fatagerð og sútun og verkun skinna er aukningin tæplega 14%. í efnaiðnaði er aukningin tæplega 13% og í málmsmíði, vélaviðgerðum,skipasmíði og skipaviðgerðum er aukningin ríflega 12%. í matvælaiðnaði öðrum en fiskiðnaði er aukningin 5,5% og í steinefnaiðnaði er aukningin tæplega 4%. í pappírsiðnaði og trjávöruiðnaði er hins vegar heldur minni aukning eða sem nemur um 1,4% í hvorri grein fyrir sig. í byggingarstarfsemi er lítilsháttar veltusam- dráttur sem nemur 0,2%, í almennum iðnaði án stóriðju 6,3% en í atvinnulífinu í heild er veltu- aukningin 8,1%.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220

x

Árbók VFÍ/TFÍ

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók VFÍ/TFÍ
https://timarit.is/publication/899

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.