Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 9
Formálar 7
starfið í heild er samt ótvírætt. Án hans væri starfíð í félaginu veikara og áhrifín minni. Því
vil ég þakka óvirkum félögum fyrir þátttökuna og stuðninginn við að halda uppi áhugaverðu
starfi fyrir stéttina í heild.
Verkfræðingafélag íslands verður 90 ára á næsta starfsári, 2002. Ymislegt verður þá gert
til þess að halda merki félagsins á lofti. Meðal annars er ætlunin að hetja útgáfu ritraðar, sem
spanna á tíu ára útgáfutímabil, þar sem gefið verður út rit árlega og endað á 100 ára sögu
félagsins árið 2012. Verður fróðlegt að fylgjast með því hvort þessi bjartsýna áætlun stenst,
en lítið er um íslenskar bækur á starfssviði verkfræðinga og því full þörf á aukinni útgáfu.
Samstarf innan sljómar, við sérdeildir, starfshópa og við TFI hefur verið með ágætum og
þakka ég öllum þessum aðilum fyrir samstarfið og ekki síst starfsmönnum félagsins.
Ragnar Ragnars 'son,
ritstjóri Arbókar
VFl/TFÍ 2000/2001.
Inngangur ritstjóra
Tæknifræðingafélag Islands og Verkfræðingafélag Islands hafa
starfað saman að útgáfumálum í átta ár samfleytt. Utgáfúmálin ná
fyrst og fremst til fréttablaðsins Verktækni og árbókarinnar. Utgáfa
beggja þessara rita er nú í föstum skorðum og eru félagsmenn sáttir
við þau.
Kaflaskipting í árbókinni er sú sama og undanfarin ár. Leitast
hefur verið við að stytla félagsmálakaflann. Tækniannállinn er með
sama sniði og áður. Kynningarkafli fyrir fyrirtæki og stofnanir
nesfnist nú Kynning og vísindagreinar fyrirtækja og stofnana.
Vísinda- og tæknigreinar, sem skrifaðar em af félagsmönnum sem
starrfa hjá fyrirtækjum og stofnunum og birtar eru undir nafni þeirra,
eru settar í þennan kafla í stað aftasta kafla í bókinni, sem nefndur er
Tæknigreinar. Kynningarkaflinn spannar því í auknum mæli vítt
tæknisvið atvinnulífsins. I aftasta kaflanum eru birtar tæknigreinar
og greinar sögulegs efnis um tæknimál sem skrifaðar eru á vegum
einstaklinga.
Ánægjulegt er að aukinn áhugi er á meðal félagsmanna og iyrirtækja og stofnana á því
að koma vísinda- og tæknigreinum á framfæri í bókinni. Ritrýndar vísindagreinar eru átta
talsins að þessu sinni og hafa aldrei verið fleiri.
Óhætt er að geta þess að ákveðið hefur verið að næsta árbók verði litprentuð og jafnvel
með harðri kápu. Þá hefúr verið ákveðið að minnka bókina með því móti að stytta
félagsmálakaflann verulega og takmarka efni í öðrum köflum.
Jóhannesi Bencdiktssyni, formanni TFI, og Hákoni Ólafssyni, formanni VFI, er þakkað
gott samstarf við árbókina á árinu ásamt öðrum félagsmönnum sem komu við sögu. Loga
Kristjánssyni, framkvæmdastjóra félaganna, og sömuleiðis öllu starfsfólki á skrifstofu félag-
anna er jafnframt þakkað ánægjulegt samstarf. Pétri Ástvaldssyni er þakkað fyrir nákvæman
prófarkalestur.
Höfundum vísinda- og tæknigreina er þakkað fyrir fróðlegar greinar. Ritrýnendur fræði-
greina eiga jafnframt þakkir skildar. Loks er fyrirtækjum og stofnunum þakkað fyrir ágætar
kynningar- og vísindagreinar og Ijárframlög við gerð bókarinnar.
Það er von mín að menn hafi ánægju og fróðleik af lestri árbókarinnar og óska ég öllum
félagsmönnum velfarnaðar á nýju ári.