Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 32
30 Árbók VFÍ/TFÍ 1999/2000
1.1.6 Aðalfundur TFÍ
» 30. mars 2001 - fundargerð
Aðalfundur TFI var haldinn 30. mars 2001 að Engjateigi 9. Fundarstjóri var Eiríkur
Þorbjömsson og fundarritari Guðmundur Hjálmarsson, forstöðumaður byggingadeildar TI.
Gestafyrirlesari - l'ærsla Hringbrautar
Erindi Ólafs Bjarnasonar, yfirverkfræðings hjá borgarverkfræðingi, íjallaði um færslu
Hringbrautar suður fyrir Umferðarmiðstöðina og notkun brúarinnar á Reykjanesbrautinni.
Ólafur velti upp nokkmm möguleikum sem eru til skoðunar hjá borgarverkfræðingi. Fékk
hann ijölmargar fyrirspurnir frá fundarmönnum og veitti greinargóð svör.
Skýrsla stjórnar
Formaður félagsins, Jóhannes Benediktsson, flutti skýrslu stjórnar fyrir starfsárið
2000-2001. Jóhannes gat þess að félagið varð 40 ára á sl. ári og að það hefur margþættum
skyldum að gegna. Árið 2000 var nokkuð viðburðaríkt í sögu félagsins. Það sem stóð upp
úr var vel heppnuð afmælishátíð og sögusýning sem haldin var á Hótel Sögu 4. júní. Gert er
ráð fyrir að nota efni sögusýningar í framtíðinni til kynningar á starfi félagsins og atvinnu-
möguleikum tæknifræðinga. TFI stóð fyrir formanna- og framkvæmdasljórnafundi norrænu
tæknifræðingafélaganna í tengslum við afmælishátíðina og sóttu um 40 erlendir gestir
fundinn og skemmtunina. Félagið hélt einnig í samvinnu við VFI norræna ráðstefnu um
framtíð tæknifræði- og verkfræðináms.
Skrifstofan er rekin af TFÍ og VFÍ. Sameiginlegum kostnaði er skipt hlutfallslega eftir
félagaljölda eins og hann stendur hjá hvoru félagi í ársbyrjun. VFI stóð straum af 56%
útlagðs kostnaðar, en TFI 44%. Félögin standa sjálf undir sérgreindum kostnaði samkvæmt
samningi um samrekstur.
Fjármál félagsins hafa á undanförnum árum breyst mikið til batnaðar, bætt innheimta og
veruleg félagaaukning veldur þar mestu. Hrein eign félagssjóðs nam 5.376 þús. kr. um sl.
áramót samkvæmt efnahagsreikningi. Innheimta árgjalda 2000 náði 95,61%. Innheimta eldri
árgjalda var 55,35%. Heildarinnheimta ársins var því 93,26%.
Á starfsárinu 1999-2000 voru tvennir Tæknidagar. Annars vegar Tæknidagar 1999 -
Fjarskipti 21. aldar - og hins vegar Hljóðtæknidagur í Salnum í Kópavogi sem haldinn var
7. janúar 2000. Þar var blandað saman erindum um hljómburð og tónlistarflutning. Félögin
fengu til liðs við sig helstu ráðgjafa á sviði hljómburðar og tónlistarflutnings.
TFI og VFI eru sameiginlegir aðilar að FEANI (Evrópusamtökum verkfræðinga og
tæknifræðinga). Formaður hverju sinni sækir árlegan aðalfund samtakanna. Fulltrúar TFI í
stjóm FEANI á Islandi eru Daði Ágústsson og Gunnar Sæmundsson.
Menntunarmál tæknifræðinga eru einn af hornsteinum félagsins. Á liðnu ári tók TFÍ þátt
í undirbúningsvinnu með Samtökum iðnaðarins, Alþýðusambandi Islands og Rannsókna-
stofnunum atvinnuveganna. Markmið þessa samstarfs var að koma á fót Tækniháskóla
Islands sem byggður yrði á grunni Tækniskóla íslands. Með stofnun skólans var ætlunin að
bjóða upp á ljölbreyttari tæknifræðinám en nú er gert á íslandi auk þess að auka vinsældir
námsins. Samkomulag hafði í meginatriðum náðst við menntamálaráðuneytið um
reiknilíkan sem fjárveitingar til skólans myndu byggja á. Ætlunin var að gera þróunarsamn-
ing, þjónustusamning, rannsóknasamning og samning um aðstöðu og búnað. Hins vegar
náðist ekki samkomulag um kostnaðarskiptingu á þróunarvinnu sem unnin yrði á þessu ári
og fram á haustið 2002 cða þar lil skólinn tæki lil starfa. Mikil vinna var lögð í þetta samstarf
en því miður lauk þeim með viðræðuslitum við menntamálaráðuncytið í byrjun janúar 2001.