Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 42
40 Árbók VFÍ/TFÍ 1999/2000
Félagið hefur auglýst meira en áður í útvarpi og sjónvarpi, gerður var kynningarbækl-
ingur sem ætlaður er fyrir almenning og í tengslum við Tæknidaga var útbúinn sýningarbás
sem auðvelt er að setja upp þar sem tilefni geíjst til. Afram verður unnið markvisst að því að
kynna félagið fyrir verkfræðingum og almenningi.
A þessu ári hefúr öllum verkfræðingum sem útskrifast frá HI verið sent bréf og boðin
félagsaðild og kynntur sérstakur afsláttur af félagsgjöldunum fyrir yngri félagsmenn.
Sérstakt átak, „Frítt sumarleyfí á Krít‘\ þar sem félögum gafst kostur á að taka þátt í
smáleik, að ijölga félögum og fá í staðinn boð út að borða með þeim sem gengu í félagið,
og eiga jafnframt möguleika á helgarferð til Akureyrar eða sumarleyfisferð til Krítar. I þessu
sambandi var útbúið veggspjald og tengiliðir hvattir til að veita upplýsingar og ýta við sínum
félögum sem ekki eru félagsmenn. Arangurinn af þessum leik skilaði sér ótvírætt í tjölgun
félaga. Nú er hafinn annar leikur sem stefnir að sama marki undir nafninu ,,/ríferö á kaffi-
hús í stórborg í Evrópu" þar sem allir nýir félagar eiga möguleika á því að vera dregnir út
og fá ferð fyrir tvo til stórborgar í Evrópu.
Umsagnir
Alþingi Islendinga og opinberir aðilar aðrir leita í sífelll ríkara mæli álits eða umsagnar VFI
á ýmsum þjóðfélagsmálum. Þegar slík erindi berast er jafnan leitað til sérfróðra manna og
fer það eftir eðli málsins hverju sinni hvert leitað er. Félagið býr yfír miklum þekkingar-
brunni og á innan sinna vébanda sérfræðinga í velflestum málum sem upp koma í
þjóðfélagsumræðunni, enda hefúr það sýnt sig að álit félagsins skiptir þjóðfélagið máli,
umsagnir þess skila sér og mark er tekið á því sem VFI sendir frá sér.
A starfsárinu var félagið beðið um að veita umsagnir um eftirfarandi:
• Frumvarp til laga um landmælingar og kortagerð, 555. mál stjórn, starfsemi, tekjur.
• Drög að reglugerð um löggildingu rafíðnfræðinga sbr. 5. mgr. 49. gr. skipulags- og
byggingarlaga nr. 73./1997 með síðari breytingum.
• Drög að reglugerð um hollustuhætti og öryggi á náttúrulegum baðstöðum.
• Drög að reglugerð um mat á umhverfísáhrifúm.
• Frumvarp til skipulags- og byggingarlaga 190. mál, skipulagsgjald, svæðis- og
deiliskipulag o.fl.
• Drög að reglugerð um hæfnisskilyrði prófhönnuða sbr. 50. gr. skipulags- og bygg-
ingarlaga nr. 73/1997.
• IST 51 Byggingarstig húsa.
• Greinargerð um uppfínningar starfsmanna.
• Uppbygging kennslukerfa Lagnakerfamiðstöðvar íslands.
• Umhverfísþing - Stefnumörkun um sjálfbæra þróun.
• Tillaga að þingsályktun um úttekt á ástandi eigna á jarðskjálftasvæðum, 116. mál.
Samstarf við Norðurlandafélögin
„Nordisk Ingeniörmöte" (NIM 2000), fundur formanna og framkvæmdastjóra á
Norðurlöndum var haldinn í Stokkhólmi 23. til 27. ágúst 2000. Auk hefðbundinnar umræðu
um þróun efnahagsmála í hverju landi, félagafjölgun og kjaramál var rætt um fyrirsjáan-
legan skort á verkfræðingum í Noregi og Danmörku í byrjun nýrrar aldar. Ennfremur var
rætt um Internetið, erlent samstarf og stöðu félaganna í framtíðinni.
NIM-2001 var haldinn í Kaupmannahöfn 30. ágúst til 2. september 2001.