Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Blaðsíða 60
58 Árbók VFÍ/TFÍ 1999/2000
hafði verið gefinn út á vegum IEC. Ýmsar aðrar breytingar höfðu líka verið gerðar á öðrum
köflum. Orðanefndin ákvað að hætta við útgáfu á báðum köflunum um stýringar. Nefndin
átti tilbúinn kafla af víðu sviði orkumála( almennt, með íslenskri þýðingu íðorða.
Orkumálakaflinn varð því hluti af Raftækniorðasafni 7 í stað kaflanna um stýringar. Aðrir
kaflar bókarinnar voru einnig lagfærðir í samræmi við nýjustu breytingar IEC.
Raftækniorðasafn 7 með undirtitlinum Strengir, línur, einangrarar og orkumál kom út á
fyrstu dögum júnímánaðar 2000. Málræktarsjóður veitti útgáfunni 400.000 króna styrk.
Undirbúningur að útgáfu Raftækniorðasafiis 8 hófst í byrjun árs 2000 með nýrri umijöllun
um IEC-kafla 411 og íslensk íðorð hans. Kaflinn ijallar um rafvélar, en þó fyrst og fremst
snúðvélar. Hann var tilbúinn af hálfu orðanefndarinnar, þegar hann birtist í annarri,
endurskoðaðri útgáfu IEC. Síðar á árinu voru kaflar um skylt efni, kafli 421 um aflspenna
og spanöld og kafli 436 um aflþétta, teknir til umræðu og þýddir. Bókin kom úr prentsmiðju
í byrjun janúar 2001, á 60. afmælisári Orðanefndar RVFI. Undirtitill Raftækniorðasafns 8 er
Rafvélar, aflspennar, spanötdog aflþéttar. Málræktarsjóður veitti 350.000 kr. styrk til útgáf-
unnar í apríl 1999.
I árslok 2000 hóf Orðanefndin lokayfirlestur sinn á kafla 845 í orðasafni IEC um ljós-
fræði. Kafli um ljósfræði í þýðingu Orðanefndar Ljóstæknifélags Islands, LFI, birtist í
Raftækni- og ljósorðasafni, sem út kom árið 1965. Þörf er því á að endumýja íðorðin sem
áreiðanlega hafa breyst á svo löngum tíma. Nefndinni til aðstoðar í þessu verki er Aðalsteinn
Guðjohnsen, sem sat á sínum tíma í Oróanefnd LFI, og var langan tíma formaður félagsins.
Önnur verkefni á árunum 1999 og 2000 en þau sem að ofan greinir voru sem hér segir:
Þorvarður Jónsson, einn orðanefndarfélaga, óskaði eftir að nefndarmenn þýddu íðorð á sviði
nýjustu tækni í íjarskiptamálum. Nokkrir listar voru teknir til meðferðar. Þetta voru Orðalisti
yfir stafræna fjarskiptatækni, Reglur um númeraflutning, Reglur um forval í talsímanetum
og loks var rætt um íslensk heiti svæðisbundinna og alþjóðlegra samtaka á ijarskiptasviði.
Með Vilhjálmi Kjartanssyni, lektor við Háskóla Islands, voru rædd íðorð, sem hann hafði
tekið saman í skrár og notar við kennslu sína í HI. Einkum var rætt um íðorð úr rafeinda-
tækni fastra efna og úr rásafræði.
Hvor tveggja verkefnin eru liður í þeirri viðleitni ORVFI að þýða erlend íðorð um ný
tæknimál, áður en orðskrípi eða erlend íðorð ná fótfestu í íslensku. Rætt hefur verið um að
stunda markvissa leit að íðorðum í kennslubókum, leita til kennara í raftækni við
framhaldsskóla, innflytjenda og annarra þeirra, sem kynnu að eiga orðaskrár í fórum sínum,
eiga eða vantar íðorð, sem ekki eru lil í orðasöfnum. Orðanefndin hefur líka rætt um að færa
sérstaka skrá yfir íðorð sem hún semur um raftæknileg hugtök eða kemst yfir á annan hátt
og eru ekki í Raíitækniorðasafni. Ekki hefur orðið úr þessum fyrirætlunum í neinum mæli.
Samstarf við Vilhjálm Kjartansson reyndist vel og gaf góð fyrirheit, en erfiðlega hefur reynst
að fá aðra menn til samstarfs á líkan hátt.
Allmiklar umræður urðu um birtingu Raftækniorðasafns á Vefnum. Ræddar voru
hugmyndir um að setja upp eigin heimasíðu ORVFI, þar sem safnið skyldi birt. ORVFI hefur
frá upphafi verið meðal þátttakenda í Orðabanka Islenskrar málstöðvar, en varð þó brátt
afar ósátt við það að aðgangur að bankanum var takmarkaður við greiðandi áskrifendur. Úr
þessu rættist hins vegar um áramótin 2000/2001 þegar bankinn var opnaður almenningi.
Fyrir nokkrum árum setti Orðanefndin raftækniorðasafn sitt á vcfinn á heimasíðu VFÍ, en
safnið var aldrei uppfært eftir að Orðabankinn varð til og finnst þar ekki lengur.
Orðanefnd RVFI er meðal stofnenda Málræktarsjóðs og á því seturétt á fulltrúafundi,
sem haldinn er árlega í júní. Gísli Júlíusson sat fundinn fyrir hönd Orðanefndar 1999, en
Bergur Jónsson árið 2000.