Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 74
72 Árbók VFÍ/TFÍ 1999/2000
1.3.2 Skýrslur sameiginlegra fastanefnda
TFÍ/VFÍ
starfsárið 2000/2001
Kynningarnefnd VFÍ/TFÍ
Kynningarnefnd er sameiginleg nefnd TFI og VFI. Þetta er sjötta starfsárið sem nefndin star-
far eftir þeirri skipan. Nefndina skipa eftirtaldir fulltrúar: Guðrún Hallgrímsdóttir VFI,
Tómas Már Sigurðsson VFÍ, Þorkell Lillie Magnússon TFI og Gísli Gíslason TFI, sem jafn-
framt er formaður nefndarinnar. Þannig skipuð tók nefndin til starfa haustið 2000, en um
vorið sama ár voru í nefndinni auk Guðrúnar og Gísla þau Samúel Þórisson TFI, Hildur
Hrólfsdóttir VFI og Guðmundur Valsson VFI. Guðmundur var formaður þeirrar nefndar.
Starf kynningarnefndar var með hefðbundnu sniði. Haldnir hafa verið níu samlokufundir frá
siðasta aðalfundi og hafa þeir allir verðið mjög vel sóttir. Fundirnir eru þessir:
Samlokufundur 6. apríl 2000: Verðbréfaviðskipti á vefnum. Fyrirlesari var Ami S.
Pétursson, markaðsstjóri Landsbréfa.
Samlokufundur 4. maí 2000: Lög um mat á umhverfisáhrifum út frá sjónarhóli fram-
kvœmdaraðila. Fyrirlesarar voru Eiríkur Bogason, framkvæmdastjóri Samorku og Albert
Albertsson, aðstoðarforstjóri Hitaveitu Suðurnesja.
Samlokufundur 7. september 2000: Hönnun dempunarbúnaðar fyrir efnisfrœðitilraunir í
geimnum. Fyrirlesari var Bjarni V. Tryggvason geimfari.
Samlokufundur 5. október 2000: Byggðastefnan - hvert stefnir og hver er ávinningurinríl
Fyrirlesarar voru Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður og Gylfi Magnússon, dósent við
HÍ.
Samlokufundur 2. nóvember 2000: íslenski hlutabréfamarkaðurinn. Fyrirlesari var Almar
Guðmundsson, hagfræðingur hjá íslandsbanka FBA.
Samlokufundur 8. dcsembcr 2000: Samgöngur á höfuðborgarsvœðinu. Fyrirlesari var
Þórarinn Hjaltason, bæjarverkfræðingur í Kópavogi.
Samlokufundur 25. janúar 2001: Umhverfisstjórnun íJyrirtœkjum og ávinningur afhenni.
Fyrirlesari var Helga Jóhanna Bjarnadóttir.
Samlokufundur 15. febrúar 2001: Skipulag - Umferð - Umhverfi. Hver er framtíðar-
sýnin? Fyrirlesari var Gunnar Ingi Ragnarsson, verkfræðingur hjá Þverá.
Samlokufundur 1. mars 2001: Samkeppni á fjarskiptamarkaðinum. Fyrirlesarar vom
Þórarinn V. Þórarinsson, forstjóri Landssímans, Eyþór Arnalds, forstjóri Íslandssíma, og
Þórólfur Arnason, forstjóri Tals hf.
Kynningarnefnd VFÍ og TFÍ
Gísli Gíslason formaður