Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 84
82 Árbók VFÍ/TFÍ 1999/2000
1.4.3 Lífeyrissjóður verkfræðinga
f
r
Arsskýrsla stjórnar
Stjórnartímabilið 22. maí 2000 - 22. maí 2001
Árið 2000 sem hér er til umfjöllunar einkenndist af sviptingum og breytingum, bæði á fjár-
málamörkuðum hér heima og erlendis. Einnig var nokkuð vindasamt í innri málum sjóðsins.
Mestu sviptingar á ijármálamörkuðum í meira en tvo áratugi lyftu ávöxtun sjóðsins
framan af ári en drógu hana svo niður er á leið þannig að lokaniðurstaðan varð ncikvæð.
I kjölfar þriggja hæstaréttardóma í málum sem þrír sjóðfélagar höfðuðu gegn sjóðnum
varð að gera breytingar á samþykktum hans. Ekki voru allir sáttir við breytingatillögumar
og þurfti alls þrjá sjóðfélagafundi til að ljúka afgreiðslu þeirra.
Á síðasta ári urðu einnig breytingar í yfirstjórn sjóðsins. I kjölfar aðalfundar urðu for-
mannsskipti og á haustmánuðum kom nýr framkvæmdastjóri til starfa, Stefán Halldórs-
son, sá þriðji í 45 ára langri sögu sjóðsins.
r
Avöxtun og fjármál
Afkoma
Árið 2000 var lífeyrissjóðnum óhagstætt. Það er versta rekstrarár sjóðsins um langt skeið.
Fjárfestingartekjur minnkuðu úr 2.248 milljónum króna 1999 í lap sem nam 383 milljónum
króna 2000.
Þetta stafaði fyrst og fremst af mikilli lækkun hlutabréfaverðs á helstu mörkuðum
erlendis, svo og á Islandi. Lækkun íslensku krónunnar dró þó úr áhrifum lækkaðs
hlutabréfaverðs erlendis, en átti sinn þátt í lækkun íslenskra hlutabréfa.
Það er Ijóst að ijárfesting í erlendum og innlendum hlutabréfum hefur verið sjóðnum
hagstæð yfir lengri tíma litið, en henni fylgja meiri sveiflur en áður, þegar nær eingöngu var
íjárfest í skuldabréfum. Árið 2000 varð veruleg niðursveifla, en næstu ár á undan höfðu
skilað sjóðnum mikilli ávöxtun.
Ávöxtun
Meðaltal hreinnar ávöxtunar síðustu fimm ár er 7,63%. Raunávöxtun sjóðsins á árinu 2000
var neikvæð, -7,67%, og hrein raunávöxtun -7,89%.
Rekstrarkostnaður
Rekstrarkostnaður sjóðsins hækkaði um 6,9 milljónir króna á milli ára, úr 21,3 milljónum
króna í 28,2 milljónir króna, eða um 30%. Hækkunin stafar að mestu leyti af tveimur liðum,
Qölgun starfsfólks og umskrift forrita úr DOS-umhverfí yfir í Windows-umhverfi.
Sjóðfélagar
Nú eiga 2.453 sjóðfélagar réttindi í sjóðnum, en 1.961 sjóðfélagi greiddi iðgjöld í sjóðinn
árið 2000. Sjóðfélögum íjölgaði um 178 á árinu eða um tæp 8%. Að jafnaði greiddu 1.722
sjóðfélagar reglulega mánaðargreiðslur í sjóðinn.