Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 123
Tækniannáll 2000/2001 121
yfir 40 milljarða króna og uppsafnaður nemur hann ríflega 150 milljörðum króna.
Aukningin milli áranna 1999 og 2000 nemur 25,3 milljörðum króna og má rekja hana til
allra liða viðskiptajafnaðar.
Fá dæmi eru um svo mikinn viðskiptahalla, hvað þá svo mörg ár í röð. A árunum
1974-1975 var viðskiptahalli yfir 10% hvort ár, en jafnframt var hann undir 3% af lands-
framleiðslu tvö árin á undan og á eftir. A árununi 1998-2001 er lialli á viðskiptum við útlönd
á milli 7 og 10% af landsframleiðslu í ljögur ár í röð og eru þess engin önnur dæmi frá
stofnun lýðveldis.
Af OECD-ríkjunum er aðeins Portúgal með hærri viðskiplahalla en ísland á árinu 2000.
hannig varáætlaður viðskiptahalli í Portúgal 10,6% af landsframleiðslu. Næst koma Pólland
með 7,6% og Nýja-Sjáland með 5,7%. Öll önnur ríki OECD eru með afgang á viðskiptum
við önnur lönd, eða viðskiptahalla undir 5% af landsframleiðslu.
Fjármagnshreyfmgar: Fjárfesting og neysla umfram þjóðartekjur koma fram í halla á
viðskiptum við útlönd. Viðskiptahalli verður einungis Qármagnaður með tvennum hætti, þ.e.
annaðhvort með nettó eignasölu eða lántöku. Hvorl tveggja kemur frant í fjármagns-
hreyfingum til landsins. Mikið fjármagnsinnstreymi til landsins undanfarin ár umfram ljár-
magnsútstreymi er m.ö.o. hin hliðin á miklum viðskiptahalla. Mældur munur á nettó ljár-
magnsinnstreymi og viðskiptahalla lýsir því einfaldlega mæliskekkju. A síðasta ári mældust
nettó Ijánnagnshreyfingar til landsins ríncga 66 milljarðar króna (eða tæpum 3 milljörðum
króna undir mældum viðskiptahalla).
Undanfarin ár hafa íslendingar fjárfest í auknum mæli í erlendum hlutabréfum og
hlutabréfasjóðum. Á síðasta ári var fjármagnsútstreymi vegna slíkra fjárfestinga Islendinga
erlendis umfram fjárfestingar útlendinga í íslenskum hlutabréfum 58 milljarðar króna. Þá
námu beinar fjárfestingar íslendinga erlendis umfram beinar fjárfestingar útlendinga á
Islandi 15 milljörðum króna. Því var heildarfjármagnsútstreymi vegna áhættufjármagns, en
svo kallast beinar fjárfestingar og hlutabréf, 73 milljarðar króna. Viðskiptahalli, nettó
hlutabréfakaup og bein fjárfesting kölluðu því á fjármögnun erlendis frá að fjárhæð 139
milljarðar króna. Þar af námu nettó skuldabréfaútgáfa og önnur lántaka þjóðarbúsins 134
milljörðum króna en afganginum var mætt
með lækkun gjaldeyrisforðans.
Hrein staða þjóðarbúsins, sem mælir mun
eriendra eigna og skulda alls, mældist í lok
síðasta árs neikvæð um 452 milljarða eða 63%
af vergri landsframleiðslu. Versnaði hún um
ríflega 140 milljarða króna á árinu eða um
meira en tvöfaldan viðskiptahallann. Ástæðan
er sú að verðbreytingum á eignum er haldið
utan við viðskiptajöfnuð en til þeirra er tekið
tillit við útreikning á hreinni stöðu. Gengis-
lækkun krónunnar á síðasta ári og óhagstæð
verðþróun á erlendum hlutabréfamörkuðum
eiga hér hlut að máli. Árið 1999 var þessu
öfugt farið, þ.e. lækkun í hreinni erlendri stöðu
var Þá töluvert minni en viðskiptahallinn vegna H,utabréfaeign js,endinga erlendis ,
hagstæðrar gengisþróunar og hækkunar hluta- milljörðum króna. Heimild: Seðlabanki
bréfaverðs. Islands.