Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 127
Tækniannáll 2000/2001 125
spár eru grundvallaðar á atvinnuástandskönnun Þjóðhagsstofnunar. Stofnunin hefur unnið
að könnunum á atvinnuástandi frá árinu 1985. Þessar kannanir gefa vísbendingu um að
ársverkum hafi ijölgað um 3.700 á milli áranna 1998 og 1999 og um 3.000 á milli áranna
1999 og 2000 eða um 2,2%.
Hlutdeild erlendra ríkisborgara á vinnumarkaði hefur aukist mjög mikið á undanförnum
árum hér á landi. Arið 1997 voru unnin rúmlega 2.300 ársverk hér á landi af fólki sem ekki
hafði íslenskan ríkisborgararétt og nam hlutur þeirra l,8%. Arið 2000 er áætlað að erlendir
ríkisborgarar hafi unnið tæplega 6.000 ársverk og að hlutdeild þeirra í ársverkum hafi verið
4,3%. Utlit er fyrir að erlendum ríkisborgurum á vinnumarkaði muni áfram fjölga.
Þcir sem hingað koma frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins þurfa atvinnuleyfi
en ekki hinir sem koma frá EES-löndum. Greinileg aukning er í veitlum leyfum á árinu 2000
miðað við árin þar á undan.
Hingað til hafa einkum fiskvinnsla, málmsmíði, hótel og heilbrigðisstofnanir leyst skort
á vinnuafli með því að ráða erlenda ríkisborgara, einkum fólk utan Evrópska efna-
hagssvæðisins. Nú eru vísbendingar um að flciri greinar, svo sem byggingariðnaður og
ferðaþjónusta, leiti eftir vinnuafli út fyrir landsteinana til að leysa úr vinnuaflsþörf. í
auknum mæli kemur einnig til starfa fólk frá löndum innan Evrópska efnahagssvæðisins.
Atvinnuleysi: Atvinnuleysi hefur minnkað hratt að undanförnu og var að meðaltali 1,3% á
síðastliðnu ári og hefur það ekki verið minna síðan árið 1988. Á ftmm árum hefúr atvinnu-
leysið lækkað úr 5% á árinu 1995 er það náði hámarki. Á árinu 2000 fækkaði atvinnulausum
í öllum landshlutum.
Á árinu 2000 var atvinnuleysi minnst hér á landi meðal OECD ríkjanna. Að meðaltali
var atvinnuleysið 9,0% á meðal aðildarríkja OECD í Evrópu og hafði lækkað um 0,9 pró-
sentustig frá árinu 1999. Fyrir OECD í heild var atvinnuleysið 6,2%.
Mannfjöldaþróun: Ibúaþróunin á íslandi árið
2000 einkenndist mjög af búferlaflutningum
milli landa. Ibúum landsins fjölgaði um nær
1,5% milli 1. desember 1999 og 2000. Þar af er
um 40% vegna aðflutnings frá útlöndum.
Flutningar íslenskra ríkisborgara voru í jafn-
vægi þrátt fyrir að dregið hafi úr aðflutningi
þeirra um 4,4% frá fyrra ári. Fjöldi brottfluttra
íslenskra ríkisborgara var íjórðungi minni árið
2000 en þegar flestir fóru á síðasta áratug.
Allt önnur staða er uppi hjá erlendum ríkis-
borgurum. Þar hefur aðflutningur aukist ár frá
ári og nær þrefaldast frá 1994. Fjöldi brottfluttra
erlendra ríkisborgara er hins vegar um það bil
sá sami og þá. Á síðasta ári fjölgaði aðfluttum
erlendum ríkisborgurum urn 28,4% frá árinu
1999. Af einstökum þjóðernum íjölgaði Pól-
verjum mest, um 274, en þvf næst Filipps-
eyingum, um 153.
Nettó búferlqflulningur ú höfuðborgar-
svæðinu 1992-2000. Heimild: Hagstofa
lslands.