Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 133
2.4
Orkumál
Orka og orkuverð
Orkunotkun og orkuvinnsla: Heildarvinnsla á orku og notkun á innfluttri orku nam 138,2
PJ á árinu 2000 á móti 130,7 PJ árið á undan.
Enn á ný jókst heildarorkunotkun landsmanna meira en fólksijöldinn. Þannig jókst
orkunotkun á mann um 4,2% á milli ára, sem er fyrst og fremst vegna enn aukins vægis
stóriðju í atvinnustarfseminni.
Raforkuvinnsla jókst um 6,9% frá fyrra ári, einkum vegna aukinnar stóriðju. Sala
raforku til stóriðju jókst um 9,3% og um 4,7% til almennings. Samtals nam raforkuvinnslan
7679GWh/a.
Hlutur vatnsorku í heildarorkunotkun landsmanna var 16,5%.
Vinnsla jarðhita jókst um 5,3% og er hlutdeild jarðhitans í heildarorkunotkuninni 53,2%.
Hlutur innfluttrar orku (jarðefnae 1 dsneytis) í heildarbúskapnum nam 30,2% og hafði
hlutfallið aukist lítillega frá fyrra ári.
Meðalorkunotkun hvers íslendings er sexföld meðalnotkun annarra jarðarbúa. Við vinnum
tvo þriðju af okkar orku úr endurnýjanlegum orkulindum, en hlutfall slíkra orkulinda í
orkubúskapi heimsins er aðeins 10%.
Verðlag á orku: Gjaldskrá Landsvirkjunar hækkaði um 2,9% hinn 1. júlí 2000.
Niðurgreiðslur voru auknar svo og niðurgreiðsluhámark þannig að húshitunarkostnaður
lækkaði. Orkuveita Reykjavíkur hækkaði sína gjaldskrá um 4,6% á árinu 2000.
Rafmagnsveitur ríkisins hækkuðu gjaldskrá um 4,6%, en Orkubú Vestljarða var með
óbreytta taxta. Þar sem almennt neysluverð hækkaði minna milli ára en verð á raforku
hækkaði hlutur rafmagns í vísitölu neysluverðs.
Verðlag á heitu vatni árið 2000 hækkaði hjá flestum landsmönnum. Gjaldskrár
Orkuveitu Reykjavíkur hækkuðu um 2,9%, hjá Hitaveitu Suðumesja var gjaldskráin óbreytt.
A mælikvarða vísitölu neysluverðs hækkaði húshitunarkostnaður.
Smásöluverð eldsneytis hækkaði á árinu 2000, dísilolía á bíla um 451%, gasolía til skipa
um 61%, bensín um 19% og svartolía um 35%. Vegna verðsveiflna innan viðmiðunaráranna
var meðalverð á eldsneyti þó 9-55% hærra á árinu 2000 en árið áður.
Helstu framkvæmdir í orkugeiranum
Landsvirkj un
Framkvæmdir: Framkvæmdum við Sultartangavirkjun (120 MW) lauk á árinu 2000.
Seinni vél stöðvarinnar var tekin í notkun 31. janúar 2001. í kjölfar framkvæmdanna var
lögð áhersla á að koma umhverfí stöðvarinnar í gott horf.