Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 134
132 Árbók VFÍ/TFÍ 2000/2001
Byggingaframkvæmdir við Vatnsfellsvirkjun (90 MW) voru í hámarki á árinu 2000.
Hafin var uppsetning vél- og rafbúnaðar og einnig vinna við hleðslu stítlna og steypukápa
lögð á neðsta hluta aðalstíflu. Lokið var við að steypa botnrás og setja niður lokur.
Endurbætur á virkjunum: Unnið var að endurnýjun rafbúnaðar Búrfellsstöðvar vegna
aflaukningar véla. Unnið er að gagngerri lagfæringu á árlokum stöðvarinnar.
Við Kröfluvirkjun var lokið tengingu á tveimur nýjum holum sem boraðar voru 1999.
Næg gufa er nú til reiðu fyrir stöðina næstu ár.
I Laxárstöð II var stjórnbúnaður endurnýjaður, svo og vatnshjól og slitfletir í hverfli.
Endurnýjun og endurbótum á Sogsstöðvum var haldið áfram. Þar bar hæst endurnýjun á
vélasamstæðu 3 í írafossstöð. í Ljósafossstöð var lokið við sýningaraðstöðu og allt umhverfí
stöðvarinnar lagfært.
Raf- og stjómbúnaður gasstöðvarinnar við Straumsvík var endurnýjaður að miklu leyti
á árinu.
Orkuflutningskerfið: Lokið var uppsetningu búnaðar í nýja tengivirkinu við Búrfellsstöð.
Um 800 m hluti af 145 kV Elliðaárlínu var lagður í streng að ósk Reykjavíkurborgar.
Orkuveita Reykjavíkur
Orkuveita Reykjavíkur tók til starfa 1. janúar 1999 með samruna Rafmagnsveitu
Reykjavíkur og Hitaveitu Reykjavíkur. Þann I. janúar 2000 sameinaðist Orkuveitan síðan
Vatnsveitu Reykjavíkur undir nafni Orkuveitu Reykjavíkur.
Rafveitukerfi: Lokið var frágangi við hina nýju aðveitustöð á Esjumelum (A10).
Allmargar dreifistöðvar voru reistar í Reykjavík, Garðabæ og Kópavogi.
Nýlagning dreifíkerfís í Grafarholtshverfum í Reykjavík, Salahverfí í Kópavogi og
Höfðum í Mosfellsbæ.
Hitaveitukerfi: Boraðar voru tvær háhitaholur á Nesjavöllum á ská undir Hengilinn til að
kanna frekar stærð jarðhitageymisins. Einnig voru boraðar sjö rannsóknarholur (100-270 m
djúpar) til að kanna grunnvatnsrennsli.
Unnið var að stækkun Nesjavallavirkjunar úr 60 MW í 76 MW. Samið var um kaup á
búnaði og lauk framkvæmdum við stækkun vélasalar á árinu.
Unnið var við mat á umhverfísáhrifum vegna stækkunar rafstöðvar úr 76 í 90 MW.
Lokið var framkvæmdum við nýtt lokahús á Öskjuhlíð, sem reglar rekstur vatnsgcyni-
anna þar.
Þrjár nýjar dælustöðvar voru teknar í notkun, dælustöð við Fálkaklett (þjónar
Kjalamesi), dælustöð við Melahvarf (þjónar Vatnsendalandi) og dælustöð í Ásum í
Hafnarfírði.
Endumýjaður var dælubúnaður í fímm jarðhitaholum á árinu.
Nýtt dreifikerfí var lagt í Grafarholtshverfum, Salahverfi í Kópavogi, Hraunsholti í
Garðabæ, á þremur svæðum í Bessastaðahreppi (Hólmatúni, Suðurtúni og Brekkuskógi) og
í Áslandi, Suðurhöfn og hesthúsahverfinu í Sörlaskeiði í Hafnarfirði.
Rafmagnsveitur ríkisins
Við Brimnes í Viðvíkursveit var byggð ný 33/11 kV aðveitustöð sem mun þjóna Hofsósi,
Höfðaströnd, Hjaltadal og Viðvíkursveit.
í Neskaupstað var sett upp ný 2 MW vararafstöð.
Áfram var unnið að endurnýjun rafdreifíkerfa í sveitum með lagningu þriggja fasa
jarðstrengja og að rafvæðingu sumarbústaðahverfa.