Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 177
Kynning og vísindagreinar fyrirtækja og stofnana 175
talsverður vandi á höndum. Henni tókst þó að ljúka störfum á tæpri viku eða þann 25.
nóvember.
Verðlaunaafhending fór fram 1. desember. Fyrstu verðlaun hlaut tillaga arkitektanna
Ragnars Olafssonar og Gísla Sæmundssonar, og var samið við þá uni nánari útfærslu á
teikningunni.
A fundi 30. júlí 1996 samþykkti stjórn hitaveitunnar síðan samhljóða eftirfarandi tillögu
byggingarnefndar: „Byggingarnefndin leggur til, að hafm verði bygging kynningar- og
mötuneytishúss í Svartsengi í samræmi við fyrirliggjandi teikningar og áætlanir, og að
boðinn verði út fyrsti áfangi byggingarinnar, jarðvinna, nú þegar. Samkvæmt áætlunum er
gert ráð fyrir, að byggingu hússins verði lokið á seinni hluta árs 1997. Einnig er lagt til, að
haldið verði opnum möguleika á, að gerður verði sýningarkjallari, reynist jarðvegsaðstæður
hagstæðar.“
Síðasta málsgrein ýjaði að því að upp komu hugmyndir um að undir húsinu yrði gerður
kjallari sem líktist hraunsprungu eða gjá, ef harka og þéttleiki hraunsins lcyfði. Þar gætu
væntanlegir gestir séð hraunlögin og kynnt sér jarðsögu skagans. Hraunið reyndist bjóða
upp á þennan áhugaverða möguleika sem gestir Eldborgar geta nú nýtt sér.
Jarðvinna hófst í september 1996, og var lögð rík áhersla á að raska sem minnst umhverfi
hússins þannig að nánast engin sár sæjust umhverfis það. Jafnframt voru geymdar hellur af
yfirborði kjallaragryfjunnar svo unnt væri að lagfæra þær skemmdir sem óhjákvæmilega
yrðu.
Byggingaframkvæmdir hófust síðan snemma vors árið 1997, en vígsla hússins fór fram
Um ári síðar, eða 6. mars 1998. Fyrsti fundur sem þar var haldinn var aðalfundur Samorku,
landssambands raf-, hita- og vatnsveitna, haldinn 13. mars, en aðalfundur Hitaveitu
Suðurnesja var síðan haldinn þar 27. rnars.
I tengslum við vígsluna var auglýst samkcppni um nafn á húsið. Alls komu fram tillögur
um 92 nöfn frá 102 höfundum. Hlaut nafnið Eldborg mestan hljómgrunn hitaveitustjórnar
°g þar með verðlaunin og hefur mötuneytis- og kynningarhúsið síðan borið það nafn.
Skömmu cftir vígsluna var opnuð þar fyrsta listsýningin, sýning listakonunnar Höllu
Haraldsdóttur á glerlistaverkum, olíu-, vatnslita- og mósaíkmyndum.
Hönnun og frágangur Eldborgar vakti mikla athygli, enda hlutu arkitektarnir menn-
ingarverðlaun DV fyrir byggingarlist. Um það segir í DV 26. febrúar 1999:
... „Að búa til nýjar strendur, að setja ramma um túlkun lista, að túlka afstöðu til lands
°g staðar voru efni þeirra verka, sem tilnefnd voru til verðlauna í byggingarlist í ár,“ sagði
dr. Maggi Jónsson arkitekt fyrir hönd dómnefndarinnar. Og dómnefnd ákvað einróma að
veita verðlaunin ... arkiteklunum Gísla Sæmundssyni og Ragnari Olafssyni fyrir þjónustu-
hús Hitaveitu Suðurnesja við Svartsengi. ...
1 viðtali við DV daginn eftir sögðu arkitektarnir m.a.: „Við leituðumst við að fá hraunið
i umhverfínu inn í bygginguna. Það gerðum við með því að nýla okkur stóra glerfleti sem
opna húsið út í hraunið. Sá sem gengur inn í bygginguna skynjar unihverfið og landslagið
■njög.“ Félagarnir kváðu jafnframt í viðtalinu eitt það skemmtilegasta við hönnun bygging-
arinnar hafa verið þá fjölþættu samnýtingarblöndu, sem yfírmenn hitaveitunnar lögðu
aherslu á að ná þar fram.
I „Gjánni" hefur verið komið upp sýningu um jarðfræði, jarðhita og vinnslu orku úr
lörum jarðar. Tæknibúnaður þar er mjög fullkominn og gjáin hljóðdeyfð þannig að unnt er
að sýna margar myndir og spila mismunandi hljóð samtímis. Myndskjáir eru 42" plasma-