Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 179
Kynning og vísindagreinar fyrirtækja og stofnana 177
1987
Þann 20. mars var undirritaður samningur milli hitaveitunnar og utanríkisráðuneytisins, þar
sem tryggður var einkaréttur HS til orkuvinnslu í Eldvörpum.
Þann 5. desember keypti hitaveitan hlutabréf ríkissjóðs í Sjóefnavinnslunni hf. og varð
með hlutafjáraukningunni eigandi 98,9% hlutafjárins, með samtals 53,4 milljóna króna
eignarhluta. Tilgangurinn með þessum kaupum var að tryggja hitaveitunni ráðstöfunarrétt
hitaorkunnar á Reykjanesi. Með bréfi dagsettu 9. nóvember veitti iðnaðan-áðherra
hitaveitunni leyfi til virkjunar „strompgufunnar“ í Svartsengi, með allt að 3,6 MW
gufuhverflum.
Viðræður áttu sér stað á árinu um endurskoðun á raforkusamningi við varnarliðið.
Fastráðnir starfsmenn í árslok voru 66.
1988
Þann 25. febrúar var undirritaður samningur um kaup á þremur Ormat-gufuhverflum í ísrael,
og hófust framkvæmdir við „strompgufu“virkjunina á árinu. Þá hófst og bygging rofastöðvar
í Svartsengi, sem er nauðsynlcg vegna aukinnar raforkuframleiðslu og til að taka í raun á því
að orkuverið er ekkí lengur einungis varmaorkuver heldur einnig raforkuver.
Byggð var ný aðveitustöð við Aðalgötu í Keflavík, aðallega vegna flugstöðvarinnar, reist
ný 132 kV háspennulína frá Svartsengi til Fitja og lagðir strengir að laxeldisfyrirtækjum.
1 janúar var gengið frá nýjum samningi um raforkuverð við vamarliðið, sem var talsvert
hagstæðari en eldri samningurinn.
Fastráðnir starfsmenn voru í árslok 68.
1989
Þann 8. september voru formlega gangsettir
þrír Ormat-gufuhverflar, samtals að afli 3,6
MW, og var þá uppsett afl í orkuveri orðið 11,6
MW.
Lagðir voru strengir frá aðveitustöð við
Aðalgötu að radarstöð H-1 á Rosmhvalanesi,
skammt frá Sandgerði, og frá Svartsengi til
Grindavíkur, hafist handa við lögn 132 kV línu
frá Hamranesi við Hafnarfjörð til Fitja í
Njarðvík og lokið víð 132 kV línuna frá
Svartsengi til Fitja.
Lögð var tvöföld stofnæð hitaveitu, 6 km.
löng, frá dælustöð á Fitjum að Flugstöð Leifs
Eiríkssonar. Gerður var samningur við
Vatnsveitu Suðumesja (VAS) um að hitaveitan
annaðist vatnsöflunarþátt VAS, en vatnsból
fyrirtækjanna eru hin sömu.
Unnið við lagningu flugvallarceðar 1989. Fastráðnir starfsmenn í árslok voru 68.