Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 189
Kynning og vísindagreinar fyrirtækja og stofnana 187
Fergingin hcfur reynst mjög áhrifarík og er mat Reykjavíkurhafnar að vel hafi tekist til
við framkvæmdina. Síðan þá hefur fergingu verið beitt til að gera fjölda lóða á hafnar-
svæðum Sundahafnar byggingarhæfar. Þeir byggingareitir sem í dag er búið að fergja á
hafnarsvæðinu eru um 50.000 m2 að grunnflatarmáli. Einnig hafa hafnarbakkar við lengingu
Vogabakka og Kleppsbakka ásamt landfyllingum verið fergðir til að minnka sig frá notálagi
og langtímasigi. Landgcrðir við þessa tvo áðurnefndu hafnarbakka eru stór verk í landgerð
og er heildarstærð þessa lands um 8 ha. Fylgst hefur vcrið með sigi bæði á fargi og húsum
eftir að þau voru byggð. Reykjavíkurhöfn telur að þessi gögn geti notast öðrum við
hliðstæðar aðstæður og hvatti greinarhöfunda til að birta helstu niðurstöður í þessari grein.
Landfyllingar
Gerð landfyllinga
Landfyllingar Reykjavíkurhafnar næst ströndinni eru að mestu möl eða annað nothæft
fyllingarefni sem hefur verið fyllt bæði frá sjó með dælingu og aðflutt frá landi. Þegar kemur
longra frá landi þar sem unnið er við landfyllingar í dag er dýpi á klöpp oft á bilinu 20 til 40
metrar og mestur hluti fyllinga gerðar úr malarríkum sandi sem er dælt á land. Algengast er
að malarfyllingin sé 5 til 8 metrar á þykkt og landhæð í kóta +5,0 til +5,5 metrar. Undir þvi
kemur víðast lag af dýpkunarefni sem fallið hefur til við dýpkanir á nálægum hafnar-
svæðum, en undanfarna áratugi hefur allt dýpkunarefni sem fallið hefur til við dýpkanir
verið markvisst nýtt til landgerðar. Þetta efni er að meginhluta silt. I sjávarbotni er efst 6 til
10 m þykkt lífrænt lítið plastískt lint silt, síðan 1 til 2 m þykkt hart sandlag og undir því niður
á klöpp lög af silti, sandi og möl. Sigvandamál húsa og annarra mannvirkja er að mestu
bundið við lífræna siltið. A það bæði við urn sig og skrið á byggingartíma og eftir að lokið
er við framkvæmdir.
Viðmiðunarkröfur (staðlar)
Grundun á landfyllingum skal vera samkvæmt ÍST 15:1990. Grundun 1. Útgáfa, 1990-12-
01. Einnig er gcrð krafa um að uppfylltar séu kröfur um grundun í Eurocode 7. 1 stuttu máli
er í IST 15 miðað við að mesta leyfilegt sig sé 30 til 40 mm og mesta rnissig 10 til 20 mm.
I EC 7 er miðað við að rnesta sig geti verið allt að 50 mm og rnissig 20 mm. Út frá þessum
kröfum eru landfyllingar skilgreindar þegar þær eru taldar byggingarhæfar frá hafnaryfir-
völdum. Hönnuðir húsa verða síðan að meta viðkomandi byggingu út frá þessum forsendum.
Aðferðafræði
Ein fyrsta byggingin sem kom til álita að byggja á landfyllingum, þar sem of djúpt var niður
á fast til að hægt væri að hafa efnisskipti á burðarhæfan botn, var frystigeymsla Samskipa á
Vogabakka. Athuganir á aðstæðum á byggingan'eitnum sýndu að ekki var hægt að byggja
húsið beint á landfyllinguna eins og hún var vorið 1997. Voru því athugaðir fjórir kostir á að
byggja húsið, að fergja byggingarreitinn, þjappa byggingarsvæðið með lóði, þjappa set-
lögin saman með titrun og byggja húsið á staurum. Niðurstaðan var að hagkvæmasti kost-
urinn væri að fergja byggingarreitinn og var það gert. Miðað er við að farg framkalli sig frá
byggingu, notálagi og langtímasigi næstu 20 árin. Til að ná fram sigi frá byggingu og