Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Blaðsíða 206
204 Árbók VFÍ/TFÍ 2000/2001
hófst með því að Helgi Hallgrimsson vegamálastjóri flutti stutt ávarp en síðan afhenti hann
Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, borgarstjóra
Reykjavíkur, og Sigurði Geirdal, bæjarstjóra Kópavogs, mannvirkið til notkunar og klipptu
þau á borða til merkis um að gatnamótin væru formlega tekin í notkun.
Mannvirkið er í grundvallaratriðum sömu gerðar og gatnamót Vesturlandsvegar og
Höfðabakka. Umferð er nú hindrunarlaus um Reykjanesbraut við gatnamótin, en Breið-
holtsbraut og Nýbýlavegur tengjast á brú yfir Reykjanesbraut. A brúnni eru ljósastýrð gatna-
mót. Fjórar að- og ffáreinar tengja brúna og Reykjanesbraut. Þá er á gatnamótunum brú yfír
Alfabakka, sem verður framlengdur til suðurs.
Gerð gatnamótanna var samstarfsverkefni Vegagerðarinnar, Reykjavíkurborgar og
Kópavogsbæjar og var framkvæmd í höndum Reykjanesumdæmis Vegagerðarinnar, borgar-
verkfræðings í Reykjavík og bæjarverkfræðings í Kópavogi. Verkið var boðið út í desember
2000 og tilboð opnuð 22. janúar 2001. Framkvæmdartími miðaðist við að umferð yrði
komið á gatnamótin í september og vegaframkvæmdum lokið í október. Framkvæmdum
verður að fullu lokið I. júlí 2002.
Helstu ráðgjafar og verktakar eru Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen, sem hannaði
brúna og vegtengingar ásamt nokkrum aðstoðarráðgjöfum; ISTAK sem annaðist
jarðvinnslu, byggingu brúa og lagningu akreina; og Háfell sem annaðist bráðabirgðateng-
ingar. Eftirlit er í höndum verkfræðistofu VSO, Línuhönnunar og Forverks.
Tímamót í samgöngumálum
Mislæg gatnamót Breiðholtsbrautar og Reykjanesbrautar eru mikið mannvirki og markar
opnun þeirra tímamót í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu. Umferð á mótum
Breiðholtsbrautar, Nýbýlavegar og Reykjanesbrautar er mjög mikil. Reykjanesbraut er
önnur tveggja stofnbrauta sem tengir suðurhluta höfuðborgarsvæðisins við Reykjavík og
eykst umferð ört með vaxandi byggð í Kópavogi, Hafnarfírði og Garðabæ.
Aætlað er að nú fari 50 þúsund bifreiðar um gatnamótin á hverjum sólarhring og að þeim
íjölgi í 100 þúsund fyrir 2030. Nýju gatnamótin stuðla að greiðri og öruggari umferð í
framtíðinni.
Brúin yfír Reykjanesbraut er staðsteypt, eftirspennt plötubrú, um 35 m löng yfir tvö höf
með steyptum millistöpli og endastöplum. Breidd brúar er breytileg, frá um 36 m upp í um
65 m. Brúin yfír Álfabakka er einnig eftirspennt, um 40 m breið en lengdin er breytileg, frá
um 14 m til 20 m í einu hafí.
Undirgöng og stígar fyrir gangandi vegfarendur verða lagðir um svæðið og tengja
nærliggjandi stígakerfí sveitarfélaganna. Göng verða undir Dalveg við gatnamót
Nýbýlavegar; undir Nýbýlaveg neðan Dalvegar og undir Breiðholtsbraut neðan
Stekkjarbakka. Göngin undir Dalveg tengja Hjallahverfí í Kópavogi við Mjóddina um
núverandi undirgöng undir Reykjanesbraut á móts við verslanamiðstöðina. Undirgöngin við
Stekkjarbakka tengja Skógarbæ og ibúðir aldraðra við Árskóga við Mjóddina og
Breiðholtskirkju auk þess sem neðri byggðir Breiðholtshverfís tengjast betur íþróttasvæði
ÍR í Suður-Mjódd.