Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 228
3.14
Flugmálastjórn
Stjórnun flugöryggismála
Flugöryggismál hafa verið í brennidepli á
árinu 2001, sérstaklega eftir hryðjuverka-
árásirnar á Bandaríkin hinn 11. september. A
enskri tungu, sem er alþjóðlega tungumálið í
flughciminum, eru notuð tvö hugtök sem á
íslensku eru oft sett bæði undir hugtakið
flugöryggi. Þctta eru hugtökin flight safety
annars vegar og flight security hins vegar.
Flight safety er notað þegar er verið að tala
um reglur sem snúa að öryggismálum
varðandi ástand loftfara, skoðanir þeirra,
flug, flugrekstur, svo og útgáfu réttinda-
skírteina ýmis konar. Þessar reglur hafa að
geyma lágmarkskröfur sem skal fara eftir,
svo og leiðbeiningar til þeirra sem að flug-
málum standa til að tryggja að framkvæmd
flugs verði eins örugg og kostur er. Fylgst er
síðan með að ef'tir reglunum sé farið. Flight security fjallar um varúðarráðstafanir í því skyni
að vernda flug gegn ólögmætum afskiptum. Þetta hugtak hefur verið nefnt flugvernd á
íslensku og birtist t.d. á flugvöllum í vopnaleit hjá áhöfn og farþegum, sprengjuleit í farangri
o.s.frv. Viðbúnaðaráætlun varðandi flugrán er hluti flugverndar. Eftirlitsaðferðir eru gjör-
ólíkar hvað varðar þessa tvo þætti. Hvað flugvernd varðar er í raun um einskonar lögreglu-
aðgerðir að ræða en í flugöryggismálum er áhersla lögð á að þeir sem flug stunda séu færir
um að axla þá ábyrgð í öryggismálum sem á þeim hvílir, t.d. mcð því að nota sín eigin innri
eftirlitskerfi.
Eftir hryðjuverkaárásimar í Bandaríkjunum hefur umræðan snúist mikið um flugverndar-
mál og aukin áhersla hefur verið lögð á þau. Þannig hafa allar öryggisráðstafanir (flugvernd)
verið hertar á flugvöllum, sérstaklega í Bandaríkjunum. En atburðirnir þar hafa einnig kallað
á breytingar á íslenskum flugvöllum, þar sem allt eftirlit hcfur verið hert. I þessari grein
verður eingöngu fjallað um flugöryggismál en ekki flugverndarmál. Greinin er byggð á
erindi sem höfúndur flutti á Flugþingi sem Flugmálastjórn íslands boðaði til hinn 31.
október síðastliðinn, undir kjörorðunum flugöryggi í dögun nýrrar aldar en þar fluttu cllefu
innlendir og erlendir sérfræðingar í flugöryggismálum erindi.
Pétur K. Maack lauk fyrrihlutaprófi í verk-
frœði fá H.I. 1968, prófi í véla- og rekstrar-
verkfrœði frá DTH 1972 og hlaut Ph.D.
gráðu í rekstrarverk-
frœði frá sama skóla
1975. Starfaði hjá Iðn-
þróunarstofimn Islands
frá 1975, dósent við
Háskóla Islands sama
ár og varð prófessor
1986. Framkvæmda-
stjóri fiugöryggissviðs
Flugmálastjórnar frá
1997 með samningi við
Háskóla Islands. Situr i MVFI, var formaður
VFI1985-86 og var veitt gullmerki félagsins
árið 2000. Pétur varð heiðursfélagi í Gœða-
stjórnunarfélagi Islands 1999.