Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 230
228 Árbók VFÍ/TFÍ 2000/2001
gæðaeftirlitskerfi viðhaldsaðila, flugrekanda og flugskóla, kröfur sem ekki er að finna með
beinum orðum í hinum bandarísku reglum.
Reglurnar fyrir viðhaldsstöðvarnar kallast JAR-145 (Joint Aviation Requiremcnts) og
tóku gildi hér með reglugerð 1. scptember 1994. Þar mcð breyttust kröfur hérlendis til
viðhalds loftfara, sem notaðar eru í flutningaflugi. Þessar evrópsku reglur eru keimlíkar
bandarísku reglunum FAR-145 eins og áður sagði. Viðhaldsstöðvar verða að uppfylla ströng
skilyrði til að fá JAR-145 viðurkenningu og Flugmálastjórn hefur síðan eftirlit með því að
unnið sé eftir reglunum. JAR-145 viðurkenning gefirr réttindi til að sinna jafnt innlendum
sem erlendum aðilum.
Innan JAA hefur á sama hátt verið unnið að þróun nýrra reglna fyrir flugrekcndur sem
kallast JAR-OPS 1. Fyrsta útgáfa af þessum reglum var tilbúin í byrjun árs 1997 og voru
íslendingar með þeim fyrstu til að taka þær í gildi mcð rcglugerð fyrir stærri flugrekendur
með auglýsingu þann 1. apríl árið 1998. Þetta var í samræmi við ítrustu tillögur JAA og
flugfélög eins og MD, Atlanta, Flugleiðir og Islandsflug voru meðal fyrstu flugfélaga í
Evrópu til að fara eftir þessum reglum. Enn hafa mörg ríki í JAA, einkum í Mið- og Suður
Evrópu, ekki tekið þessar reglur upp fyrir sína flugrekendur.
Undanfarin tæp tvö ár hefur verið unnið með smærri flugrekendum við að aðlaga rekstur
þeirra JAR OPS 1 reglunum. Fyrsti áfangi þeirra tók síðan gildi hinn 1. október sl. og var
Island þá orðið í fararbroddi þeirra ríkja JAA sem eru að innleiða reglurnar fyrir smærri flu-
grekcndur. Smærri flugrckcndur eiga að hafa lokið innleiðingu JAR-OPS 1 reglnanna í júlí
2002.
Reglugerð um skírteini flugmanna, heilbrigðiskröfur (JAR-FCL) og flugskóla tók gildi
1. júlí 1999. Eftir úttekt Flugöryggisamtaka Evrópu haustið 1999 varðandi skírteinamál
flugmanna var Island þriðja ríkið innan JAA þaðan sem mælt var með viðurkenningu JAA-
skírteina í hinum ríkjunum. Fram til þess tíma höfðu íslensk flugskírteini eingöngu gilt fyrir
loftför skráð á Islandi.
Á ofangreindu sést að eftirlitshlutverk flugöryggissviðs Flugmálastjórnar byggist á
víðtæku alþjóðlegu regluverki. Fyrir utan það sem upp hefúr verið talið er m.a. stuðst við
lög um opinberar eftirlitsreglur nr. 27/1999, stjórnsýslulög nr. 37/1993, upplýsingalög og
lög um persónuvemd. Þegar íslensk lög og reglugerðir em ekki í samræmi við reglur ICAO
ber að tilkynna það til ICAO, en yfirleitt er stefnan sú að innleiða reglur ICAO og JAA
óbreyttar í íslensk lög og reglugerðir.
Stjómskipan flugöryggissviðs Flugmálastjómar kemur fram hér á myndinni og er með
hefðbundnum hætti og eins og ICAO - Alþjóðaflugmálastofnunin mælir með. Hér skiptist
eftirlitið á þrjú sérsvið. I fyrsta lagi deild sem sér um skráningu loftfara og lofthæfi þeirra, í
öðru lagi deild þar sem fylgst er
með hvers konar flugi og flug-
rekstri, svonefnda flugrekstrar-
og flugverndardeild. Að lokum
er svo þjálfunar- og skírteina-
deild, þar sem fylgst er með
flugkennslu og þjálfunarmálum
m.t.t. réttinda viðkomandi flug-
Skipuritflugöryggissviðs Flugmálastjórnar. ijQa