Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 235
Kynning og vísindagreinar fyrirtækja og stofnana 233
Þær forsendur sem lagðar eru til grundvallar greiningunni eru að farnar séu 820 ferðir
milli Reykjavíkur og Akureyrar á dag, sem er líklega nálægt meðalijölda ferða bifreiða á
sólarhring árið 2000. Stuðst er við gögn um dauðaslys í flugi frá Norræna gagnabankanum
(Norrdaids) árin 1991-2000', nema hvað varðar þotuflug. Þar er stuðst við gögn frá JAA-
löndunum fyrir árin 1994—19981 2. Hvað umferð ökutækja varðar er stuðst við meðaltölur frá
Vegagerð ríkisins fyrir árin 1990-1999.
Miðað við þessar forsendur kemur eftirfarandi í ljós:
Ferðamáti Fjöldi slysa sem búast má við að leiði til dauða á ári
Akstur í bíl 1
Þotuflug 0,03
Áætlunarflug 0,10
Þjónustuflug 8
Einkaflug 10
Þróun llugöryggissviðs Flugmálastjórnar
Eins og áður sagði byggjast störf flugöryggissviðsins á alþjóðlegum reglum, sem koma
annaðhvort eða bæði frá ICAO eða JAA. Innleiðing alþjóðlegra reglna, einkum JAA-reglna,
hefur aukist undanfarinn áratug. Yfirleitt er reynt að haga hlutunum þannig að ekki séu í
gildi séríslenskar reglur sem ganga þvert á þessar alþjóðlegu reglur. Þá er reynt að gæta þess
af öllum aðilum að jafnvægi ríki milli öryggis og kostnaðar þegar nýjar reglur eru settar.
Reglur mega ekki vera þannig að flugrekendur geti með engu móti staðið undir þeim
ijárhagslega. Það gæti m.a. leitt til þess að flugrekendur reyndu að komast hjá gildandi
reglum.
Þannig er í raun viðurkennt að ákveðin áhætta fylgi alltaf öllu flugi. Kröfúmar eru aftur
á móti mismunandi eftir eðli flugs og tegund loftfara. Reglur um flug á þotum og eins hreyf-
ils bullustrokksllugvélum eru t.d. mismunandi og sérstakar reglur gilda um flug tveggja
hreyfla flugvéla yfir hafi.
Islenskir aðilar, þ.m.t. Flugmálastjórn, sæta eftirliti erlendra aðila um það hvort farið er
eftir alþjóðlegum reglum. Fulltrúar ICAO og JAA ganga t.d. úr skugga um að flugöryggis-
svið framkvæmi reglur um flugöiyggi í samræmi við alþjóðlegar reglur. JAA gerir úttektir
á viðhaldsstöðvum (JAR-145), viðhaldsstjóm flugrekenda (JAR-OPS / M) og hvað varðar
skirteinaútgáfu og heilbrigðismál (JAR-FCL). Þannig hefur JAA gert sjö úttektir á
viðhaldsmálum frá árinu 1994, þrjár á viðhaldsstjóm flugrekenda síðan 1999 og í tvígang
hafa verið gerðar úttektir á skírteina- og heilbrigðismálum frá árinu 1999. Þá gerði ICAO
mjög umfangsmikla úttekt á flugöryggissviði Flugmálastjórnar og íslenskum flugrekendum
árið 2000.
Mikill vöxtur hefur verið í atvinnuflugi á siðasta áratug. Stórum flugvélum á skrá á
Islandi hefur Ijölgaö úr 14 í um 50 og breiðþotur eru nú 18. Jafnhliða vexti í umsvifum flug-
rekstrar hefur flugöryggissvið eflst jafnt og þétt eins og fram kemur á línuritinu á næstu síðu.
1. NWG, NORDAIDS WORKING GROUP, gögn lögð fram á fundi NLIM, ágúst 2001.
2. Asford, Ronald. Fatal Accident Rate. Trends by World Region; Western and Eastern-built Jet
Aircraft Operatinons, FAA/JAA I6th Annual Conference, Rome June 1999.