Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 276
274 Árbók VFÍ/TFÍ 2000/2001
geyma boðunarkerfi þessara aðila og forsvarsmenn hverrar einingar geta gert breytingar á
boðunarkerfi liðs síns í honum. Neyðarlínan hefur því ávallt aðgang að nákvæmum og
nýlega uppfærðum upplýsingum um hverja ber að kalla út vegna slysa, eldsvoða og annarra
áfalla.
Loks má nefna að fyrirhugað er að koma upp sambærilegum gagnagrunni eldvarnaeftir-
lits í landinu. Þetta verkefni er enn sem komið er á undirbúningsstigi.
Kynning og fræðsla - www.brunamal.is
Brunamálastofnun hefur ríkar skyldur við almenning, slökkvilið og þá sem starfa að
brunahönnun mannvirkja í kynningar- og fræðslumálum. Til þess að geta sinnt þessu mikil-
væga hlutverki hefur stofnunin unnið að því nú undanfarið að konta upp nýrri heimasíðu
sem vonandi mun koma öllum þessurn aðilum að góðum notum í fyllingu tímans. Síðan er
enn sem komið er aðeins á vinnslustigi en reiknað er með að hún geti orðið fúllbúin og farið
að þjóna hlutverki sínu innan skamms.
A vefnum verður að finna ýmsar gagnlegar upplýsingar fyrir almenning, slökkvilið,
hönnuði og aóra sem starfa á þessu sviði, meðal annars:
• Upplýsingar um hlutverk og starfsmenn stofnunarinnar.
• Fréttir af því sem efst er á baugi hverju sinni.
• Upplýsingar um slökkvilið landsins, útkallsskýrslur og fleira.
• Gagnasafn þar sem verður að finna reglugerðir, leiðbeiningar, skýrslur, niðurstöður
rannsókna og fleira.
• Upplýsingar um Brunamálaskólann, námsefni og námskeið.
Asetningur Brunamálastofnunar er sá að halda uppi sívirku upplýsingastreymi og skoðana-
skiptum með rekstri öflugs vefsvæðis og ýmissi annarri útgáfú. Það er mikilvægt skref í átt
að því markmiði sem hlýtur að vera öllum hlutaðeigandi sameiginlegt keppikefli; aukið
öryggi borgaranna, umhverfisins og atvinnulífsins í landinu.
Brunamálastofnun
Laugavegi 59, 101 Reykjavík • sími 552 5350 • www.brunamal.is
Brunamálastjóri: Dr. Björn Karlsson (bjorn@brunamal.is)
Brunamálaráð: Drífa Sigfúsdóttir formaður, Helgi ívarsson (Brunatæknifélag íslands),
Sigmar Ármannsson (Samband íslenskra tryggingafélaga), Gestur Pétursson (Samtök
atvinnulífsíns), Inga Hersteinsdóttir (Samband íslenskra sveitarfélaga), Tómas B.
Böðvarsson (Félag slökkviliðsstjóra) og Guðmundur Vignir Óskarsson (Landssamband
slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna).