Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 304
302 Árbók VFÍ/TFÍ 2000/2001
Suðurlandsskjálftarnir 17. júní og 21. júní 2000.
I júní 2000 urðu tveir stórir jarðskjálftar á Suðurlandi með upptök nálægt Þjórsárbrú. Fyrri
skjálftinn var 17. júní, kl. 15:40. Hann var af stærðinni 6,6 (Mw) með upptök nálægt
Skammbeinsstöðum í Holtum (63,97° N og 20,36° V) um 16 km norðaustur af
brúarstæðinu. Upptakadýpi var um 6,3 km. Jarðskjálftinn var svokallaður hægri handar
sniðgengisskjálfti og mátti sjá merki um yfirborðssprungur á um 20 km löngum kafla.
Stefna sprungnanna er í norður-
suður stefnu og er minnsta fjar-
lægð frá þeim að brúarstæði um
13 km. A mynd 3 er sýnd mæld
jarðskjálftahröðun fyrir norður-
suður stefnuþáttinn á austur- og
vesturbakkanum. Eins og sést er
töluverður munur á tímaröðunum.
Tímaröðin á vesturbakkanum
hefúr hærri útgildi og meira afl en
tímaröðin frá austurbakkanum.
Sömu áhrif má sjá fyrir hina
stefnuþættina þótt þeir séu ekki
sýndir hér.
Seinni jarðskjálftinn var 21. júní, kl. 00:51. Þessi skjálfti var af stærðinni 6,5 (Mw) og
með upptök rétt sunnan við Hestfjall á Skeiðum (63,97° N og 20,71° V) um 5 km norð-
vestur af brúarstæðinu. Upptakadýpi skjálftans var 5,1 km. Jarðskjálftinn var eins og sá fyrri
hægri handar sniðgengisskjálfti og mátti sjá merki um yfirborðssprungur á um 23 km
löngum kafla. Stefna sprungnanna er í norður-suður stefnu og er minnsta fjarlægð frá þeim
að brúarstæði um 2 til 3 km. Á mynd 4 er sýnd mæld jarðskjálftahröðun fyrir norður-suður
stefhuþáttinn á austur- og vesturbakkanum. Eins og sést er útgildi hröðunar (peak ground
acceleration (PGA)) 0,84g á vesturbakkanum, sem telst mjög hátt gildi, og er mesta hröðun
sem mælst hefur á íslandi fram til þessa. Þetta háa útgildi er ekki tilkomið vegna hátíðnipúls
heldur þvert á móti tengist það lágtíðnipúls sem er einkcnnandi fyrir tímaraðir sem mælast
nálægt upptökum, svokölluð nærsviðsárhrif (near-field). Aftur er greinilegur munur á
tímaröðunum og á sama veg og
áður, þ.e. tímaröðin á vestur-
bakkanum er aflmeiri en sú frá
austurbakkanum. Sömu áhrif má
sjá fyrir hina stefnuþættina þótt
þeir séu ekki sýndir hér.
Fyrir báða jarðskjálftana gildir
að munurinn á útgildum hraða
austan- og vestanmegin er mun
minni en fyrir hröðun. Los eru
útgildi færslna mjög svipuð á
austur- og vesturbakkanum.
Myncl 4. Mœld hröðun á vesturhakka og austurbaldca í
jarðskjálftanum 21.júní 2000. Norður-suður stefnuþáttur.
Mynd 3. Mœld hröðun á vesturbakka og austurbakka í
jarðskjálftanum 17. júní 2000. Norður-suður stefnuþáttur.