Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 309
4.3
Bjarni Bessason dósent,
Rannsóknarmiðstöð í jarðskjálftaverkfræði, Háskóla íslands
Einar Hafliðason verkfræðingur
Vegagerðinni
Mæld svörun Þjórsárbrúar
g Suðurlandsskjálftunum 2000
Abstract
Since 1983, base isolation has been used for seismic protection of seven lcelandic bridges. Two of the
base isolated bridges are instrumented by strong motion accelerometers. In June 2000 two ntajor earth-
quakes of magnitude 6.6 (Mw) and 6.5 (Mw) occurrcd in South Iceland with epicentres close to one of
the instrumented bridge, i.e. the Þjórsá-bridge. In the fírst earthquake a peak ground acceleration of
0.53g was recorded at the bridge sitc and in the second earthquake a peak ground acceleration of0.84g
was recorded. The bridge survived the earthquakes without any serious damage and was open for
traffic immediately after the earthquakes.
Inngangur
Jarðskjálftacinangrun er aðferð til að draga úr áhrifum kröftugra jarðskjálfta á mannvirki.
Aðferðin byggir á því að setja sérstakan búnað undir mannvirkið sem lengir grunnsveiflu-
tíma þess og færir hann út úr aflmesta tíðnisviði jarðskjálftanna. Jafnframt þessu er nauðsyn-
lcgt að draga úr færslum með dempun í einangrunarbúnaðinum.
Sjö íslenskar brýr hafa verið jarðskjálftaeinangraðar frá árinu 1983. Sex þessara brúa eru
steinsteyptar bitabrýr sem voru í upphafi hannaðar með tilliti til jarðskjálftaeinangrunar.
Sjötta brúin, Þjórsárbrúin, var hins vegar hönnuð og byggð án jarðskjálftaeinangrunar, en
síðar styrkt gegn jarðskjálftaáraun með einangrun. Þróaðar hafa verið ntargar tegundir af
búnaði til jarðskjálftaeinangrunar, sjá t.d. [1] og [2]. Fyrir íslensku brýrnar hefur hins vegar
í öllum tilvikum verið notast við svokallaðar blý-gúmmílegur.
Rannsóknarmiðstöð Háskóla íslands í jarðskjálftaverkfræði rekur sterkhröðunarmælinet
á Islandi í samvinnu við Landsvirkjun, Vegagerðina, Reykjavíkurborg og ýmis sveitarfélög.
Mælinetið samanstendur af 34 mælistöðvum með tengdum búnaði sem eru dreifðar á
jarðskjálftasvæði Norðurlands og Suðurlands, sjá nánar [3]. Tvær þessara mælistöðva eru
staðsettar í jarðskjálftaeinangruðum brúm á Suðurlandi, þ.c. í Óseyrarbrúnni og í
Þjórsárbrúnni á þjóðvegi 1.
I júní 2000 urðu tveir stórir jarðskjálftar á Suðurlandi. Sá fyrri, þann 17. júní, var af
stærðinni 6,6 (Mw) og sá seinni, þann 21. júní, af stærðinni 6,5 (Mw), sjá nánar [4]. Báðir