Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Síða 322
320 Árbók VFÍ/TFÍ 2000/2001
1. Óðalsgreining: í óðalsgreiningu (domain analysis) er verkefnasvið hugbún-
aðarfyrirtækis skoðað og það skilgreint og afmarkað og athugað hvaða almennar reglur
gilda um það. Leitað er að rammalausnum og þess vænst að hægt sé að byggja sértækar
lausnir út frá römmunum. Þegar um er að ræða framleiðslu á vöruflokkum er leitast við
að draga upp almenna huglæga mynd af framleiðslunni (product-line architecture) og
einstök vöruþróun verður þá sértæk útfærsla á almenna arkitektúmum [Bosch, 2000].
Tiltækur hugbúnaðararfur (legacy software) óðalsins er jafnframt kortlagður til að
auðvelda endurnýtingu hans.
2. Ihlutasmíði: Nýjum íhlut er lýst með nákvæmri skilgreiningu á þjónustunni sem hann á
að veita. Önnur gæði íhlularins eru einnig tilgreind, svo sem hversu árciðanlegur, ömggur,
flytjanlegur og auðvcldur í viðhaldi íhluturinn þarf að vera. Framlciðsluferlin, sem hér
um ræðir, eru leit í hugbúnaðararfi (legacy mining), innri hönnun, útfærsla, prófanir og
afhending íhlutarins.
3. Þaríaforskrift og kertlsarkitektúr: Við nýsmíði íhlutakerfa er þarfaforskriftin og frá-
gangur hennar einn veigamesti þátturinn í hugbúnaðargerðinni rétt eins og verið hefur.
Taka þarf tillit til hvaða íhlutar eru í framboði og getur framboðið haft áhrif á afmörkun
aðgerða kerfisins. Hér koma við sögu ferli til að þróa starfsemislíkön, þarfaforskrift,
notendaskil, kerfisarkitektúr og áætlun um aðföng íhluta. Sé þörf fyrir nýja íhluti eru
þeir skilgreindir.
4. Utfærsla kerfis: Notendakerfi er nú raðað saman úr íhlutum og tengingum við önnur
kerfí. Eins þarf jafnan að útfæra notendaskilin. Reiknað er með að það þurfi að skrifa
kóða sem límir kcrfið saman (glueware).Ferlin, sem um ræðir, em kerfshönnun, íhluta-
val, kerfissamsetning, kerfisprófun og afhending.
5. Stoðferli: Hin hefðbundnu stoðferli, svo sem verkefnisstjórnun, skjölun, samstœðustjór-
nun, gœðatrygging og þjálfun starfsfólks, þurfa öll að vera til staðar en sumar afurðir
þeirra og aðgerðir breytast nokkuð. Ný ferli koma til sögu eins og t.d. stjórn íhlu-
tasafns.
Niðurstöður
Endumýting forritaeininga (og reyndar einnig annarra afurða hugbúnaðarþróunar svo sem
hönnunar og prófanatilvika) hefur um langt skeió verið aðaltækið til að gera hugbúnað
ódýrari og traustari. Boehm 1981 benti á að sparnaður í gerð hugbúnaðarkerfa væri nokkurn
veginn í réttu hlutfalli við umfang endurnýtingar í kerfínu. Þess er vænst að notkun íhlut-
bundinnar þróunar hækki endurnýtingarhlutfallið vemlega og sérstaklega ef íhlutir verða
„hilluvamingur“ (Component Ofif The Shelf - COTS) fáanlegir á markaði. Tæknin er nú
fyrir hendi cn búast má við að þessi þróun taki langan tíma vegna þess hversu margbreyti-
leg og margbrotin hugbúnaðarkerfí em.
Ihlutbundin hugbúnaðargerð er allfrábmgðin hefðbundinni hugbúnaðargerð. Hug-
búnaðarfyrirtæki, sem beita íhlutbundinni þróun, þurfa að laga starfsemi sína að breyttum
aðstæðum.