Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Page 334
332 Árbók VFÍ/TFÍ 2000/2001
skorðast við hulsutækni þar sem millilag milli harðrar hulsu og líkamans er lagt á stúf og
hulsa fest við millilagið. Hulsan er síðan tengd við gerviliminn. Markmið með gerð gervi-
lima er að líkja sem best eftir heilbrigðum útlim. Hulsutæknin hefur ýmsa ágalla, þó svo að
miklar framfarir hafi orðið á henni. Helstu gallar hennar eru að erfítt er að móta hulsu þannig
að spennudreifíng verði heppileg í stúfnum, þegar hulsa hefur einu sinni verið mótuð er hún
stíf og hún aðlagar sig ekki að dægursveiflum, eða langtíma breytingum. Þeir sem eru aflim-
aðir sökum sykursýki eiga það á hættu að þurfa aðra aflimun, þar sem meira niðurbrot á sér
stað í beininu sem eftir er í stúfnum sem má rekja til minni upptöku krafta [1].
Igræðlingum er ætlað að koma í stað innri lifandi vefs í einstaklingi. Sem dæmi má nefna
gervihjörtu, net til að styrkja æðaveggi, gervitennur og liði svo sem mjaðmaliði og hnjáliði.
I seinni tíð hafa fundist efni sem eru lífávirk, þ.e. líkaminn hafnar þeim ekki. Þessi efni eru
ákveðnar fjölliður, keramik, títan og fleiri efni. Beinígræðlingar eru framlciddir úr títan-
blöndu og annaðhvort húðaðir með hydroxyapatite eða límdir við bein með ljölliðublöndu
(Methylmethacrylate) [2].
Markmið verkefnisins var að meta það hvort sköflungur í aflimuðum einstaklingi þyldi
upptöku krafta í gegnum beina tengingu við gervifót. Ekki er ijallað sérstaklega um læknis-
fræðileg eða sálffæðileg atriði tengingarinnar.
Efniseiginleikar og aðferð
EPIPHYSIS
Endosteum
Þegar sett er upp líkan af svo flóknu fyrirbrigði sem beini og tengingu við gervifót er
nauðsynlegt að notast við rétta efniseiginleika. Efniseiginleikar beina eru afar flóknir, enda
um lifandi vef að ræða. Beini eins og sköflungi er
í því skyni skipt upp í tvo burðarhluta, frauðbein
(cancellous/trabecular bone) og barkarbein (corti-
cal bone) (mynd 1). Hið síðamefnda er sterkara og
í löngum beinum er það pípulagað nema til
endanna, en þar víkkar það og þynnist. Dæmi-
gerður fjaðurstuðull (E) í ásstefnu barkarbeins er
17 GPa og 12 GPa þvert á ásstefnu. Sambærilegur
fjaðurstuðull frauðbeins er 1.1 GPa í stefnu ríkj-
andi álags og 0.5 GPa þvert á ásstefnu [4].
Poisson-hlutfallið og skerstuðlar eru einnig breyti-
leg. I töflu 1 eru þeir aflfræðilegu eiginleikar sem
notaðir voru í líkaninu. Sýnt hefúr verið fram á
fylgni milli stífni og þéttleika beinvefs og er sá
þéttleiki breytilegur eftir staðsetningu og minnkar
þéttleikinn þar sem beinið þynnist [5]. Af þessum
sökum reyndist nauðsynlegt að skipta barkarbein-
inu upp í Metaphyseal cortex og Diaphyseal cortex
(sjá mynd 1), hvort með sinn eiginleika.
Flotspenna og brotspenna er ekki sú sama undir
Myndl. Þverskurðarmyndafsköflungi, þrýstingi og togi. Aflfræðilcgir eiginlcikar beina
sjá má tœknilega svœðaskiptingu [3]. breytast líka með aldri [7] og var í því skyni notast
Penosteum
Fused growth plate