Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Síða 367
Tæknigreinar 365
Við niðurlögn á steypu þurfti aðeins að nota léttan mótaviprara, til að steypan félli þétt
að mótunum. Hér nrá skjóta því inn að viprun verkar öðruvísi í vikursteypum en stein-
steypum. Rúmþyngd pastans í vikursteypunni er gjarnan tvöfalt meiri en fyllicfnanna, sem
því hafa tilhneigingu til að fljóta upp, en í venjulegri steypu er þessu öfugt farið.
Þannig voru þá áform mín og því var næst að leita leiða til þess að hrinda þeim í
framkvæmd. Eg ræddi því hugmyndir mínar um nýtingu vikurs sem fylliefnis í plastískri
steypu, og að byggja úr henni eigið íbúðarhús og fékk ég við þeim jákvæðar undirtektir.
Mestu varðaði að forstjóri Vikurfélagsins bauð að leggja mér til allan þann vikur sem ég
þarfnaðist. Fleira gekk líka að óskum. Borgin sanrþykkti að veita mér byggingarlóð á
Garðatúni, nýskipulagða lóð við Ægissíðu 48. Þetta var einstaklega heppilegur staður í fimm
mínútna gönguljarlægð frá vinnustað mínum og tveggja mínútna frá heimilinu. Því lá bcint
við að hetja framkvæmdir, enda gat ég nýtt mér heimreiðina að Görðum til aðflutninga þar
til götur voru lagðar að lóðinni.
Hér var því útgerðin endanlega afráðin, yfírmenn valdir, - arkitekt, byggingaverk-
fræðingar, húsasmíða- og múrarameistarar, svo sem skráð er hjá byggingarfúlltrúa, 4. sept.
1951. Fáum dögum seinna voru svo jarðvinnslutæki komin á staðinn, grunnur tekinn og
uppbygging hafín. Öll vinnubrögð voru samkvæmt þess tíma hefðum, sléttaður flötur við
lóð fyrir olíuknúnu hrærivél og fyrir sement, sand og möl og síðar vikur.
Þannig gat því uppbygging hússins hafist og hún gekk eðlilega fyrir sig. Botnlögnum
komið fýrir, steinsteypt botnplata, uppsláttur fyrir steinsteypta sökkla og kjallaraveggi og
steinsteypu þá lokið.
Síðan tók vikursteypan við, vikursteypt gólf, uppsláttur og vikursteypa á neðri hæð og
loks hið sama fyrir efri hæð og þak.
Frágangur á þaki var þannig að yfir einfalt tjörupappalag var neglt venjulegt bárujám, og
náði þakklæðning 50 cm út fyrir veggbrúnir, sem bornar voru uppi af battingum, sem steyptir
höfðu verið fastir með þaksteypunni. Síðar voru þakskeggin timburklædd að framan og
neðan, útlitsins vegna.
Hús Haraldar Asgeirssonar aö Ægissíðu 48 í Reykjavík.