Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2001, Side 368
366 Árbók VFÍ/TFÍ 2000/2001
Húsið var nú komið undir þak, þak sem náði dálítið út yfir veggina, en sjálfa veðurhlífina
á veggina vantaði og hvað verra var, gerð hennar var enn óákveðin. Tími til að sinna því vali
hafði ekki unnist. Strax^var líka séð fram á nokkrar fjármálaþrengingar, þrátt fyrir margvís-
legan stuðning. Utveggir voru því „pokapússaðir“ og plastmálaðir.
Gluggar voru forsmíðaðir og ísteyptir í veggi. Því var hægt að hefja glerjun þeirra strax
eftir að steypumót höfðu verið fjarlægð og var því verki lokið fyrir áramót.
Með því að uppsláttur hafði verið sérlega vandaður og lítil áreynsla á mótin, þurfti hvergi
að rétta veggi af við múrun. Því snerist umræða á þessu stigi um það hvort, hvar og hvernig
ganga skyldi frá innri yfírborðum. Undirritaður hélt á lofti upphaflegum áformum um að
múra sem minnst, en slípa niður mótaförin. Fagmönnunum leist þó ekki eins vel á það og
lögðu til að þunnmúra alla fleti og fínpússa snyrtiherbergi og eldhús. Þeir réðu, enda tók
vikursteypan vel við þunnmúrnum, sem harðnaði eðlilega og þornaði fljótt. Eftir urðu þó til
slípunar veggir í dagstofu og bókaherbergi og stærsti veggurinn í skála og biðu þeir síðari
frágangs.
Gólfílagnir voru hefðbundnar, nema í þær, eins og í allar múrblöndur, var notað loft-
blendi, sem vissulega létti múrvinnuna mikið.
Það var síðbúin ákvörðun að slípa stærsta skálavegginn. Vatnsnotkun var því lítil og
veggurinn slípaður rakur, síðan þveginn, og dögum síðar penslaður upp úr volgri blöndu af
parafin- og cerasin-vaxi, sem síðan var straujað inn í vegginn með heitu járni. Við það kom
á vegginn bónáferð, sem um leið sýnir steypu „mósaikina“. Ekkert hefur verið gert við
þennan vegg síðan.
Pípulagnir
Algengast er að pípulagnir séu innan veggja í íbúðarhúsum, oftast falin í einangruninni. Hér
þurfti að viðhafa aðgát, því miðstöðvarrör þurftu sums staðar að liggja inni í útveggjunum
og var því hætt við tæringu meðan þeir voru rakir.
Olíuhitun húsa var á frumstigi og orkunýtingu víða mjög áfátt. Þetta hafði ég sannað með
mælingum við Atvinnudeild Háskólans og notað til þess einfaldan mælibúnað. Mér hraus
hugur við því, að mæla víða 25% og hærri orkutöp út um skorsteina húsanna. Þetta hafði
eðlilega áhrif á val tækjabúnaðar fyrir tilraunahúsið mitt.
Eg valdi mér lágþrýstibrennara af Winkler-gerð, með þeim búnaði að kveikjuneisti hélst
þar til eldhólf var orðið heitt. Eg endurbætti þessa brennslutækni með því að koma fyrir
skiptiloka er skipti svartolíutengingu brennarans yfír á gasolíu um leið og kviknaði á neist-
anum. Eg ræddi þetta mikið við hitakerfishönnuð hússins og við héldum þetta vera merki-
lega hugdettu. Eg lét líka framleiðanda brennarans vita af þessu og hann taldi þetta líka geta
verið íhugunarverða hugmynd, þar sem það passaði, en svo hefí ég nú ekkert heyrt frá Mr.
Winkler síðan. Ævintýrið fékk síðan annan endi, sem spratt af landhelgisdeilu og innflutn-
ingi á rússneskri svartolíu. Hún koksaði í eldholinu hjá mér og það sem verra var, brenni-
steinsmengun hcnnar olli tæringu á þakklæðningunni. Það var eiginlega ekkert gaman að
ævintýrinu eftir að rússaolían komst í það. Kerfíð gekk þó áfram á gasolíu, þar til blessuð
hita-veitan kom 1964, mesta tækniframför þess tíma.
Tréverk
Með koksofnaþurrkun var húsið fljótt „tilbúið undir tréverk“. Þetta orðatiltæki merkir að
búið sé að glerja, múra og koma hita á húsið, þannig að hægt sé að hefja lokafrágang og