Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 10

Tónlistin - 01.12.1945, Blaðsíða 10
40 TÓNLISTIN tilfinningaríkan ramma hreinnar tónlistar i þrískiptu söngformi hinn- ar ínnilegustu tjáningar. Mörg dæmi mætti fleiri nefna um uppeldisgildi þjóðlagsins. En þetta verður að nægja sem tilbending ein. 1 skólanum vaxa hinar fyrstu samfélagshugm'ynd'iír utan heimil- isins. Hér eflist fyrst víðtækt félags- starf og samskipti stórrar heildar. Því betur sem sameiginlegt starf heildarinnar nær tökum ó einstakl- ingnum, því sterkari verður síðar minningin um liðið starf. Flestall- ar greinar skólakennslunnar miða að þvi að þroska vitsmunina og örva kappið til samanburðar við aðra. Tilfinningalífið fær þar litla nær- ingu, og veldur þetta því oft og ein- att vanþroska og misræmi í skap- höfn allri. Kaldrifjaður skynsemis- dýrkandi er oft ávöxtur slíks upp- eldis. Félagshyggja og bróðurþel þrífast ekki án tilfinningar. Af því leiðir, að góður þjóðfélagsþegn verð- ur að rækla með sér einlæga tilfinn- ingu fyrir samfélagi sinu. Vitið eitt nægir ekki. Til hliðsjónar má lita á þrjár teg- undir tónverka. 1) Tónverk, sem sett er saman af kunnáttu einni sam- an, orkar aldrei á tilfinningarnar. Það getur verið vel samið og skipt máli fyrir listina sem sjálfstæða þró- unargrein, en geisli þess nær ekki að ferli lífsins sjálfs. Það stendur einangrað í þjónustu sérfræðinga. 2) Tónverk, sem ofhlaðið er tilfinn- ingu, samlagast lífinu of fljótt og fvrirhafnarlítið og glatar þar með krafti sinum til eigin tilveru. Það er of auðunnið. 3) Tónverk, sem vilnar um gullið jafnvægi milli skyn- semi og tilfinningar, her hæstan hlut frá horði. Tilfinningin er djúprist og að nokkru hulin undir lijúpi vandhygli. — Enda þótt uppeldis- fræðingar allt frá dögum Platons hafi gert sér grein fyrir þýðingu tónrænnar tjáningar fyrir mótun persónuleika og skapgerðar, þá hef- ir hlutverk tónlistarinnar í skólum oft verið hýsna einhæft og takmark- að. Það er samt enginn vafi á þvi, að réltilega iðkuð skólamúsík er þess megnug að skapa nýtt viðhorf til skólalífsins. Sé svo, þá mun held- ur ekki hjá því fara, að réttilega stunduð tónlist skapar nýtt viðhorf til þjóðfélagsins. Skynsemi og til- finning eru systur, sem húa í allri sannri tónlist. Of mikil tilfinning verður um síðir ósönn, verður að tilfinningadekri (sentimentalitet). Sönn tilfinning er ósjálfráð. Skyn- semin býr tilfinningunni farveg, markar henni hreyfisvið, skammtar henni form. Vér sjáum þá, að til- finning og skynsemi eru óaðskiljan- lega tengdar góðri tónlist. Megin- vandi nútimamenningarinnar felst i því að sameina þessar tvær hlið- ar mannssálarinnar. En ef tónlist- in geymir þessa tvenningu i eðli sínu, þá hlýtur hún einnig að miðla jarðarhörnum þessu leyndarmáli, séu þau reiðubúin til þess að með- taka boðskan hennar. Vér verðum þvi að viðurkenna, að tónlistin hafi andlega þýðingu sem hluti úr þunga- miðju menningarinnar, og sú nið- urstaða hlýtur að varpa ljóma á við- fangsefni tónlistaruppeldisins. Lif- ið er sifelld verðandi fyrir þroskað-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tónlistin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.