Tónlistin - 01.12.1945, Page 31

Tónlistin - 01.12.1945, Page 31
TÓNLISTIN Gl Toscaninis. A6 loknuin leik tón- smiðarinnar snéri þulurinn sér taf- arlaust að hljóðnemanum og til- kynnti með ófeilinni ró: „Þelta var symfónía eftir Haffner. Mozart Tos- canini stjórnaði liljómsveitinni, sem lék.“ Allur þessi afkáraskapur stafar eflaust af hugsunarleysi og liugtaka- ruglingi. Séu nýyrði vel mynduð, verða þau að ná liugtakinu lil fulls, annars mun hetra að lialda töku- orðinu þar til úr rætist. Tónlistin er nýgræðingur í íslenzku þjóðlífi. Því er oss nauðsynlegt að gæta henn- ar með kostgæfni og lilúa sem hezt að vexti hennar, á livaða sviði sem er. Meinin verður að nema burt, svo að ávöxturinn komi í ljós. Þýðing tónlistarinnar verður að vera hverj- um manni ljós, en það skeður fyrst, þegar vér erum komnir það vel á veg, að vér getum gripið til tón- málsins sem væri það hókmál og engu þýðingarminna en það. Þá mun það ekki koma fyrir, að leik- maður ætli sér þá dul, að hann geti án hinar minnstu sérmenntunar fært tónlög til hljómsveitarhúnings. Þá mun það heldur aldrei koma fyr- ir, að maður, sem hefir á liendi uppfræðslu æskulýðsins í söngleg- um efnum, slái þrískiptan takt í hinu danska tökulagi voru „Ó, fög- ur er vor fósturjörð“, svo sem væri það hlóðheitur Vínarvals. Margt bendir til þess, að örðugasta skeið- ið sé að hálfu yfirunnið. En vandi er oss enn á höndum. Mörg dæmi úr þjóðlífi voru örva til frekari framsóknar. Organisti einn á Aust- fjörðum, sem nú spilar þar við stóra kauptúnskirkju, liefir til að mynda aðeins notið þeirrar menntunar, er fljóthakað sjálfsnám gat honum í té látið. Studdist liann við söng- l'ræði Jónasar Helgasonar eingöngu, spilaði sálmalög fyrst einradda, sið- an tví- og þríradda og loks fjór- radda. Á einum stað á Vestfjörð- um er ung stúlka, sem ekki er sér- lega sýnt um bóklegt nám. Aftur á móti hefir hún afhurða eyra og hæfileika til hljóðfæraleiks svo sterka, að hún spilar létt lag utan að með röddum, eftir að hafa lieyrt það einu sinni. — Bæði þessi dæmi vitna um ríka eðlisgáfu, og munu þó hin fleiri, sem ósögð eru. Þau minna oss á skvldur uppeldisins við þjóðþegnana. Svo framarlega sem vér berum giftu til að þroska alla hæfileika vora á sviði tónlistar, hvar sem þeir finnast, þá verður spáin um tónmenntaða íslendinga aldrei örvænisósk. Verdi og lírukassinn Fyrir mörgum árum dó í Neapel horg- arkunnur lírukassaleikari, Moricio aÖ nafni, sem almennt gckk undir viÖur- nefninu „Nemandi Verdis“. Þetta auka- nafn hlaut hann eftir aÖ sköpuður „Tra- viata“ hafÖi í raun og veru veitt honum tilsögn úti á götu. — Moricio var aÖ hramholta með eina af fallegustu aríun- um úr hinni lagauðugu óperu „Traviata“, þegar V e r d i kom gangandi eftir stræt- inu. ÞaÖ datt ofan yfir meistarann. Hann stjakaði hinum forviÖa lirukassaspilara til hliðar, greip sveifina og sýndi mann- inum, hvernig á, með ágætum árangri, aÖ flytja heila óperu-aríu — jafnvel á'líru- kassa — meÖ því aðeins aÖ spila hana meÖ réttum hraða.

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.