Tónlistin - 01.12.1945, Qupperneq 39

Tónlistin - 01.12.1945, Qupperneq 39
TÓNLISTIN 69 eigi allssta'ðar nógu samtækum höndum hjá Karli Runólfssyni, óskari Þorkels- syni, Jóni Sigurðssyni og Birni Róscn- kranz. Gnðmunda Elíasdóttir hefir nú bætzt í hinn fríða hóp nýrra söngvara, sem á þessu ári hafa byrjað listferil sinn frammi fyrir reykvískum áheyrendum. Hún hef- ir sópran rödd, sem búin er mjög góðri hljómfyllingu á neðra miðsviði, en í efstu raddlegu vantar enn hljómgrunn, er samræmdur sé heildarblæ raddarinnar. Má því ætla, að ennþá sé söngkonan bet- ur fallin til söngljóða-flutnings við hæfi „mezzó“-raddar en aríutúlkunar með ,,koloratur“-sniði. Bezt af erlendu lög- unum tókust henni aríur Mozarts úr „Brúðkaupi Figaros", einkum hin á- stríðuþrungna en léttgenga „canzonetta" „Voi che sapete". Hér náði hún liðugri hreyfingu og hröðu flugi þýzk-italska stílsins með framsetningu, sem bar vott um gagngera þjálfun. Sérhljóðamyndun var yfirleitt góð, þótt þess gætti á há- sviði, að einstaka hljóð öðlaðist ekki alls- kostar sitt rétta gervi. Islenzku lögin, sem á þakkarverðan hátt sátu í sjálfsögðu fyrirrúmi efnisskrárinnar, sönnuðu enn sem fyrr, að þau vekja sterkastan endur- óm í hugum áheyrenda, og er það eink- ar kærkomin bending um jrjóðborna, vak- andi söngnautn. Guðmunda söng þessi lög lika af lýrísku innsæi og nærfærni, sem íslendingi einum er lagið, þótt þráð- ur atvikanna hefði á stundum mátt stríð- ari vera. Með áframhaldandi alúð og raddrækt mun hún auðveldlega vinna sig- ur á því sviði, sem henni raddlega er eiginlegast, og því má hún örugg fagna sinni fyrstu framgöngu. Victor Urbant- schitsch aðstoðaði með kostgæfilega að- löguðum undirleik. Guðrún Á. Shnonar hélt kveðju- hljómleika með aðstoð Karlakórs Rcykjavikur áður hún færi utan til söngnáms. Kórinn söng einn tvo þætti skrárinnar, meðal annars lýðveldis- hátíðarlag eftir söngstjórann, Sigurð Þórðarson, sem vitnar um þjóðlega við- leitni höfundar síns með kvintborinni raddfærslu, þótt ekki sé hún enn full- mótuð. Guðrún sýndi enn sem fyrr, að i henni býr sterkur söngneisti, en annars virtist hún í þetta sinn ekki vera allskostar vel fyrirkölluð, og kenndi nokkurrar tregðu i myndun hátónanna. Kristján Kristjánsson efndi til afmæl- ishljómleika með aðstoð Frits Weiss- happcls,, Þóris Jónssonar og Þórhalls Arnasonar.. Kristján hefir nú stund- að opinberan söng um langt skeið og skapað sér vinsældir sem tilfinninga- ríkur túlkandi ljóðalagsins. Er honum sýnna um blóðheita og innfjálga fram- setningu hinnar sterku sönglínu en hnit- miðað form djúps raunsæis. Hann er söngvari hjartans. Meðal annars flutti hann lag eftir föður sinn, „Til fánans", og var það vel til fundið, svo mætur söngmaður sem hann var á sinni tíð. Haraldur Sigurðsson er jafnan góður gestur, þá sjaldan hann kemur til ætt- Iands síns. Hann hefir verið knésettur sem læzti píanóleikari íslendinga fyrir traustleik sinn og klassíska formfestu. Samfara þessum eiginleikum á hann til söngræna ásláttarmýkt, sem laðar sál úr hverjum tón. Viðfangsefni hans eru helzt valin úr flokki hinna sígildu meistara, en þó gefur hann nýja tím- anum einnig gaum. Á verkefnaskrá hans hinni fyrstu vantaði þó tilfinnan- lega kveðju til föðurlandsins, því að ekk- ert íslenzkt verk var þar í hópi hinna þýzku, frönsku og finnsku meistara. Hefði mátt teljast eðlilegt. að Haraldur sýndi tónsmíðaviðleitni Islendinga nokkurn skilning og verðskuldaða viðurkenningu eftir langa og harða útivist í framandi landi. — Meðferð hans á Brahms er sannkölluð fyrirmynd hvað snertir ljóð- ræna áferð, og þessvegna naut Schubert sin einna bezt. Dóra Sigurðsson aðstoð- aði mann sinn ágætlega með fáguðum ljóðasöng. Var þeím hjónum tekið opn-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tónlistin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.