Tónlistin - 01.12.1945, Page 41

Tónlistin - 01.12.1945, Page 41
TÓNLISTIN 71 kom fram í efnisvali hennar. HásviÖ hennar skortir þó eðlilega talsvert meiri þroska. Þess er að vænta, að utanför hennar verði góðum hæfileikum hennar gilcl stoð til frekara sjálfstæðs söngstarfs. Undirleik annaðist mjög liðlega og sam- vizkusamlega Guðríðnr Guðmundsdóttir. Sigurður Þórðarson er einn þeirra is- lenzkra tónlistarmanna, setn ávallt ger- ir sér far um að auka tónrænt þjóð- gildi samtiðarinnar. Fyrir eigi all- löngu kom hann fram á sjónarsviðið sem hinn fyrsti íslenzki óperettuhöfund- ur. Tók hann þar til meðferðar þátt úr niðurlægingartimabili islenzkrar einokun- arverzlunar, sem ofinn var inn i gamla þjóðlifslýsingu og þjóðtrú. Efni þetta virðist i rauninni ekki falla vel inn í um- gjörð hinnar venjulegu „óperettu" með atvikaflækjum fjögurra elskenda og óhjá- kvæmilegum trúðleikara, sem kímileitur stendur afsiðis, er allt að lokum fellttr i Ijúfa löð sem „happy end“. Heppilegra hefði máske verið formið „þjóðlegur söngleikur". Sem athyglisverð tilraun er þetta starf Sigurðar alls góðs maklegt, sem gert hefir kröfu til feikn mikillar vinnu. og þó aðeins tómstundavinnu. Músikin bendir frekar til sjónleiks með fylgilögum og söng en til íburðarmikillar óperettu nteð ismeygilegum „slögurum", gjálífum dönsum og skartríkum skraut- sýningum. Tónbálkurinn er allviða skrið- mikill, svo sem í álfadansinum í bæjar- stofunni, er ginna á bóncladóttur í álf- heima meðan aðrir eru í kirkju. En ann- arsstaðar má stundum greina of laus tök á hinu tónræna efni. sem vart verður strax í forleiknum. þótt formslega sé hann vel sniðinn að hætti sónötunnar. Sönghlutverk höfðu á hendi Bjarni Bjarnason, Sigrún Magnúsdóttir, Svava Einarsdóttir, Pétur Jónssou, Ævar Kvar- an, Nína Svcinsdóttir, Valdimar Hclga- soit, Finnborg Örnólfsdóttir, Hulda Run- ólfsdóttir og Ldrus Ingólfsson. Victor Ur- bantschitsch stjórnaði flutnlngnum. Nýr liðsmaður hefir bætzt í fylk- ingu íslenzkra pianista með Rógnvaldi Sigurjónssyni, Hér er seztur að há- borði frú Musica glæsilegur fulltrúi hins unga íslands, jötunefldur ungherji nýrr- ar kynslóðar, gæddur tæknilegum þroska í óvenjulega rikum mæli. Má hiklaust telja Rögnvald búinn hinum beztu kost- um gjörfulegs pianóleikara, þótt enn eigi innri ihygli eftir að veita flutningi hans jafnvægi. Fjölbreytileg efnisskrá varp- aði ágætu ljósi á stílsvörun hans og ó- brigðula minnisgáfu. Hin stóra sónata Beethovens í C-dúr, op. 53 (,,Waldstein“), frá miðtímabili höfundarins, birtist í sínu rétta gervi gleðiríkrar lífsnautnar, og lagði Rögnvaldur megináherzlu á þann þátt verksins með streymandi leikni sinni. Hinsvegar varð Adagio-kaflinn heldur léttur í sniðum, og hefði hið kunna lag Beethovens „Andante favori", sem upp- haflega átti að verða annar kaíli sónöt- unnar. getað bætt úr þvi. „Etude“ eftir Scriabin og tvö haglega gerð smálög eft- ir Rachmaninoff báru vitni um dálæti listamannsins á siðrómantískri nútima- músík. Aftur á móti fékk hreinræktuð en erfðabundin nýjunga tónlist Prokofi- effs prýðilega kynningu í stæltu og þraut- hugsuðu hljóðfalli 20. aldarinnar. Són- ata Ný-rússans er frjáls einþáttungur í djarflegum klaverstil og gefur leikand- anum ærið tækifæri til ýtrustu sjálfs- beitingar. Hér tókst hinum prýðilega píanista að leiða fram árekstraþrunginn leik hinna hörðustu mishljóma. Að lok- um komu svo hinir klassísku stílsnilling- ar pianóleiksins, Chopin og Liszt, með gneistaflugi og hámarkskröfum til leikni. Rögnvaldur yfirvann allar þrautir með öruggri hendi „virtúóssins", sem hendir gaman að furðulegum galdrahlaupum og heljarstökkum, enda þótt hljóðfærið tor- veldaði honum flutninginn með óeðlilega miklum yfirtónum og loðfelldum diskant. Hallgrímur Helgason.

x

Tónlistin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tónlistin
https://timarit.is/publication/922

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.