Bændablaðið - 15.03.2012, Page 1

Bændablaðið - 15.03.2012, Page 1
42 5. tölublað 2012 Fimmtudagur 15. mars Blað nr. 366 18. árg. Upplag 24.000 18 Dýrara að kynda með innlendri raforku en innfluttri olíu í sveitum landsins: Húshitunarkostnaður nærri þrefalt hærri í dreifbýlinu en í Reykjavík Í lok ráðunautafundar sem hald- inn var í Bændahöllinni í síðustu viku var haldin athyglisverð ráð- stefna um orkunotkun í íslenskum landbúnaði og þau tækifæri sem geta leynst í orkubúskap á íslensk- um bújörðum. Í erindi Ágústu Loftsdóttur hjá Orkustofnun á Akureyri kom m.a. fram að veru- lega hallar á landsbyggðina hvað varðar orkukostnað við húshitun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir bændur að framleiða sjálfir þá orku sem til þarf. Á meðan hitunarkostnaður í Reykjavík 2011 var nærri þrjár krónur á kílówattstund (kr./kWh) þá var kostnaður vegna húshitunar með olíu tæpar 8 kr/kWh þegar búið var að draga frá nærri 7 króna niður- greiðslur. Ef fólk í sveitum landsins notaði innlenda raforku til húshitunar þá var kostnaður notenda enn meiri en ef notuð var olía. Ef eingöngu eru bornir saman innlendir orkugjafar þá er dæmið sláandi, því þar er kostnaður vegna rafhitunar í dreifbýli nærri 12 krónur á kílówattstund en með niðurgreiðslu ríflega 8 kr/kWh. Rafhitun í þéttbýli og kyntar hitaveitur eru að borga um 6-7 kr./kWh þegar búið er að taka tillit til niðurgreiðslna. Athygli vekur í tölum Ágústu að í niðurgreiðslukerfi á orku til húshit- unar virðist beinlínis verið að hvetja fólk til að nota frekar olíu en raforku sem framleidd er af fyrirtækjum íslenska ríkisins. Niðurgreiðslur vegna olíuhitunar nema nærri 7 krónum á kílóvattstund á meðan niðurgreiðslur vegna raforkuhitunar í dreifbýli nema einungis ríflega 3 krónum á kílóvattstund. Þá borgar olíunotandinn tæplega 8 krónur á kílówattstund úr eigin vasa fyrir innfluttu orkuna á meðan raforku- notandinn þarf að greiða nærri níu krónur fyrir kílówattstundina af alíslenskri endurnýjanlegri hreinni vatnsfallsorku. /HKr. - Nánari umfjöllun um orkuráðstefnu á bls. 32-33 Sláturhúsið Hellu ehf., sem er stærsta stórgripasláturhús landsins, stendur nú í stórræðum við að byggja upp nýja aðstöðu fyrir kjötvinnslu sláturhússins, í sjálfstæðri byggingu. Ráðgert er að taka hana í notkun síðar í mars og mun sláturhúsið þá uppfylla reglugerðir Evrópusambandsins og öll skilyrði sem innleidd eru í nýrri löggjöf um framleiðslu búfjárafurða, sem tók gildi 1. nóvember 2011. - Sjá umfjöllun á bls. 24-25 Mynd / HKr. 12 Sláturhúsið Hellu hækkar verð til nautgripabænda um 2,5% Sláturhúsið Hellu hf. hækkaði verð til nautgripabænda frá og með 12. mars 2012. Vegið meðaltal hækkunarinnar er 2,5 %. Hækkunin er 15 kr./kg. fyrir UN I Úrval og UN I flokkana, 10 kr./ kg. fyrir UN II og K flokkana, en verð fyrir kálfakjöt er óbreytt eins og sláturlaun og flutningur. Hæsta verð til bænda er því 640 krónur á kílóið fyrir UN I Úrval A yfir 210 kg en 590 krónur á kg fyrir skrokka undir 210 kg í sama flokki. /HKr. Stjórn Fjallalambs á Kópaskeri samþykkti á fundi sínum þann 12.3.2012 að greiða 2,25% uppbót á haustinnlegg dilka 2011. Björn Víkingur Björnsson fram- kvæmdastjóri Fjallalambs segir í tilkynningu frá félaginu að ákvörðun stjórnarinnar byggist á því að útlit sé fyrir betri afkomu í rekstri félags- sins miðað við síðustu ár. Þá hafi stjórnin ákveðið að uppbótin verður færð inn á viðskiptareikninga þann 1. apríl n.k. Helstu eigendur Fjallalambs eru bændur í Norður-Þingeyjarsýslu, samtök þeirra og sveitarfélög í Norður-Þingeyjarsýslu. Ennfremur starfsmenn og aðrir einstaklingar. Allir innleggjendur eiga auk þess hlut í félaginu. Fjallalamb greiðir 2,25% uppbót Halldór Runólfsson yfirdýralækn- ir leggur ekki til að allt fé verði skorið strax á bænum Merki á Jökuldal þar sem riða af afbrigð- inu NOR 98 greindist í haust. Samkvæmt aðgerðaráætlun sem Halldór greinir frá í Bændablaðinu í dag telur yfirdýralæknir það ásættanlega áhættu að ekki verði farið í fullan niðurskurð á öllu fé í Merki að svo stöddu. Heldur verði fjárbúið tekið til sérstakrar rannsóknar og unnið samkvæmt áætlun um mótvægisaðgerðir til að lágmarka hugsanlega áhættu í málinu. Samkvæmt greiningum á Tilraunastöðinni á Keldum er riðan í flokki óhefðbundinna tilfella af riðu eða af afbrigðinu NOR98 og er þetta fjórði bærinn á Íslandi þar sem þetta afbrigði greinist. Á bænum eru nú um 540 kindur á fóðrum. Nor 98 ekki hættulegt fólki „Allt fé í þessu varnarhólfi var skorið niður fyrir tæpum tuttugu árum, en síðasta tilfelli af riðu kom upp í hólf- inu 1997. Mikilvægt er að taka skýrt fram að samkvæmt bestu fáanlegu vísindum eru hvorki hefðbundin riða né afbrigði af riðu talin geta borist í fólk og valdið veikindum í því,“ segir Halldór í grein sinni um aðgerðaráætlunina þar sem segir m.a: Fimm ára og eldra fé fargað „Eins fljótt og auðið er verði fargað öllum kindum í Merki, sem eru fimm ára og eldri, ásamt kindum sem eru mest skyldar jákvæðu kindinni. Heilasýni úr þeim verði rannsökuð og ákvörðun um frekari niðurskurð tekin í framhaldi af niðurstöðum rannsókna. Finnist eitt eða fleiri jákvætt sýni af afbrigðinu NOR98 eða hefðbundinni riðu, þá falli aðgerðaáætlun þessi úr gildi og strax verði óskað eftir því við sjávarútvegs- og landbúnaðarráðu- neytið að niðurskurði á allri hjörð- inni verði beitt, í samræmi við 8. gr. laga nr. 25/1993, með tilheyrandi sótthreinsunaraðgerðum og fjárleysi í tvö ár. Finnist engin jákvæð sýni við niðurskurð nú, þá verði bærinn og nærliggjandi bæir settir undir sér- stakt eftirlit héraðsdýralæknis. Næsta haust yrðu um 70 kindur, sem verða þá orðnar 5 ára, felldar og rannsakaðar. Fyndist eitt tilfelli af NOR98 í þessum ríflega 70 kindum yrði öll hjörðin skorin, (sbr. lið a í aðgerðaráætlun). Fyndist ekkert til- felli í þessum kindum yrði heimilt að kaupa líflömb að Merki haustið 2012.“ - Sjá nánar á bls. 20 NOR 98 riðumálið á bænum Merki í Jökuldal: Aðeins fimm ára fé og eldra verður fargað - Ef það dugar ekki verður öll hjörðin felld í haust Halldór Runólfsson. Fröken Svandís býður í kandís Mjólkurfræðikennari framleiddi eiturlyf Bærinn okkar Hóll

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.