Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 7

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 7
Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 7 ár reynsla sumra kvenna af sílikonpúðum er svo sem ekkert til að gantast með, en Indriði Aðalsteinsson á Skjaldfönn, sem fylgst hefur með umræðunni, kýs þó að fjalla um málið í gam- ansömum stíl. Í nokkuð langri „Skjaldfannar- skýrslu „Indriða til þáttarins er fjallað um ástandið svona almennt, og engu eirt frekar en vanalega: Sannleikurinn sjaldan reynist sagna bestur, og aðeins fyrir feigan mann að fara að reyna að brúka hann. Berist fregn um ruddastrák sem rakar punginn, hann verður allra hetja þá, hann fer utan á símaskrá. Sjáir þú til svakalegrar sílíkonu, að þér vinur góði gættu, hún gæti valdið sprengihættu. Karlpeningsins líf er orðið lítils virði, er glæsimey með barminn brattan ber að forðast eins og skrattann. Og Matvælastofnun fær líka sinn skerf í skýrslu Indriða: Ef þú sinnir eftirliti einhverskonar, framhjá lögum líta skaltu, og leyndum öllum brotum haltu. Að axla ábyrgð hlægilegt er hér á Fróni, hafirðu stolið, svindlað, svikið, sóminn eflist fyrir vikið. Nokkuð langt er umliðið síðan sést hefur til Péturs læknis Péturssonar í þættinum. Ekki er hann þó hættur að víkja til mín vísum. Allar samt einu marki brenndar: Hann er eins og flónaflokkur, fyllir syndalistana. Blessun Guðs er yfir okkur, en Árni greyið misst‘ana. Einstaka sinnum vottar þó fyrir vinsemd í vísum Péturs þótt meira fari fyrir hinu: Sýni ég af vinsemd vott, sem vísast lítt mun dofna. Eftir dagsverk afar gott auðnist þér að sofna. Afar vandað er þitt tal, auðnusól mun rísa. Vin minn kæran kæta skal kvöldsins lokavísa. En skáldið sækir í sama farið. „ Lætur honum líka skár / leiðindi að semja“: Drjúgan hlaustu ættararð, allvel þroskahraður, en saklaust barnið seinna varð syndum spilltur maður. Og þar sem frekar líflegt hefur verið á stjórnarheimilinu er ekki óeðlilegt að hagyrðingar sæki þangað yrkisefnin. Erlendur Hansen á Sauðárkróki heggur samt varlega til Vinstri grænna í þessari vísu: Hálum steinum stikla á, Steingrímur og Valur. Hóla-Jón er fallinn frá, far vel Hjaltadalur. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com Í umræðunni MÆLT AF MUNNI FRAM S Kótelettufélag Íslands með karlakvöld í Heiðarbæ Það var mikið um dýrðir í félagsheimilinu Heiðarbæ föstudagskvöldið 2. mars þegar Kótelettufélag Íslands boðaði til karlakvölds í Reykjahverfi og bauð öllum fullorðnum karlkyns íbúum sveitarinnar til kvöldverðar. Að sjálfsögðu voru ekta kótelettur á borðum eins og þær gerast bestar, með öllu viðeigandi meðlæti eins og ömmurnar og mömmurnar höfðu hér á árum áður. Í eftirmat voru blandaðir ávextir úr dós og ferskjur með þeyttum rjóma eins og hver vildi. Þetta mæltist vel fyrir og var mæting úr sveitinni góð, auk þess sem nokkrir aðrir gestir létu sjá sig. Félagar í Kótelettufélagi Íslands sáu um alla matseld og var það sam- dóma álit allra að maturinn væri alveg frábær. 20-22 millimetra þykkar kótilettur og bara af E-lömbum Undir borðum voru svo ræðuhöld og hélt Tryggvi Óskarsson bóndi á Þverá ræðu um sögu félagsins og sögu kótelettunnar. Kom fram að í félaginu eru einungis hafðar kóte- lettur sem eru 20-22 mm á þykkt og af E-lömbum, sem er besti flokkur- inn. Þá þarf vöðvaþykkt að vera 32 mm og ekki er notað kjöt af minni skrokkum en sem nemur 18 kg. Kóteletturhrúturinn á Þverá Tryggvi sagði félagsmenn hafa ferðast víða og völdu þeir m.a. kóte- lettuhrút Íslands sl. haust, sem nú er á Þverá og má búast við fallegum lömbum undan þegar vorar. Hann lýsti nokkurri óánægju með þær kótelettur sem nú fást í búðum, sumt af þeim væri bara rusl. Þetta þyrftu búðareigendur að bæta. Fleiri ræðumenn kvöddu sér hljóðs, m.a. Jóhannes Sigurjónsson ritstjóri héraðsfréttablaðsins Skarps, Halldór Kristinsson fyrrverandi sýslumaður, Gunnar Hallgrímsson bóndi í Klambraseli og Jón Helgi Jóhannsson bóndi í Víðiholti. Í lok veislunnar fengu allir áritað skjal frá Kótelettufélagi Íslands til að staðfesta það að viðkomandi hefði snætt kótelettur í Heiðarbæ. Öllum þótti þetta stórskemmtilegt kvöld og þökkuðu meistarakokkunum mikið vel fyrir sig. / Atli Vigfússon. Borð voru hlaðin kótelettum og öðrum kræsingum. Myndir / Atli Vigfússon. Meistarakokkarnir Birgir Þór Þórðarson og Jón Helgi Jóhanns- son. Helgi Þór Kárason, félagi í Kótelettufélagi Íslands, fékk sér vel á diskinn.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.