Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 8

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 8
Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 20128 Fréttir Deildarfundur í Auðhumlu Norðausturdeild var haldinn í Sveinbjarnargerði nýverið. Þar var 31 bú verðlaunað fyrir fram- leiðslu á úrvalsmjólk. Ekkert bú getur fengið slíka viðurkenn- ingu nema að skila úrvalsmjólk í A-flokki mánuðum saman. Frummælendur á fundinum voru Egill Sigurðsson stjórnarformaður Auðhumlu, Einar Sigurðsson for- stjóri og Sigurður Rúnar Friðjónsson mjólkursamlagsstjóri MS Akureyri. Að venjulegum aðalfundar- störfum loknum ávarpaði Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður framleiðendur, þakkaði þeim fyrir frábæra mjólk og verðlaunaði 31 bú fyrir úrvalsmjólk. Hann sagði að líftala hefði aldrei verið lægri og meðalfrumutala hefði verið mjög lág. Til að fá verðlaun fyrir úrvals- mjólk þarf mjólkin að vera í 1. flokki A í öllum mánuðum, en þar eru mörkin líftala undir 25 þúsund og faldmeðaltal frumutölu undir 220 þúsund í öllum mánuðum. Auk þessa mega aldrei vera lyfja- leifar í mjólkinni og einnig er farið að mæla faldmeðaltal frírra fitusýra. Kristján sagði að ekki væri sífellt hægt að biðja um betra, því nú væru þessir framleiðendur á toppnum og það væri frábær árangur. Eftirtalin bú fengu verðlaun fyrir úrvalsmjólk: Böðvarsnes, Vogar I, Daðastaðir, Búvellir, Hjarðarból, Kálfborgará, Bjarnarstaðir, Halldórsstaðir, Fljótsbakki, Öxará, Lækjamót, Hrafnsstaðir, Engihlíð, Reykjavellir, Laxamýri og Ytri-Tunga, Vaglir, Merkigil, Villingadalur, Rifkelsstaðir II, Sigtún, Klauf, Ytri-Tjarnir II, Gautsstaðir, Dagverðareyri, Brakandi, Þverá, Sakka, Melar, Klaufabrekka og Urðir. Deildarfundur í Auðhumlu Norðausturdeild: Verðlaun veitt fyrir úrvalsmjólk Sögufélagið Húnvetningur rýnir í fortíðina: Rán Hollendinga á Skagaströnd 1686 Sögufélagið Húnvetningur á sér sögu frá 1938. Oft hefur það starf- að með nokkrum blóma en tóm- látara orðið á milli eins og verða vill. Nú er blásið til fundar þann 24. mars. Þar mun Þorlákur Axel Jónsson sagnfræðingur segja frá ráni Hollendinga á Skagaströnd 1686. Undanfarin misseri hefur félagið staðið fyrir 2-3 fundum árlega og fengið fyrirlesara; sagnfræðinga og sögumenn til að fræða fundar- gesti. Fundarstaðir félagsins ná frá Skagaströnd vestur í Hrútafjörð en þar átti Þór Magnússon, fyrrum þjóð- minjavörður, eftirminnilegt stefnu- mót við fundargesti á Byggðasafninu á Reykjatanga í aðventubyrjun 2010 og fræddi þá um safngripi og sögu þeirra. Næsti fundur félagsins verður á Skagaströnd laugardaginn 24. mars kl. 14 og þar mun Þorlákur Axel Jónsson sagnfræðingur segja frá ráni Hollendinga á Skagaströnd 1686. Grafist er fyrir um ástæður þessa atburðar, farið yfir samskipti Hollendinga og Íslendinga á 17. öld og skoðað hvernig verslunarstaður á borð við Höfðakaupstað birtist í tiltækum hollenskum heimildum. Fjallað verður einnig um hvernig verslunarstaður Höfði var og þýð- ing hans fyrir íbúa svæðisins verður krufin. Sýndar verða myndir með skjávarpa og gestum gefst tækifæri til þess að bera fram fyrirspurnir. /IHJ Þorlákur Axel Jónsson. Hestamannafélagið Þjálfi í Suður- Þingeyjarsýslu hélt námskeið fyrir börn í reiðhöllinni í Torfunesi á dögunum. Börnin skemmtu sér hið besta á námskeiðinu en þar fræddust þau m.a. um íslenska hestinn og fengu þjálfun í að vera á hestbaki, lærðu um gangtegundir og eins var almennt fjallað um u m g e n g n i við hross. O d d n ý Lára Guðna- dóttir leið- beinandi sá um barna- námskeiðin. Börnin voru mjög ánægð, enda alltaf gaman að vera á hestbaki. Oddný Lára sagði að námskeiðið væri að miklu leyti verklegt en líka bóklegt og allir fengju t.d. blað með sér heim sem á væri „Bæn hestsins“. Barnanámskeið hestamannafélagsins Þjálfa: Lærðu ýmislegt um íslenska hestinn Ánægð á hestanámskeiði í Torfunesi. Frá vinstri: Unnur Ingvarsdóttir Olsen, Árný Ingvarsdóttir Olsen, Margrét Ósk Friðriksdóttir og leiðbeinandinn Oddný Lára Guðnadóttir. Unnur Ingvarsdóttir Olsen ásamt Elínu Margréti Eyþórsdóttur, sem var til aðstoðar. Glaðbeittir verðlaunahafar með veglega blómvendi og staup. Myndir: Atli Vigfússon. Friðrika Sigurgeirsdóttir, Bjarnarstöðum í Bárðardal fékk sín síðustu verðlaun; hún hefur nú hætt mjólkurframleiðslu en mjög oft verið verðlaunuð. Hér er hún ásamt Kristínu Halldórsdóttur gæðastjóra og Sigurði Rúnari Friðjóns- syni, mjólkurbússtjóra MS Akureyri. Á aðalfundi Dýraverndarsambands Íslands í Norræna húsinu sl. laugardag var dýralæknirinn Sif Traustadóttir kjörin nýr formaður félagsins til næstu tveggja ára. Hún tekur við af Ólafi Dýrmundssyni, sem hefur gegnt embættinu frá því í mars 2008. Sif hlaut 105 atkvæði en Árni Stefán Árnason, mótfram- bjóðandi hennar, 29 atkvæði. Sif, sem er fyrrverandi formaður Dýralæknafélags Íslands, hefur látið til sín taka í umræðu um aðbúnað dýra á undanförnum misserum og kom að endurskoðun laga um dýra- velferð með setu í nefnd sem skipuð var af umhverfisráðherra árið 2008. Tillögum nefndarinnar var skilað til ráðherra á síðasta ári. Á vefmiðlinum pressan.is er full- yrt að margir séu ósáttir eftir fundinn og sumir hafi á orði að brögð væru í tafli. Er vitnað til efasemda félags- manna um að atkvæðafjöldi í kjör- inu komi heim og saman við fjölda félagsmanna á fundinum. Þá er látið að því liggja að klofningur gæti orðið innan raða Dýraverndarsambandsins og herma heimildir vefmiðilsins að hópur fólks, sem sé ósátt við niður- stöður kosninganna, íhugi að stofna ný dýraverndarsamtök. Ólafur Dýrmundsson segir fram- kvæmd kosningarinnar hafa verið eðlilega í alla staði. „Hver félags- maður var spurður um nafn og kenni- tölu um leið og hann kom og svo var merkt við hann í félagaskránni í tölvunni. Síðan fékk hann afhentan einn kjörseðil. Kjörnefnd, óháð stjórnarmönnum, sá að öllu leyti um talningu atkvæða og birti niðurstöð- urnar í lok fundarins. Fjöldi félags- manna á fundinum kemur fyllilega heim og saman við atkvæðafjöldann í kjörinu,“ segir hann. Sýnilegra samband Sif segir að stefnan sé sett á að sam- bandið verði sýnilegra í framtíðinni. „Mig langar líka til að eiga í meiri samræðum við bændur og mig langar að hvetja þá til þátttöku í umræðunni um þessi mál. Þeir hafa auðvitað mikið um málaflokkinn að segja og fólk horfir mjög til þeirra, enda hafa þeir mikið vit á þessu því þeir umgangast sín dýr á hverjum degi.“ Hún segir að þó dýraverndarmál séu víða í ágætum málum megi alltaf gera betur á ýmsum sviðum. „Þegar ég tala við bændur finn ég það líka að þeir eru þessu sammála – þeir hafa miklar skoðanir. Þó að einn og einn sé á skjön er það kannski ekki stórt vandamál – slík tilfelli eru tiltölulega sjaldgæf. Flestir bændur hugsa mjög vel um dýrin sín og þeir eru ekki ánægðir með þegar einhverjir einstaklingar koma óorði á alla hina með því að standa sig ekki. Stóra verkefni okkar á næstunni verður að standa vörð um nýju lögin um dýravelferð, sem verða vonandi sem fyrst lögð fyrir Alþingi og sam- þykkt þar. Við höfum einnig hug á því að auka fræðslu í samfélaginu – ekki eingöngu almennt í þjóð- félagsumræðunni, heldur ekki síst til unglinga og barna,“ segir nýkjör- inn formaður. Sif tekur fram að það verði að sjálfsögðu reynt að sinna málefnum búfjár annars vegar og gæludýra hins vegar jafnvel. Raunin sé þó sú að oft hafi málefni búfjár gleymst þegar einblínt hafi verið of mikið á gæludýramálin, sem geti verið mjög tilfinningaþrungin mál. Oft séu það hins vegar ekki stærstu dýraverndunarmálin – þau sé oft að finna í landbúnaði. „Ýmsar reglugerðir eru að mínu mati úreltar, eins og til dæmis sú sem fjallar um flutninga á búfé til slátr- unar, en hún er frá 1958. Einnig þarf að vera hægt að taka harðar á málum þegar bændur verða uppvísir að illri meðferð eða vanrækslu á dýrum; að hægt verði að fjarlægja dýrin í þeim tilfellum, en það virðist mjög erfitt í dag. Mér finnst líka koma til greina að svipta þá bændur styrkjum – en þá þarf líka að breyta reglum.“ Nálgast má upplýsingar um starf- semi DÍ á liðnum árum, og ýmsar aðrar upplýsingar, á vef þeirra, www. dyravernd.is. /smh Sif Traustadóttir dýralæknir er nýr formaður Dýraverndarsambands Íslands: Vill eiga meiri samræður við bændur

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.