Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 31
31Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012
Miklir þurrkar hafa gengið yfir
Bretland og Vestur-Evrópu síðustu
mánuði. Breskir bændur hafa
fundið mikið fyrir þeim. Skammt
er síðan settar voru hömlur á vatns-
notkun í sunnanverðu Englandi,
þar á meðal að nota dreifibúnað
til vökvunar, að sögn fréttastofu
Reuters. Af því leiðir að bændur
á þessum slóðum verða að endur-
skoða ræktunaráætlanir sínar, en á
þessum tíma árs er gróðurinn afar
viðkvæmur.
Í héraðinu East Anglia hefur jarð-
rakinn mælst minni en hann hefur
áður mælst. Blaðið The Guardian
upplýsir að mörgum bændum hafi
verið bannað að sækja sér vatn í ár í
nágrenninu til vökvunar.
Þurrkurinn að þessu sinni er hinn
mesti í Bretlandi í meira en 30 ár og
bitnar, auk annars, mjög á fiski í ám
og vötnum á svæðinu. Víða um land-
ið hafa brunnar þornað. Matjurtir,
svo sem kartöflur, gulrætur, laukur
og salat, þarfnast ríkulegs vatns og á
næstu vikum þurfa bændur að ákveða
hvaða matjurtir þeir hyggjast rækta
á næsta ári.
Samtök breskra bænda, The
National Farmers Union, NFU, upp-
lýsa í blaðinu Farmers Guardian að
þurrkarnir muni bitna mest á kart-
öfluræktinni og jafnvel að uppskeran
nýtist ekki til annars en dýrafóðurs.
Hið sama gæti gerst með gulrætur
og lauk.
Forseti NFU, Peter Kendall,
bendir á að ekki sé unnt að álasa
bændum fyrir verðhækkanir á
garðyrkjuafurðum. Ef ekki rigni,
þá hækki verðið, svo einfalt sé það.
Umhverfisráðherra Breta, Caroline
Spelman, boðaði nýlega að stjórn-
völd gætu þurft að horfast í augu við
það að veðurfar í Bretlandi væri að
taka breytingum. Þurrkar væru farnir
að einkenna veðráttuna
á Stóra-Bretlandi og að þeir muni
hafa áhrif á daglegt líf, svo sem varð-
andi hreinlæti og notkun salernis.
Þessi þróun getur hins vegar
styrkt bændur sem stunda vistvænan
og lífrænan landbúnað, að áliti sam-
takanna Soil Association. Ástæða
þess er sú að notkun safnhauga í
búskapnum og ræktun fljótvaxins
nytjagróðurs, á milli þess sem
ræktaðar eru undirstöðutegundir í
búskapnum, er til þess fallin að varð-
veita rakann í jarðveginum. Bændur,
sem stunda vist- vænan búskap, eiga
þó eins og aðrir á hættu að uppskeran
dragist saman ef þurrkarnir verða
viðvarandi.
Gróðurhúsabændur munu hins
vegar verða fyrir minnstum skaða
af þurrkunum en þeir rækta einkum
tómata og salat.
Síðast gengu þurrkar, eins og nú,
yfir Bretland á árunum 1975-76. Þá
var mikið um skógarelda og lauf
féll af trjám vegna þurrka. Sérstakur
"þurrkaráðherra" var þá skipaður til
að sjá um málaflokkinn.
Nationen, 28. febr. 2012.
Þurrkar hrjá breska bændur
Miklir þurrkar hafa hrjáð bændur í
East Anglia héraði í Englandi.
Kýr eiga að vera hreinar
Sú fullyrðing að kýr eigi að vera
hreinar telst nú trúlega ekki til
tíðinda, en það er aldrei of oft
minnt á mikilvægi þess. Þetta er
auðvitað sér í lagi mikilvægt í
mjólkurframleiðslu, enda hreint
ímyndarmál að skepnurnar séu
hreinar og fínar. Einnig skiptir
hreinleiki miklu máli í tengslum
við júgurheilbrigði og frumutölu
og svo er þekkt að því hreinni
sem kýr eru, því betur gengur að
nota mjaltaþjóna við mjaltir. Þá er
auðvitað mun minni vinna við þrif
fyrir mjaltir séu kýrnar hreinar,
svo margt kallar í raun á að halda
þeim hreinum.
Frumutala á réttri leið
Samkvæmt ársskýrslu SAM fyrir
árið 2011 er nú faldmeðaltal landsins
komið niður í 207 þúsund frumur/ml,
sem er það lægsta sem verið hefur
hér á landi, en í fyrra var faldmeðal-
talið 217 þúsund frumur/ml. Í sömu
skýrslu kemur fram að kúabændur
landsins sendu alls 9.919 spenasýni
til ræktunar á árinu og eru sýkingar
af völdum sk. CNS (aðrar klasabakt-
eríur (staf.) en aureus) algengastar
eða 58,3%. Þar á eftir koma svo
hefðbundnar aureus sýkingar með
19,7% og uberis með 7,6%, C.bovis
með 6,9% og E.coli með 4,3%. Aðrar
sýkingar eru óalgengari.
Hreinleiki og júgursjúkdómar
Sýklar lifa misvel af í umhverfinu
og á meðan sumir þeirra nefnast
umhverfissýklar eru aðrir það alls
ekki. Af þeim sýklum sem hér að
ofan eru nefndir flokkast sér í lagi
uberis og coli til slíkra umhverf-
isbaktería, þó svo að hinir geti
svo sem lifað af í slæmu umhverfi
einnig. Til þess að forðast sýkingar
frá umhverfinu er alltaf ráðlagt að
halda kúnum hreinum og draga þar
með úr aðgengilegum smitefnum.
Gefðu kúnum einkunn
Þegar gefin er einkunn fyrir hrein-
leika er algengt að nota skala Nigel
B. Cook frá háskólanum í Wisconsin
- Madison. Hann flokkaði hreinleika-
svæði kúnna niður í þrjá undirflokka:
„júgur“, „læri“ og „fætur/klaufir“ og
gaf þessum svæðum svo einkunnir á
bilinu 1-5, þar sem einn þýðir hreinar
kýr og fimm haugskítugar. Nú hafa
margar leiðbeiningamiðstöðvar í
Evrópu tekið upp skala Nigels Cook í
nokkuð breyttri mynd. Hin evrópska
aðlögun byggir á einföldun á þessu
og eru einungis fjórir hreinleika-
flokkar, en sömu viðmið um hvar
á kúnum hreinleikinn er metinn (sjá
mynd).
Hreinleikamat – Júgur
1: Engin sjáanleg óhreinindi
2: Örlítið greinanleg óhreinindi
neðst á júgrinu við spenana
3: All vel greinanleg svæði með
óhreinindum á bæði júgri og
spenum
4: Haugskítugt júgur og spenar,
þurrir skítakleprar sjáanlegir á
júgrinu
Hreinleikamat
Afturfætur/klaufir
1: Engin eða afar lítil óhreinindi
á klaufum og neðsta hluta fóta
2: Fáir óhreinir blettir neðst á
fótum
3: Neðsti hluti afturfóta mikið
óhreinn en enn sést þó í öll hár
4: Neðsti hluti afturfóta mjög
óhreinn og kleprar sjást á fótum
Hreinleikamat - Læri/kviður
1: Ekki sjáanleg óhreinindi á læri
og kvið
2: Fáir óhreinir blettir á lærum
og kvið
3: Svæði á lærum og kvið eru
óhrein en sést þó í öll hár
4: Stór svæði þakin óhreinindum
og kleprar sjást
Við hvað á að miða?
Þegar kýrnar hafa verið dæmdar eftir
þessum skala kemur vafalítið í ljós að
sumar kýr hafa lága einkunn en aðrar
háa innan sama fjóssins. Þetta eru
nú ekki fréttir fyrir kúabændur enda
vita allir að kýr er mismiklir sóðar.
Hinsvegar gefur heildareinkunn allra
kúa til kynna almennt ástand í fjósinu
og í einkunnunum felast einnig leið-
beiningar til þess að bæta ástandið.
Þannig er t.d. miðað við að
einungis 10% kúnna ættu að fá 3-4
fyrir júgur. Sé stærri hópur með
þessa einkunn bendir það til þess
að legusvæðið sé ekki hreint, það
þurfi að skafa oftar og nota meira af
undirburði.
Þegar einkunn fyrir afturfætur og
klaufir er skoðuð má eðlilega búast
við stærri hópi kúa með háa einkunn.
Viðmiðið er því hærra í þessum
flokki en þarna ættu þó ekki að
greinast fleiri en 20% kúnna með 3-4
í einkunn. Þessi einkunn segir fyrst
og fremst til um ástand gangsvæða
og séu margar háar í einkunn bendir
það eindregið til þess að þrifum á
gangsvæðum sé ábótavant.
Fái stærri hópur en 10% kúnna
einkunnina 3-4 fyrir læri og kvið
bendir það til þess að kýrnar nái að
liggja í óhreinindum og þarf e.t.v.
að skoða hvort þær liggi of ofarlega
í básnum. Auk þess bendir þessi ein-
kunn til þess að kýrnar nái að draga
upp á sig óhreinindi með halanum
og því þarf e.t.v. bæði að bæta þrif
á gangsvæðum aftan við bása, skafa
básana oftar og nota meira af undir-
burði.
Snorri Sigurðsson
Þekkingarsetri landbúnaðarins í
Danmörku
Byggt á dönskum ráðleggingum
og upplýsingum úr ársskýrslu
Samtaka afurðastöðva í mjólkur-
iðnaði 2011
Jarðarbúa, sjö milljarða að tölu,
skortir neysluvatn. Þessi skortur
er knýjandi víða um heim. Í
Austur-Afríku búa nú tíu millj-
ónir manna við mestu þurrka í 60
ár og í kjölfar þeirra við hungur.
Án vatns hrynur landbúnaðurinn,
fyrst deyr búféð, síðan fólkið, og þá
börnin fyrst. Af vatnsnotkun íbú-
anna eru 70% nýtt í landbúnaði.
Í Kína hefur þriðja stærsta vatns-
fall jarðar, Yangste, 6.380 km að
lengd, tapað svo miklu af vatns-
rennsli sínu að líf 400 þúsund manna
var í hættu þar sem uppskera þeirra
brást. Stjórnvöld brugðust þá við
með því að veita vatni inn á svæðið.
Í Texas í Bandaríkjunum hafa
eldar, sem kviknað hafa á ökrum,
eytt uppskeru á 1,6 milljónum hekt-
ara lands. Í kjölfarið hefur búféð,
þ.e. nautgripir, soltið og er skaðinn
metinn á fimm milljónir dala.
Stofnun McKinsey áætlar að árið
2030 muni einungis verða unnt að
fullnægja 60% af þörfum jarðarbúa
fyrir hreint vatn. Varið hefur verið
50-60 milljörðum dollara á undan-
förnum árum til að styrkja vatns-
öflun þeirra (Time, 2.10.2011).
Í fjölda stórborga skortir íbúa
hreint drykkjarvatn. Fátækt fólk
hefur ekki ráð á að kaupa það og
verður að leggja sér til munns
mengað vatn. Það eykur erfiðleik-
ana að búseta fólks og aðgangur að
neysluvatni fer víða ekki saman. Af
öllu aðgengilegu vatni á jörðinni eru
97,5% saltmenguð. Af hreinu vatni
eru síðan tveir þriðju hlutar bundnir
sem ís. Annað ferskt vatn er yfir-
borðsvatn og grunnvatn.
Mikið af landbúnaði á jörðinni
tengist nálægum stórfljótum. Þá
eru mikil þéttbýli einnig í nálægð
þeirra. Vaxandi mengun veldur
þar vandamálum sem stjórnvöld
verða að leysa. Langvinn átök í
Miðausturlöndum eru birtingarmynd
þessa ástands.
Af 7 milljörðum jarðarbúa lifa 2,5
milljarðar undir fátæktarmörkum.
Ört vaxandi millistétt í Kína og á
Indlandi hefur aukið kjötneyslu sína
verulega. Til þess að framleiða eitt
pund af kjöti (453 gr.) þarf 1,85
gallon af vatni (1 gallon = 3,785
lítrar). Kjötframleiðsla krefst meiri
vatnsnotkunar en önnur matvæla-
framleiðsla.
Áætlað er að fjöldi jarðarbúa nái
9 milljörðum um miðja öldina og
að eftirspurn eftir kjöti muni tvö-
faldast fram að þeim tíma. Í fjölda
háiðnvæddra landa er mikill skortur
á hreinu vatni.
Japan flytur inn 15 sinnum meira
af vatni til notkunar í framleiðslu-
iðnaði sínum en landið flytur út. Í
Evrópu er það Ítalía sem skortir mest
vatn og flytur inn 13 milljörðum
gallona meira af vatni en það flytur
út (National Geographic, apríl 2010).
Stórfljót gegna miklu hlutverki
í heilsuvernd og öryggismálum í
heiminum. Þannig njóta Dónár um
80 milljónir manna í 20 löndum. Sem
betur fer er ekki unnt að ná stjórn á
vatnsflæði á jörðinni.
Mikið vatn í heiminum er notað
til hreinlætis, svo sem í salerni. Sú
hugsun hefur verið fjarlæg fram
að þessu að unnt sé að endurvinna
það. Í Namibíu í Afríku hefur tekist
að endurvinna 35% af salernisvatni í
bænum Windoek. Bærinn liggur svo
hátt yfir sjó að þar er ekkert grunn-
vatn að hafa, en þar eru nú endur-
unnir 7 milljarðar lítra af vatni á ári
fyrir 300 þúsund íbúa bæjarins.
Hreinsun salts úr vatni (afsöltun)
hefur lengi verið stunduð og breiðist
jafnt og þétt út. Alls eru um 15 þús-
und afsöltunarstöðvar á jörðinni sem
hreinsa 64 milljarða lítra af vatni á
dag. Í borginni Perth í Ástralíu, þar
sem búa 1,7 milljónir, er salt hreins-
að úr 363 milljörðum lítra af vatni á
ári. Það er helmingur af vatnsnotkun
íbúanna. Hvert heimili greiðir þar
750 dollara á ári fyrir neysluvatn.
Bandaríkjamenn nota meira vatn
á mann en flestir aðrir. Í bænum
Albuquerque í Nýju-Mexíkó, en
þar búa um 550 þúsund manns,
hefur tekist að minnka vatnsnotkun
íbúanna úr 950 í 662 lítra á dag eða
um 38%. Borgarstjórnin hefur hvatt
til vatnssparnaðar og varið 14 millj-
ónum dollara í það að fá íbúana til að
nota salerni sem spara vatnsnotkun.
Fólk sem fer illa með vatn á það á
hættu að verða sektað.
Smáríkið Singapore kaupir vatn af
Malasíu dýrum dómum. Borgin hefur
þó komið sér upp 17 söfnunarstöðv-
um fyrir vatn þar sem það er einnig
hreinsað. Endurhreinsunarstöð,
sem kostaði þrjár milljónir dollara,
endurnýtir allt fráveituvatn. Það
er þó ekki drykkjarhæft. Hver íbúi
borgarinnar notar að meðaltali aðeins
155 lítra af vatni á dag og bjargast
vel. Litið er þar á vatnssparnað sem
dyggð. Vatnið kemur af himni ofan
og er almannaeign.
Bondebladet nr. 9 2012, John
Gustavsen.
Hreint vatn í heiminum er
takmörkuð auðlind
Í Kína hefur þriðja stærsta vatnsfall jarðar, Yangste, 6.380 km að lengd, tapað
svo miklu af vatnsrennsli sínu að líf 400 þúsund manna var í hættu þar sem
uppskera þeirra brást.