Bændablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 43

Bændablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 43
43Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 2 9 6 7 3 8 5 1 8 6 1 4 5 7 6 9 4 8 7 8 1 3 4 4 2 8 5 1 9 7 4 2 6 4 3 8 7 4 9 6 8 4 3 5 6 3 2 3 1 4 1 7 2 6 9 1 3 8 7 2 5 1 3 9 7 24 6 75 Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki. 7 Freyja Sigrún Freysdóttir er nemandi í fyrsta bekk í Vesturbæjarskólanum í Reykjavík. Hún hefur mest gaman af stærð- fræði í skólanum en fyrir utan skólatíma stundar hún fimleika með íþróttafélaginu Gróttu. Nafn: Freyja Sigrún Freysdóttir. Aldur: 7 ára. Stjörnumerki: Fiskarnir. Búseta: Í Vesturbænum í Reykjavík. Grunnskóli: Vesturbæjarskóli. Uppáhalds dýr? Hundurinn Lubbi sem á heima í sveitinni (á Uppsölum í A-Húnavatnssýslu). En líka kisan hún Kisa sem amma og afi eiga. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst skemmti- legast að vera í Sprota 2, sem er stærðfræðibók. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Það er hestur. Uppáhaldsmatur: Grjóna grautur- inn sem pabbi og amma Sigrún gera. Uppáhaldshljómsveit: Skálmöld. Uppáhaldskvikmynd: Tinni í Tíbet. Fyrsta minningin þín? Þegar það festist Doritos-snakk í hálsinum á mér á veitingastað. Ég gat ekki andað og gubbaði því upp úr háls- inum. Það var ógeðslegt. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fimleika með Gróttu. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að spila leikina sem eru á Leikjaneti Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða dýralæknir og fimleikastjarna. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég man ekki eftir neinu sérstaklega klikkuðu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Orðið veik. Ætlar þú að gera eitthvað sér- stakt í sumar? Ég ætla að fara á hestanámskeið. /ehg Krúttlegar páskakanínur PRJÓNAHORNIÐ Fitjið upp 30 lykkjur með Drops symphony á prjóna nr 4½. Prjónið 30 garða eða þar til stykkið mælist jafnt á allar hliðar. Fellið af. Þræðið með sterku bandi þríhyrning. Sjá mynd 1. Setjið tróð á þrædda þríhyrninginn og dragið stykkið saman. Sjá mynd 2. Hnýtið böndin saman. Þetta stykki myndar höfuðið. Saumið nú saman bakið á kanínunni. Setjið tróð inn í. Sjá mynd 3. Dragið endann saman í hring. Gangið frá öllum endum, saumið perlur sem augu og setjið dúsk sem nef og skott. Kærar páska- og prjónakveðjur, Signý Guðmundsdóttir, Skálholti Skemmtilegasta bíómynd sem Freyja Sigrún hefur séð er Tinni í Tíbet en besta hljómsveitin að hennar mati er Skálmöld. FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Ætlar að verða dýralæknir og fimleikastjarna 1 Bókabás Barna-og unglingabókin Fangarnir í trénu eftir Hörpu Dís Hákonardóttur er kom út fyrir síð- ustu jól hjá bókaútgáfunni Sölku en hún er sjálfsætt framhald bókar- innar Galdrasteinninn eftir sama höfund sem kom út árið 2009. Erla er að undirbúa boð heima hjá sér þegar hún er skyndilega hrifin til Álfheima. Hún kemst að því að vinum hennar, konungs- börnunum, er haldið föngnum af Völmundi galdrakarli og svartdvergunum hans í álaga- skóginum í Furudal og hún ein getur bjargað þeim. Í skóginum eignast Erla sérstaka en góða vini sem hjálpa henni og hún fær einnig óvænta aðstoð frá lærisveini Völmundar. En þó að Erlu takist að frelsa vini sína er aðeins hálfur sigur unninn því leiðin til baka liggur um þver- hnípta kletta, fjöll og dali og yfir Vonleysisá. Ekki er heldur víst að svartdvergarnir leyfi þeim að sleppa svo auðveldlega ef þeir skjóta upp kollinum. Teikningar eru eftir Þóri Karl Bragason Celin. Harpa Dís Hákonardóttir er 18 ára Kópavogsbúi. Hún er á þriðja ári í Menntaskólanum við Hamrahlíð og lærir á píanó í Tónlistarskóla Kópavogs. Árið 2009 kom út fyrsta bók Hörpu Dísar, Galdrasteinninn og Fangarnir í trénu, sjálfstætt fram- hald hennar, árið 2011. Fangarnir í trénu Elíasarbók – Sögur og ljóð Elíasar Mar kom út hjá bókaútgáfunni Sölku á síðasta ári. Í bók þessari birtist í fyrsta skipti fjöl- margt sem hraut úr penna meistarans Elísar Mar (1924- 2007). Hann var einn af þeim sem á sinni tíð setti sterkan svip á reykvískt mannlíf og skipaði sér ákveð- inn sess í íslensku bómenntaflórunni, enda óhræddur við að reyna á þanþol formsins. Mörkin milli raunveruleika og skáldskapar eru stundum óskýr en sögusviðið, hvort sem það er Reykjavík eða borg úti í heimi, stendur lesanda ljóslifandi fyrir sjónum. Persónurnar eru margar ógleymanlegar, þær spretta fram í fjölbreytileika sínum og auðga safn íslenskra mannlýsinga. Endurminningar, skáldastæl- ingar, ástarsögur og ljóð, mann- lýsingar, háðkvæði og heim- speki; hvar sem borið er niður leiftrar textinn af einskærri sköp- unargleði og Elíasi sjálfum. Þorsteinn Antonsson tók saman. Bókin er 303. bls. og prentuð hjá Odda. Sögur og ljóð Elíasar Mar

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.