Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 6
Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 20126
Málgagn bænda og landsbyggðar
LOKAORÐIN
Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði.
Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu.
Árgangurinn kostar kr. 6.600 en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr. 3.300.
Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands.
Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300– Fax: 562 3058 – Kt: 631294-2279
Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir ehg@bondi.is
Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Freyr Rögnvaldsson fr@bondi.is – Sigurður M. Harðarson smh@bondi.is
Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason eh@bondi.is – Sími: 563 0303 – Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf.
Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Vefsíða blaðsins er www.bbl.is
Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN 1025-5621
Undir stjörnuprýddum fána ESB …
LEIÐARINN
Orka og búskapur – í átt til sjálf-
bærni var yfirskrift ráðstefnu sem
haldinn var undir lok árlegs fundar
ráðunauta Bændasamtakanna og
búnaðarsambandanna í síðustu
viku. Það skein í gegn á þessari
orkuráðstefnu að tækifærin í
orkumálum væru nær óþrjótandi
í sveitum landsins.
Þó fjöldi þjóða eigi yfir miklum
olíuauðlindum að ráða og margir
íslenskir stjórnmálamenn sjái fyrir
sér í hillingum starf olíumálaráðherra
og olíuboranir úti í ballarhafi, þá er
lítið talað um þá ótrúlegu mögu-
leika sem Íslendingar eiga til olíu-
framleiðslu með sjálfbærum hætti.
Íslenskir vísindamenn og bændur
hafa verið að reyna að opna augu
manna fyrir því að olíuframleiðsla
úr lífmassa sé ekki bara hugsanlegur
möguleiki, heldur vel framkvæman-
leg og gæti auk þess verið rekin með
100% kolefnisjöfnun.
Öll tækni sem til þarf er fyrir
hendi og hefur verið þekkt í meira
en öld. Öll tæki og tól til slíkrar
framleiðslu eru til víða um heim
og einnig mikil þekking og bún-
aður á hverjum einasta sveitabæ
til lífmassaframleiðslu. Þessu lýsti
Þorbjörn Friðriksson efnafræðingur
vel á ráðstefnunni í Bændahöllinni
síðastliðinn föstudag.
Annar möguleiki til olíufram-
leiðslu hér á landi felst í að nýta
stærstan hluta þess sorps sem til
fellur í landinu og leysa um leið
risastórt vandamál.
Þó allt annað bregðist varðandi
hráefnisöflun fyrir slíka olíufram-
leiðslu, þá eigum við Íslendingar
gríðarlegar birgðir af mó í jörðu sem
jafnvel er talið að gætu dugað okkur
til olíuframleiðslu í allt að þúsund ár.
Það sem er líka afar spennandi
við þennan möguleika er að til þess
að búa til nothæfa dísilolíu, bensín,
gas og fjölda annarra efna úr lífmass-
anum, þarf að dæla inn í vinnslu-
ferlið miklu af vetni. Það vetni væri
hæglega hægt að framleiða með
rafgreiningu í sveitum landsins með
orku frá straumvirkjunum, vindorku-
verum og öðrum möguleikum sem
ekki þykja sérlega hagkvæmir í dag
vegna óstöðugleika í rekstri.
Þó mikill fjöldi hugmynda og
möguleika til orkuframleiðslu í
sveitum landsins liggi á borðinu og
hafi verið lýst á ráðstefnunni, þá er
olíuframleiðsla örugglega sú leið
sem gæti skipt einna mestu máli fyrir
þjóðarhag. Spurningin er bara hvort
mönnum auðnist að gera eitthvað úr
hugmyndinni um sjálfbæra olíufram-
leiðslu á Íslandi. Eða vilja menn bara
bíða eftir að stofnað verði embætti
olíumálaráðherra? /HKr.
Umræða um Evrópusambands-
málin og umsókn Íslands að ESB
er viðvarandi þó önnur frétta-
mál skyggi stundum á. Málið er
á siglingu en ekki er alltaf aug-
ljóst fyrir almenning hvernig
skipstjórnarmenn ætla að ljúka
ferðinni. Smátt og smátt kemur
þó skýrari mynd á það hvernig
ESB hefur undirtökin á fram-
vindu aðlögunarferlisins. Ef litið
er yfir sviðið blasir við mynd sem
mætti lýsa á eftirfarandi hátt:
Undir stjörnuprýddum fána
ESB ganga þingmenn VG til
vinnuaðstöðu sinnar sem þeim er
sköpuð á vegum Alþingis í gömlu
Moggahöllinni. ESB-fáninn blaktir
á húsinu. Á hnappaborði lyftunnar
sem flytur fólk á milli hæða má
sjá annars vegar merkingar VG og
hins vegar merki ESB.
Í öllum flokkum nema
Samfylkingunni er aðildarmálið
vandræðamál og fáir þingmenn
virðast hafa lengur þrek og
þor til að veita það aðhald sem þeim er skylt.
Vandræðamál þar sem fáir nenna að leggja á sig
það erfiði sem fylgir umræðunni enda hundruð
spunaliða í fullu starfi við að steypa á haus.
Innan Samfylkingarinnar er reyndar eini höfuð-
verkurinn hvernig á að takast á við lífið ef ESB-
draumurinn rætist ekki.
Innan tíðar verður skattfrjálst streymi fjármuna
frá ESB til landsins í gegnum svokallaða IPA-
styrki viðurkennt. Nú má beita háum fjárhæðum
til góðra verka sem smyrja og liðka fyrir ferlinu
öllu. Verkefnin verða valin með hámarksárangur
í huga í jákvæðri þróun í afstöðu fólks og ekki
síst til að við séum tilbúin sem aðildarþjóð. Hafa
alþingismenn góða samvisku yfir þeim svimandi
upphæðum? Meira að segja Ríkisskattstjóri aug-
lýsir eftir starfsmanni til að hefja aðlögun. Samt
er engin aðlögun samkvæmt skilgreiningum ráða-
manna.
Við erum hjáróma þegar við tölum gegn ESB í
utanríkismálum. Við erum viðurkennd umsóknar-
þjóð og því með foraðild að sambandinu. Við
höfum lofað að undirgangast reglur og utanríkis-
stefnu ESB. Hver er raunveruleg stefna okkar nú
t.d. í viðræðulotu um WTO? Þar sem sjónarmið
okkar og þeirra ríkja sem við höfum fylgt að
málum eru allt önnur en sjónarmið ESB?
Við höfum þegar glatað sjálfstæði okkar til
að ráða stjórnkerfi okkar. Stjórnarráðinu sjálfu
og lögum um skipan þess hefur þegar verið
breytt. Fyrir marslok þarf að vera komið á dag-
skrá Alþingis mál sem tryggir næsta áfanga þeirra
breytinga; fækkun og sameining
ráðuneyta. Það er eitt af skilyrðum
sem eru sett til að komast áfram
með aðildarferlið. Og það verður
að vera ríkisstjórnarmál, lesið og
blessað af ESB.
Gæslumenn ályktunar Alþingis
um ESB-umsóknina gera lítið sem
ekkert til halda ferlinu innan ramm-
ans. Auðveldlega virðist hægt að
heimfæra allt sem gert er að texta
hennar. Halda mætti að þeir sem
töldu sig þokkalega læsa á íslenska
tungu hafi allt í einu glatað þeim
hæfileika.
Þingsályktun Alþingis um
umsókn að ESB er sem gamall
slóði sem notaður var til að dreifa
úr hrosstaðshraukum á túnum að
vori. Svona til að dreifa málinu,
svo taðkögglarnir verði ekki í upp-
skerunni þegar hún verður gefin
sem fullverkuð taða.
Framlínumenn ESB hafa hafið
túrinn um landið til að dreifa hlut-
lausum upplýsingum um ástandið
innan ESB, framtíðina og ekki síst að segja frá and-
styggilegum samtökum bænda. Bændasamtökin
segja þeir fótum troða möguleika bænda í fram-
tíðinni. Enda hvernig ætti svo sem að vera hægt
af einhverjum bændasamtökum að segja hvernig
framtíðin verður innan ESB þegar ekki er búið
að semja?
Erindrekar ESB láta að vísu alveg eiga sig að
segja frá því hvað Ísland ætlar að semja um við
ESB. Samt geta þeir sagt að allt verði gott! Því
ef þeir segja það, þá er það hlutlaus upplýsinga-
miðlun og til þess þarf ekki samning.
Spurningin er því þessi; hvernig á að láta stjórn-
endur Íslands hlusta og skilja að þjóðin vill ekki
í ESB?
/HB
Íslendingar eiga leik
Í gegningum í Sólvangi
Ingvar Jónsson gefur á garðann í fjárhúsinu í Sólvangi í Fnjóskadal. Þar býr hann ásamt bróður sínum Bergsveini
með um 500 kindur. Sólvangur er annars félagsbú en hjónin Rúnar Jóakimsson og Þórunn Jónsdóttir, systir þeirra
bræðra, eru þar með kúabú. Myndir / Áskell Þórisson.
Þær fúlsuðu ekki við tuggunni hjá Bergsveini Jónssyni þessar myndarlegu
-
myndari væri að stjákla um fjárhúsið.