Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 41
41Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Í drögum að nýrri stjórnarskrá, grein 39, er fjallað um alþingis- kosningar. Þar er gert ráð fyrir jöfnu vægi atkvæða, en er það ekki svo í dag? Nei, á sínum tíma var mis- vægi komið á til að leiðrétta hlut landsbyggðar gagnvart suðvestur- horninu. Mér sýnist að annaðhvort séu menn búnir að missa sjónar á þessu, eða að öðrum kosti vilji losna við afskipti landsbyggðar af ríkinu. Hversvegna segi ég þetta? Ef við höldum áfram með grein 39, þá er þar lagt til að tekið verði upp persónukjör. Við sáum árangurinn af slíku í kjöri til stjórnlagaþings, þar sem landsbyggðin fékk eitt- hvað um 12% fylgi. Er það ásætt- anlegt fyrir okkur sem tilheyrum svokallaðri landsbyggð? Ekki finnst mér það. Ég var því að velta því fyrir mér að hver sýsla landsins yrði eitt kjördæmi þar sem kjörnir yrðu tveir fulltrúar til Alþingis. Þannig og aðeins þá gætum við farið að sætta okkur við persónukjör. Að öðrum kosti gætum við þurft að skipta landinu upp í t.d. 5 fylki, tiltölulega sjálfstæð og sjálfbær. Gísli Þ. Pétursson, Fljótsdalshéraði Ég var að velta því fyrir mér! Bókabás Ævintýrin um Basil fursta komu fyrst út á Íslandi 1939-1941 í þremur þykkum bókum. Síðan komu þau út í fjölmörgum heft- um, en hvert þeirra er sjálfstæð saga. Ævintýri þessi gerast víða um heim, til dæmis í Englandi, Þýskalandi, Bandaríkjunum og Indlandi. Höfundur Basil fursta er ókunnur. Útgefandi var Sögusafn heimilanna en þeirri útgáfu stýrði upphaflega Árni Ólafsson. „Í þeirri glæpahrinu sem gengið hefur yfir þjóðina á undanförnum árum og ekki sér fyrir endann á, hefur Vestfirska forlagið ákveðið að gamni sínu að kalla á furstann til að smúla dekkið,“ segir Hallgrímur Sveinsson, Brekku í Dýrafirði og bókaútgefandi hjá Vestfirska for- laginu. „Ævintýri Basils og þeirra ill- virkja og glæpakvenda sem hann var sífellt að koma í hendur réttvís- innar eru ekki eins heilsuspillandi og sá ófögnuður sem sífellt er boðið upp á í kvikmyndum, sjónvarpi og bókum nú til dags. Þetta var bara einhvern veginn allt öðruvísi glæpahyski, bófar og ræningjar. Í ævintýrum Basil fursta koma oftast fyrir í hverju hefti bæði reglulega fagrar glæpadrósir og glæpakvendi og það eru sko engar dúkkulísur! Sonja, Soffía, lafði Ethel og Sæta Emmy, svo nokkrar séu nefndar, voru engin lömb að leika við. Þess á milli eru svo ungar, saklausar og fallegar stúlkur, reglulega geðugar og viðfelldnar í umgengni, sem þeir Basil fursti og Sam Foxtrot bjarga oft úr ótrúlegustu hremmingum. Segja má að ævintýri konungs leynilögreglumanna séu sigur hins góða yfir hinu illa og má vel dreifa slíku efni sem mótvægisaðgerð. Þó þetta séu engar verðlaunabók- menntir, þá má segja að textinn sé furðu góður þó snöggsoðinn sé og sumsstaðar bregður jafnvel fyrir máltöfrum. Og merkilegt má það kalla að söguhetjurnar þérast upp í hástert, jafnvel fram á síðustu stund. Dæmi: “Salisbury”, var sagt með ákveðinni röddu. “Ég handtek yður í nafni laganna.” Einn góður maður sagði um daginn að það að lesa Basil fursta væri eins og að fá sér pilsner sem afréttara eftir glæpasögufylleríið sem er í gangi hjá þjóðinni og gengur út yfir allan þjófabálk. En hver er hinn óþekkti höf- undur Basil fursta? Það er hinn mikli leyndardómur sem okkur hefur ekki tekist að upplýsa fremur en öðrum, þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir. Sumir segja að hann sé danskur. Sögur gengu um það áður fyrr að höfundur heftanna væri Kristmann Guðmundsson eða jafnvel Ragnar í Smára. Sumir töldu að Árni Ólafsson hefði sjálfur samið einhver þeirra. Svo sagði Bragi Kristjónsson í viðtali í DV 1. sept. 1984. Í sömu grein segir blaðamaður sá sem skrifar og er ekki nafn- greindur, en hann var að reyna að grafast fyrir um uppruna Basil fursta: “Fyrsta þrepið í rann- sókninni var að hringja í Guðjón Elíasson sem nú á útgáfufyrirtækið Sögusafn heimilanna. Hann sagðist ekki gefa Basil út og ekki hafa hug- mynd um hver þýddi. Hann hélt að verkin væru þýdd úr dönsku og sagðist nokkuð viss um að margir þýðendur hefðu verið að þeim.” Þessi dularfulli rithöfundur skyldi þó aldrei vera Vestfirðingur? Hvað sem um það er munum við áfram halda uppi spurnum um þann óþekkta höfund og jafnvel fá Basil sjálfan í lið með okkur ef svo veltis,“ segir Hallgrímur Sveinsson. Vestfirska forlagið endurvekur ævintýrin um Basil fursta Mynd / Guðmundur J. Sigurðsson. Evrópustofa og lýðræðisleg umræða Jafnt andstæðingar aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fylgj- endur eru sammála um að álita- málið um stöðu Íslands gagnvart ESB er stórpólitísk spurning með víðtækar afleiðingar fyrir þjóðina um langa framtíð. Okkur andstæðinga aðildar greinir á við aðildarsinna um afleiðingarnar. Um það snýst umræðan. Í lýðræðisþjóðfélagi eru póli- tísk álitamál rædd í opinni frjálsri umræðu. Til að umræðan sé frjáls þarf að gæta að jafnræðissjónarmið- um. Í umræðunni um aðildarum- sókn Íslands gætir ekki jafnræðis. Stjórnvöld beita afli stjórnsýslunnar í þágu umsóknarinnar. Embættismenn utanríkisráðuneytisins eru gerðir út af örkinni að kynna kosti ESB-aðildar á fundum hverskyns félagasamtaka vítt og breitt um landið. Þá er verk- færum stjórnsýslunnar, s.s. almanna- tenglum og dagskrárvaldi ráðuneyta til að efna til funda og málþinga, beitt í þágu ESB-umsóknarinnar. Íslensk stjórnvöld eru þrátt fyrir allt íslensk og svara íslenskum almenningi fyrir gerðir sínar - ekki seinna en í næstu þingkosningum. En til viðbótar við einhliða málflutning stjórnvalda til stuðnings ESB-aðild var um áramótin síðustu opnuð sér- stök miðstöð fjármögnuð af erlendu stjórnvaldi, framkvæmdastjórninni í Brussel, til að reka áróður fyrir aðild Íslendinga að Evrópusambandinu. Evrópustofa skekkir í grund- vallaratriðum lýðræðislega umræðu á Íslandi. Evrópustofa heyrir beint undir framkvæmda- stjórn Evrópusambandsins og þar af leiðir er íslenskur almenningur varnarlaus - getur ekki kallað til ábyrgðar þá sem veita fjármunum til að reka áróður fyrir aðild Íslands að ESB. Við skulum taka af öll tvímæli: Hlutverk Evrópustofu er að ,,tryggja“ fylgi almennings við aðild Íslands að Evrópusambandinu. Það stendur skráð í útboðsgögnin sem liggja til grundvallar rekstri Evrópustofu. Tómas Ingi Olrich fyrrverandi menntamálaráðherra sat opinn fund á Akureyri með Evrópustofu og skrifaði í framhaldi blaðagrein. Þar segir m.a. Upplýsingafund ESB á Hótel KEA sat m.a. Timo Summa, sendi- herra ESB á Íslandi. Hann lýsti því yfir að til stæði, væntanlega á vegum hans sjálfs og ESB, að skapa (create) umræðu um ESB á Íslandi. Áður hafði Birna Þórarinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Evrópustofu, lýst því yfir, að ekki stæði til að hafa áhrif á umræðuna. Ekki er ljóst hvort hér er um að ræða einfeldni eða tvöfeldni. Evrópustofa er ekki rekin til að kynna evrópska menningu, vísindi eða listir heldur til að fá Íslendinga til fylgilags við Evrópusambandið. Til að stunda áróðurinn á Íslandi hefur Evrópustofa úr rúmlega 200 milljónum króna að spila næstu tvö árin. Til að setja þetta í samhengi þá úthlutaði Alþingi s.l. haust heilum 27 milljónum króna til félagasam- taka sem stuðla að umræðu um Evrópumál. Þessum 27 milljónum var skipt til helminga á milli and- stæðinga aðildar annars vegar og fylgjenda hins vegar. Ein og sér er Evrópustofa með tuttugufalt það fé sem Heimssýn, félagsskapur and- stæðinga aðildar, fær frá Alþingi. Á Íslandi eru í gildi lög nr. 62 frá 1978 sem fjalla „um bann við fjárhagslegum stuðningi erlendra aðila við íslenska stjórnmálaflokka og blaðaútgáfu erlendra sendiráða á Íslandi.” Markmið laganna er lýðræðisvörn á Íslandi: Að banna erlendan yfirgang í íslenskri umræðu um íslensk málefni. Evrópustofa starfar ekki í þágu íslenskra hagsmuna heldur erlendra. Rekstur Evrópustofu hér á landi fer ekki saman við lýðræðislega umræðu um stærsta pólitíska álitamál seinni tíma stjórnmálasögu Íslands. Ásmundur Einar Daðason Alþingismaður Framsóknar- flokksins og formaður Heimssýnar (samtaka sem berj- ast gegn aðild Íslands að ESB) Hvers virði eru vatnsréttindi til orkuöflunar? Hvers virði eru vatnsrétt- indi til orkuöflunar? Þetta er yfirskrift málþings sem Auðlindaréttarstofnun Háskólans í Reykjavík og Draupnir lögmanns- þjónusta standa fyrir í dómssal á 1. hæð HR, í dag fimmtudaginn 15. mars nk. kl. 15-17. Á málþinginu verður athyglinni sérstaklega beint að réttarstöðu landeiganda og orkuframleiðenda vegna verðmats á vatnsréttindum sem notuð eru til orkuframleiðslu. Tveir sérfræðingar frá Noregi sem hafa víðtæka reynslu af málefninu og af samningum og samningagerð milli landeigenda og orkufyrirtækja í Noregi munu halda þar erindi. Þar er um að ræða norska lög- manninn Olav Felland, sem fjallar um áhrif innleiðingar samkeppnis- markaðar í Noregi á verðmyndun vatsnréttinda, um upphaf svokall- aðrar leigugreiðsluaðferðar og þróun hennar í Noregi og fer yfir þróun í dómaframkvæmd sem lýtur að umfjöllunarefninu. Felland fjallar einnig um greinarmun á verðmynd- un vatnsréttinda í litlum og stórum vatnsföllum í Noregi, réttarfar mats- mála í Noregi o.fl. Þá mun Arne Jacobsen, fram- kvæmdastjóri Blafall í Noregi fjallar um skýrleika í verðmyndun vatsn- réttinda í Noregi og helstu kosti og annmarka í núverandi „praksís“ við verðmyndun vatnsréttinda. Einnig hver er þáttur hins opinbera í formi auðlindagjalda og annarrar gjald- töku. Jafnframt mun Arne gefa einstök dæmi um verð vatsnrétt- inda í Noregi út frá viðurkenndum aðferðum. Kristín Haraldsdóttir, forstöðu- maður Auðlindaréttarstofnunar Háskólans í Reykjavík verður fundarstjóri en málþingið er öllum opið og er aðgangur ókeypis. Þann 9. mars síðastliðinn auglýsti embætti ríkisskattstjóra eftir verk- efnastjóra til starfa „við aðlögun tölvukerfa embættisins að kröfum Evrópusambandsins auk annarra verkefna“, eins og segir í auglýs- ingu embættisins. Með þessu hefur er staðfest enn eitt dæmið um að um aðlögunar-ferli sé að ræða en ekki aðildarviðræður. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskatt- stjóri segir í viðtali við Morgunblaðið í dag: „...þetta snýst um að aðlaga tölvukerfi skattyfirvalda ef til aðildar kemur“. Með öðrum orðum á að vinna að aðlöguninni áður en samþykkt er að ganga í ESB. Það er algjörlega ljóst hvernig aðlögunarferlið virkar og samningamenn starfa. 21. febrúar 2012 sagði aðalsamningamaður Íslands við Morgunblaðið að „ESB hefur sitt verklag“. Þetta verklag er sérstaklega vel útskýrt í bæklingi sem sambandið sjálft hefur gefið út um stækkunarstefnu þess, en þar segir (bls 9): „Í fyrsta lagi er mikilvægt að skilja að hugtakið „aðildarviðræður“ getur verið misskilið. Aðildarviðræður ein- blína á þau skilyrði og tímasetningu sem mögulegt aðildarríki innleiðir ESB gerðir – u.þ.b. 90.000 blaðsíður. Þessar gerðir, betur þekktar sem „acquis“, eru ekki umsemjanlegar. Fyrir umsóknarríki snýst þetta fyrst og fremst um að semja um hvernig og hvenær ESB gerðir og starfshættir séu innleiddir.“ (http:// ec.europa.eu/enlargement/pdf/ publication/enl-understand_en.pdf) Heimssýn – hreyfing sjálfstæðis- sinna í Evrópumálum, harmar því að gríðarlegu fé sé sóað í aðlögun íslenskrar stjórnsýslu að ESB gerð- um, án þess að þjóðin hafi fengið að segja sitt í þessu mikilvæga máli. Hvorki íslenskir kjósendur né meiri- hluti Alþingis hefur veitt slíkar víð- tækar heimildir til aðlögunar, enda var því ávallt haldið fram að um könnunarviðræður var verið að ræða. Stjórn Heimssýnar Aðlögun án samþykktar blasir við

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.