Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 29

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 29
29Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Sauðburður og burðarhjálp Eyjólfur Kristinn Örnólfsson sérfræðingur hjá LbhÍ Haldið 3. apríl á Skeiðum og Fræðslufyrirlestur um kynbótamat íslenskra hrossa Í samstarfi við Hestamannafélagið Dreyra Dr. Elsa Albertsdóttir LbhÍ Haldið 12. apríl á Akranesi Tálgunarnámskeið - ferskar viðarnytjar Ólafur Oddsson Skógrækt ríkisins Hefst 13. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði Að breyta sandi í skóg - endurheimt skóglendis Í samstarfi við Hekluskóga og Héraðs- og Austurlandsskóga Ása L. Aradóttir prófessor við LbhÍ, Hreinn Óskarsson Hekluskógum, Úlfur Óskarsson lektor við LbhÍ og Þröstur Eysteinsson Skógrækt ríkisins Hefst 13. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði og 20. apríl á Egilsstöðum Notkun plöntuvarnarefna í landbúnaði og garðyrkju Ýmsir sérfræðingar Hefst 17. apríl hjá LbhÍ í Reykjavík Ísgerð Í samstarfi við Farskólann Jón Brynjar Birgisson mjólkurfræð- ingur og ísáhugamaður Haldið 23. apríl á Sauðárkróki og 24. apríl á Hvammstanga Baráttan við illgresið - í tún-, garð- og kornrækt Jón Guðmundsson plöntulíffræðingur Haldið 25. apríl á Stóra Ármóti og Pottaplöntuskreytingar Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar- stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 27. apríl hjá LbhÍ í Hveragerði Tögl - frá sterti til handverks Lene Zachariassen hagleikskona Hefst 11. maí hjá LbhÍ á Hvanneyri Endurmenntun LbhÍ Húsgagnagerð úr skógarefni Ólafur Oddsson Skógræktar ríkisins Hefst 16. mars í Vaglaskógi og Bygging hrossa Í samstarfi við Hrossaræktarsamtök Austurlands Þorvaldur Kristjánsson, kynbóta- dómari og sérfræðingur hjá LbhÍ Haldið 17. mars á Egilsstöðum Bætt mjólkurgæði Snorri Sigurðsson ráðgjafi hjá Viden- centeret for landbrug í Danmörk Haldið 20. mars á Hvanneyri og í fjarfundi á Egilsstaði, á Sauðárkrók og á Vík Brúðkaupsskreytingar Gitte Nielsen blómaskreytir Hefst 21. mars hjá LbhÍ í Hveragerði Betri fjós Snorri Sigurðsson ráðgjafi hjá Viden- centeret for landbrug í Danmörk Haldið 22. mars á Stóra Ármóti Framhald af dkBúbót Í samstarfi við Búnaðarsamtök Vesturland og Búnaðarsamband Austurlands Guðrún Sigurjónsdóttir bóndi og Torfi Bergsson ráðunautur Haldið 26. mars í Önundarfirði og Útfaraskreytingar Gitte Nielsen blómaskreytir Hefst 28. mars hjá LbhÍ í Hveragerði Virðing og traust hests og knapa Gunnar Reynisson hestafræðingur hjá LbhÍ Hefst 30. mars hjá LbhÍ, Mið Fossum Páskaskreytingar Guðrún Brynja Bárðardóttir brautar- stjóri Blómaskreytingabrautar LbhÍ Haldið 31. mars í Hveragerði Ræktun áhugaverðra krydd-, lauk- og matjurta í eigin garði Í samstarfi við Fræðslumiðstöð Vestfjarða Auður Jónsdóttir garðyrkjufræðingur Haldið 31. mars í Tjarnalundi í Dölum Allar nánari upplýsingar má finna á www.lbhi.is/namskeid Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma 433 5000 Við erum líka á Facebook - facebook.com/namskeid Héraðs- og Austurlandsskógar gefa út bækling um bilun ungskóga: Mikilvægt að grisjun sé sinnt á réttum tíma og á réttan hátt Á síðasta ári fögnuðu Héraðs- og Austurlandsskógar því að 20 ár voru liðin frá formlegri stofnun Héraðsskóga, fyrsta landshluta- verkefnisins í skógrækt, og að 10 ár voru síðan Austurlandsskógar tóku til starfa. Formlegur stofn- dagur Austurlandsskóga var að vísu ekki fyrr en árið 2002 en verkefnið hóf starfsemi sína árið 2001. Verkefnin tvö voru sameinuð í ársbyrjun 2007 og starfa nú sem eitt af fimm landshlutaverkefnum í skógrækt. Nauðsynlegt að grisja Ólöf I. Sigurbjartsdóttir, fram- kvæmdastjóri Héraðs- og Austurlandsskóga, segir að saga skógræktar á Héraði eigi sér þó mun lengri sögu en þau 20 ár sem liðin eru frá því Héraðsskógar hófu starfsemi sína. Tré hafi verið gróðursett eftir svonefndri Fljótsdalsáætlun þegar árið 1970. „Sá skógur sem vaxið hefur og dafnað á Héraði síðan er nú víða kominn í þá stærð að nauðsynlegt er orðið að grisja eða bila, eins og fyrsta grisjun er gjarnan kölluð,“ segir Ólöf. Með orðinu „bilun“ er vísað í það að farið er inn í ungskóga og bil milli trjáa jafnað, ásamt því að á þeim tímapunkti fer fram val; bestu einstaklingarnir eru látnir standa en lakari tré eru höggvin. Til að hámarka viðarvöxt er mjög mikilvægt að þess- ari vinnu sé sinnt á réttum tíma og á réttan hátt. Leiðarvísir fyrir bilun Starfsfólk Héraðs- og Austur- landsskóga hefur undanfarin tvö ár unnið að gerð bæklings sem er leiðarvísir fyrir bilun, tvítoppa- klippingu og uppkvistun trjáa. Bæklingurinn, sem nú er nýkominn út, var unninn í tengslum við þátt- töku Héraðs- og Austurlandsskóga í Evrópusambandsverkefninu PELLETime. Í bæklingnum er farið ýtarlega yfir þá aðferðafræði sem fylgt er við bilunina og útskýrt á myndrænan hátt hvernig fram- kvæmdum verði best hagað og hvaða mistök beri að varast. Bæklingurinn hefur verið notaður sem grunn- efni við námskeiðahald Héraðs- og Austurlandsskóga í umhirðu ung- skóga og aðlagaður sérstaklega til þess að nýtast sem slíkur. Skógarhöggsmenn ný stétt á Íslandi Ólöf segir að nú vinni á annan tug skógarhöggsmanna við bilun í skógum nokkurra jarða á Héraði. „Nýverið var þeim merka áfanga náð að lokið var við fyrstu grisjun á fyrstu jörðinni, en það var að Ásgarði hjá Viðari Eiríkssyni og Guðnýju Jónsdóttur,“ segir hún. Þar voru það skógarhöggsmennirnir Borgþór Jónsson og Kristján Már Magnússon sem unnu verkið. Í tilefni áfangans var boðið upp á tertu og kaffi í skóg- inum í Ásgarði. „Á Héraði öllu liggur fyrir mikil vinna við fyrstu grisjun ungskóganna sem þar eru að vaxa upp og skógar- höggsmenn eru ný stétt á Íslandi,“ segir Ólöf. Hún nefnir einnig að um þessar mundir eigi sér stað mikil þróun í úrvinnslumálum. „Margir eru að velta fyrir sér þeim möguleikum sem nú eru fyrir hendi með tilkomu nýjustu auðlindarinnar, skóga lands- ins.“ Spennandi tímar framundan Starfsemi Héraðs- og Austurlandsskóga verður með hefð- bundnu sniði á komandi sumri, en Ólöf segir að verulega hafi dregið úr gróðursetningum undanfarin ár. „Við munum kosta gróðursetningu á 700 til 750 þúsund plöntum í ár en þegar mest var árið 2008 voru þær 1,5 milljónir,“ segir hún. „Stóra málið hjá okkur núna er grisjun, enda mjög áríðandi að vinna að þeim málum á réttum tíma - gríðarlegur viðarvöxtur getur tapast ef ekki er farið inn í skógana á réttum aldri.“ Hún segir skógarmenn eystra almennt vera bjartsýna á framtíðina og mikil gerjun sé í úrvinnslumálum. „Margir eru að velta fyrir sér tækjum og tólum sem henta til að sækja timbrið inn í skógana og einnig til að vinna úr því. Hingað til hafa aðallega verið framleiddir girðingar- staurar og kurl úr þessum efnivið en á síðasta ári tók til starfa brettaverk- smiðja í Fljótsdal sem vinnur að hluta til úr efnivið frá nærliggjandi jörðum. Það er óhætt að segja að spennandi tímar séu framundan og tækifærin til nýsköpunar mörg í greininni,“ segir Ólöf. /MÞÞ og árhringir síðustu ára orðnir mjög litlir. Bændablaðið kemur næst út 29. mars Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.