Bændablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 23

Bændablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 23
23Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 til að pakka í neytendapakkningar þannig að varan verður alltaf að fara í stórt pökkunarhús.“ Fjármagn fæst ef verkefnið er fýsilegt Hvað stendur út af núna? Er búið að tryggja fjármögnun á verk- efninu? „Já, það er búið en margt annað er eftir og það hefur með samskipti við hið opinbera að gera. Við erum enn að vinna að aðal- og deiliskipulagi svo og samkomulagi við Landsnet. þessir aðilar reyndar ekki hafa verið að vinna mjög hratt. Fjármögnun fæst ef verkefnið reynist fýsilegt. Kostnaður getur aukist eftir því hvernig fer með þessi mál, þar sem eftir á að hnýta lausa enda. Þetta er því háð ákveðinni óvissu gagnvart fjárfestum og ekki skynsamlegt að negla hlutina niður að fullu ef svona stórir hlutir eru úti- standandi. Við getum sagt að það er mikill áhugi.“ byrja framkvæmdir, til að framleiðsla „Við verðum að hefjast handa á næstu mánuðum til að það takist og með hverjum degi styttist sá frestur. Ég held að það sé raunhæfur möguleiki á að þetta takist. Samningar sem við höfum gert eru langtímasamningar, ef ekki tekst að hefja framleiðslu í haust þarf að endurskoða þann sölusamning sem við höfum gert. Ég geri þó ekki ráð fyrir að það yrðu nein endalok verkefnisins þó að það tækist ekki.“ Stjórn tók ákvörðunina Gunnlaugur Karlsson, framkvæmda- stjóri Sölufélags garðyrkjumanna (SFG), á einnig sæti í stjórn Geo- greenhouse en SFG er stærsti hlut- á 34,1 prósent. Gunnlaugur segir að ákvörðun um þátttöku í verkefninu var metið sem svo að það gæti verið fýsilegur kostur að skoða þetta. Þá var bara ákveðið að gera það.“ Höfðu eigendur SFG, meðal annars „Að sjálfsögðu höfðu þeir um það að segja, að sjálfsögðu hefur þetta verið rætt á öllum helstu fundum sem haldnir hafa verið á undanförnum árum. Ákvörðunin er tekin af stjórn en þetta er auðvitað rætt bæði á aðalfundi og haustfundum okkar, það gefur auga leið.“ Vill ekki tjá sig um umræðuna Hreyfðu einhverjir mótmælum við verkefni? „Ég hef haft þá vinnureglu að tjá mig ekki um umræðu á aðalfundi eða fundum í þessu félagi út fyrir þá.“ Verið er að kanna fýsileika þess að hefja þessa ræktun og selja úr landi. Hvað gerist þá ef markaðir erlendis bregðast? Hljóta menn þá ekki að þurfa að afsetja vöruna á innlendum markaði? „Það gera sér allir grein fyrir því að það er ekki rekstrargrundvöllur fyrir starfsemi af þessari stærðargráðu þetta þannig eða ekki. Það er alveg ljóst að þú getur ekki keyrt þetta verk- efni á innanlandsmarkaði.“ Eðlilegt að skoða verkefnið En gefum okkur að markaðir bregðist. Þá hlýtur að verða skoðað hvort hægt sé að markaðssetja framleiðsluna hér innanlands. Er eðlilegt að SFG taki tómatabænda meðal annarra, eru? „Við værum ekki að þessu nema að okkur þætti eðlilegt að skoða þetta.“ Sérðu enga hugsanlega hagsmuna- í sumum tilfellum garðyrkjubændur, á legg? „Sko, þarna ertu að gefa þér bara einhverja stöðu sem komið gæti upp. Það er hægt að fantasera um allar mögulegar stöður sem gætu komið upp. Við gætum líka verið komin í þá stöðu eftir örfá ár, og erum reyndar þegar komin í, að innkaupsverð á verði orðið það hátt að við verðum að endurskoða okkar stöðu.“ En nú kemur það þessari spurningu í sjálfu sér ekki neitt við, eða hvað? „Það er hægt að hugsa ýmislegt um hvernig hlutir geta orðið. Ég tel eðli- legt að skoða þetta. Ef þetta er mjög hagkvæmt og mjög góður kostur, nú, þá geta falist í þessu tækifæri fyrir þá sem fyrir eru líka.“ Of snemmt að tjá sig um aðra hagsmuni SFG „Nú, það getur verið að það opnist þarna góðir markaðir og það sé eitt- eru alltaf ákveðnar ógnanir í svona en líka ákveðin tækifæri. Þú getur aldrei útilokað neitt.“ Hefur SFG aðra hagsmuni af aðkomu taka hugsanlegan hagnað út úr fyrir- selt hér á landi á erlendan markað? „Það er bara of snemmt að tjá sig eitthvað um það.“ „Við skulum bara sjá hvort það verður af þessu fyrst. Ef já, þá skoða menn það.“ Betra að SFG sé innanborðs Knútur Rafn Ármann, tómatabóndi í Friðheimum og jafnframt stjórnar- maður í SFG, segir að í gegnum tíð- ylræktarver af þessu tagi. „Við mátum það svo innan SFG að fyrir þetta verk- efni væri ákveðinn styrkur í því að við værum þarna innanborðs. Með okkar aðkomu eru auknar líkur á að réttar niðurstöður náist í verkefninu. Það sem er hættulegast er þegar svona verkefni fer af stað án þess að raun- verulegar forsendur séu fyrir því að það gangi upp.“ áformum gagnvart ykkur sem eruð „Já, það felst auðvitað mikil ógn- un í þeim. Við erum búnir að vera í þennan markað sem er til staðar í dag og höfum vandað til þess verks. Við getum samt aldrei ráðið því hvort einhverjir aðilar fari í þetta verkefni eða ekki, hvort sem við erum þarna innanborðs eða ekki. Með því að við tökum þátt eru meiri möguleikar á að fáist raunhæf niðurstaða í málið. Grunn niðurstaðan er hins vegar sú að auðvitað viljum við nýta okkar orku til senda hana kannski hráa út með sæ- streng. Ég held að enginn geti í sjálfu sér verið á móti þeirri hugmyndafræði. mér það skipta öllu máli að ef einhver fer af stað í svona verkefni þá sé það gert með þannig forsendur á borðinu að það sé raunhæft.“ Samstaða stjórnar en gagnrýnisraddir hluthafa - efni? „Það var algjör einurð innan stjórnar- innar en auðvitað eru gagnrýnisraddir innan okkar raða eins og annars staðar. Menn eru smeykir við þetta, það er bara eðlilegt og við erum það auð- vitað allir, því þetta gæti ógnað okkar starfsöryggi. Þeim mun mikilvægara er að ekki verði farið af stað nema að allar forsendur sem liggja að baki séu réttar. Þar held ég að við hljótum að spila stórt hlutverk og ég er í engum vafa um að við erum að gera rétt með þessu.“ Ekki hægt að fara í hlutafjársöfnun með þröskuldum Sveinn Sæland, formaður Sambands garðyrkjumanna, segir það gleðiefni að forsvarsmenn verkefnisins staðfesti nú að búið sé að gera sölusamning búið var að greina okkur hjá Sam- bandi garðyrkjumanna frá var búið að gera sölusamning til eins árs og við gerðum auðvitað mjög alvarlegar at- hugasemdir við að það ætti að byggja ylræktarver af þessari stærðargráðu og vera bara með trygga sölu til eins árs.“ En er ekki ástæða til að hafa áhyggjur að ekki nást áframhaldandi samningar um sölu erlendis? „Við fengum fulltrúa Geogreen- house á fund okkar í stjórn garðyrkju- bænda til að útskýra þessi mál og fara og sögðu að það væri auðvitað ekki hægt að fara í hlutafjársöfnun fyrir verkefnið með þannig þröskuldum, að ef markaðir erlendis brygðust væri ekki hægt að fara með vöruna inn á innlendan markað. Okkar áhyggjur beinast að þessu, þ.e. hugsanlegum forsendubresti. Ef gengi krónunnar breytist verulega, ef markaðir lokast að einhverju leyti, þá hljóta forsvars- menn fyrirtækisins að þurfa að bregð- ast við því. Fyrsti áfangi verkefnisins íslenski tómatamarkaðurinn í dag. Það er okkar stærsta áhyggjuefni og því það tæpt reiknaðar að áhyggjur okkar eigi að meira leyti rétt á sér en ekki.“ Tæpir útreikningar eftir að ykkur höfðu verið kynnt gögn um verkefnið? „Já, gögn varðandi verkefnið hafa verið kynnt nokkuð, sérstaklega fyrir stjórn SFG. Samkvæmt því sem við í Sambandi garðyrkjumanna fáum að tæpt útreiknað.“ Þátttaka SFG vekur spurningar spurningar um hagsmunaárekstra „Jú, það gerir það. Ég vil gjarnan líta á þetta jákvæðum augum því að ef þetta er hægt getur það haft jákvæð áhrif á íslenska garðyrkju. Ég hef skoðað garðyrkju, jafnvel á suðræn- um slóðum. Hafandi séð hvað vinnu- - ingu sólarljóssins umfram lýsingu þá með að ímynda mér að þetta gangi upp. Það er mín heildarniðurstaða. Því má setja spurningarmerki við þátttöku SFG í þessu verkefni, bæði af þessum sökum og einnig út af hagsmunum garðyrkjubænda sem standa að SFG.“ /fr Heilbrigður svefn - í fermingargjöf! Í vefverslun okkar er að finna allar okkar vörur, www.snooztime.is Allir okkar koddar eru ofnæmisprófaðir, þvottekta og mega fara í þurrkara. Sigurður Kiernan. Gunnlaugur Karlsson. Knútur Rafn Ármann. Sveinn Sæland.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.