Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 19

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 19
19Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Hjónin Aðalbjörg Pálsdóttir og Þórsteinn Glúmsson í Vallakoti í Reykjadal voru sérstaklega heiðruð af Leikdeild Eflingar fyrir langt og farsælt starf með deildinni síðustu 50 ár. Athöfnin fór fram að lokinni frumsýningu Leikdeildarinnar á leikritinu Í gegnum tíðina, sem frumsýnt var á Breiðumýri á föstudagskvöld í liðinni viku. Svo skemmtilega vildi til að þau heiðurshjón héldu einmitt upp á gullbrúðkaup sitt sama dag. Aðalbjörg og Þórsteinn kynnt- ust á sviðinu á Breiðumýri árið 1961. „Við lékum þá bæði í gaman- leiknum Aumingja Hanna,“ segir Þórsteinn, en þau hafa uppfrá því leikið í fjölmörgum uppfærslum Leikdeildar Eflingar á liðnum ára- tugum. Þórsteinn er frá Vallakoti og Aðalbjörg frá Hvítafelli á Laugum, en þau hjónin stunduðu búskap í Vallakoti og búa þar enn. Þórsteinn segir að Aðalbjörg hafi haft meira úthald á sviðinu en hann sjálfur, en einungis örfá ár eru frá því hún lék síðast með félaginu. „Hún hélt þetta betur út en ég, var síðast að leika fyrir fjórum, fimm árum, en það er lengra síðan ég hætti,“ segir hann. Aðalbjörg tók þátt í sýningu leikdeildarinnar á verki systranna Iðunnar og Kristínar Steinsdætra, Síldin kemur og síldin fer, sem valin var áhugaleiksýning ársins 2000 og steig af því tilefni á svið Þjóðleikhússins. Þórsteinn segir mikinn áhuga fyrir leiklist í Reykjadal og Leikdeild Eflingar sé öflugt og gott félag. Ekki skemmi fyrir að það hefur aðgang að föngulegum hópi ungmenna í tengslum við Framhaldsskólann á Laugum og sýningar þess taki oft á tíðum mið af því. „Það hefur verið mjög gaman að vera þátttakandi í starfsemi félagsins gegnum árin,“ segir Þórsteinn. Sem fyrr segir frumsýndi Leikdeild Eflingar á dögunum leikverkið Í gegnum tíðina eftir Hörð Þór Benónýsson og leikstýrir hann verkinu sjálfur. Í gegnum tíðina er frumsamið gamanleikrit þar sem sögð er saga íslenskrar bændafjölskyldu á seinni hluta síðustu aldar, eða á tímabilinu 1950-1980. Fjölskyldumeðlimir lenda í hinum ýmsu aðstæðum; fara á síld, lenda í Kananum, upp- lifa Bítlaæðið, fara á bændahátíð og fleira. Í verkinu kemur fyrir mikill fjöldi persóna, sem helgast af því að leikritið var skrifað með þann leikhóp í huga sem tekur þátt og haft að leiðarljósi að allir fengju að spreyta sig á sviðinu. Fjölmörg lög frá þessum tíma fléttast inn í verkið, sem hljómsveit undir stjórn Péturs Ingólfssonar flytur. /MÞÞ FERMINGARGJAFIR Útivistarföt á mjög góðu verði. Ullar- nærföt, flíspeysur, íþróttaföt og fleira. www.ullmax.is Ullmax er einnig fáanlegt í styrktarsölu. Ræktunardúkur og Garðaplast Meiri vernd Meiri vöxtur Sérsniðið að þínum þörfum Áprentað og óáprentað Sími: 580 5600 - plastprent.is Sérfræðingar í umbúðalausnum ÍBÚÐ AÐ BÓLSTAÐARHLÍÐ 41 Í REYKJAVÍK Íbúðin er 70 fermetrar tveggja herb.á 3.hæð íbúð fyrir 60 ára og eldri. Íbúðin er öll parketlögð,ný máluð. Öll tekin í gegn, svo sem nýjar borðplötur, nýjir vaskar og blöndunartæki, baðherbergi er nýlega endurnýjað með öryggisdúk á gólfi og nýrri hornsturtu. Í húsinu er húsvörður, mikil þjónusta er á jarðhæð á vegum Reykjavíkurborgar. Hús í toppstandi nýmálað og allir gluggar nýjir. Staðsetning íbúðar á besta stað í borginni. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá fasteignasölunni EIGNAMIÐLUN. Hægt er að sjá myndir www.eignamidlun.is. Vinsælu netakerrurnar komnar aftur á frábæru verði Stutt 179.999 kr. Löng 229.999 kr. Aðalbjörg og Þórsteinn í Vallakoti heiðruð af Leikdeild Eflingar Aðalbjörg Pálsdóttir og Þórsteinn Glúmsson í Vallakoti voru heiðruð fyrir í liðinni viku, en svo skemmtilega vildi til að þau hjónin fögnuðu gull- brúðkaupsafmæli sínu sama dag. Myndir / Hermann Aðalsteinsson. Magnea Stefánsdóttir, bóndi í Val- lakoti í Reykjadal í hlutverkum sínum Bændablaðið á netinu... www.bbl.is

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.