Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 24

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 24
24 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Sláturhúsið Hellu hf., sem er stærsta nautgripasláturhús lands- ins, stendur nú í stórræðum við að byggja upp nýja aðstöðu fyrir kjöt- vinnslu sláturhússins í sjálfstæðri byggingu. Ráðgert er að taka hana í notkun síðar í mars og mun slát- urhúsið þá uppfylla reglugerðir Evrópusambandsins og öll skilyrði sem innleidd eru í nýrri löggjöf um framleiðslu búfjárafurða sem tók gildi 1. nóvember 2011. Markmið löggjafarinnar eru meðal annars að tryggja rekjanleika matvæla og fóðurs og að afurðir á markaði uppfylli gæða- og heil- næmiskröfur. Henni er ætlað að ná yfir alla matvælaframleiðslu frá haga til maga með nauðsynlegum skráningum og varúðarráðstöfunum á öllum stigum framleiðslunnar. Endurreist eftir miklar sviptingar Sláturhúsið Hellu hélt upp á tíu ára afmæli sitt þann 11. nóvember sl. Það var stofnað 2001 á rústum þrotabús Kjötumboðsins hf., áður Goða hf., eftir mikinn darraðardans og átök í kjötiðnaðargeiranum á landinu. Sláturhúsið sjálft var hinsvegar byggt 1966. Þegar Kjötumboðið fór í þrot hafði staðið til að loka sláturhúsinu á Hellu endanlega og flytja starfsem- ina annað. Á sama tíma hafi verið gert samkomulag um að leggja niður alla starfsemi kjúklingaslátur- hússins Reykjagarðs og sameina hana sláturhúsi Móa í Mosfellsbæ. Hefði brotthvarf þessara tveggja sláturhúsa orðið mikið kjaftshögg fyrir samfélagið. Sameining kjúk- lingasláturhúsanna var talin ólög- mæt og fór SS þá í uppbyggingu á kjúklingaslátruninni á Hellu á nýjan leik. Einnig tókst á síðustu stundu að endurreisa stórgripasláturhúsið á Hellu af bændum í Rangárvallasýslu, V.- Skaftafellssýslu og Árnessýslu ásamt þeim Þorgils Torfa Jónssyni, fyrrverandi markaðs- og framleiðslu- stjóra Þríhyrnings hf., Guðmari Jóni Tómassyni, sláturhússtjóra á Hellu og fleirum. Eigendur fyrirtækisins í dag eru nærri 180 bændur bændur starfsfólk og aðrir einstaklingar en Þorgils Torfi Jónsson, framkvæmdastjóri er stærsti einstaki eigandinn í fyrirtækinu með um þriðjungs hlut. Reksturinn hefur gengið vel og verið hagnaður frá upphafi og fékk fyrirtækið viður- kenningu Creditinfo árið 2010 sem framúrskarandi fyrirtæki og einnig fyrir árið 2011. Hefur fyrirtækið verið í hópi 1% íslenskra fyrirtækja sem staðist hafa kröfur Creditinfo til að hljóta slíka viðurkenningu. Þetta hefur get það kleift að halda áfram við uppbyggingu á aðstöðu félagsins. Slátra um 5.000 gripum á ári Sláturhúsið er hannað fyrir slátrun á nautgripum, hrossum og svínum. Þar er nú slátrað um 5.000 gripum á ári. Þegar tíðindamaður Bændablaðsins var þar á ferð í síðustu viku stóð yfir slátrun á folöldum sem eru um 7-800 á ári auk þess sem þar er slátrað um 2-300 fullorðnum hrossum. Töluverður biðlisti hefur verið í hrossaslátrun víða um land að undanförnu en ört gengur nú á þann lista. Ekki segja biðlistarnir þó endilega alla söguna því ekki mun óalgengt að hestaeigendur setji sömu hross á lista hjá fleiri en einu slátur- húsi. Sláturhúsin á Hvammstanga og Blönduósi munu þó hafa verið hvað öflugust í hrossaslátruninni undan- farin ár. Aðstaða kjötvinnslunnar gjörbreytist Þorgils Torfi, eða Torfi eins og hann er oftast nefndur, segir að öll aðstaða breytist til hins betra með nýja hús- næðinu sem þó er ekki nema um 350 fermetrar. Með tilkomu þess rýmkist um sundurhlutun og vinnslu á kjöti sem verið hefur í eldra húsinu. Þá færast skrifstofur fyrirtækisins og afgreiðsla yfir í nýja húsnæðið. Þó Torfi vilji halda allri yfirbyggingu í lágmarki og leggi ekki mikið upp úr því að hafa íburðarmiklar og stórar skrifstofur í nýja húsinu, þá verða þær samt mun rúmbetri en þær sem fyrir eru. Verður gamla skrifstofu- húsnæðið eftir endurbætur síðan lagt undir úrbeiningu á kjöti. Í eldra hús- inu verður þá eftir lokuð verksmiðja fyrir slátrun og úrbeiningu. Starfsmönnum fer fjölgandi „Starfsmenn fyrirtækisins eru nú 22 og hefur farið fjölgandi. Við gerum ráð fyrir að fjölga starfsmönnum eitt- hvað með tilkomu nýja hússins. Hér starfa bæði Íslendingar og útlend- ingar og þetta er því fjölþjóðlegur vinnustaður. Það má þó segja að þeir útlendingar sem hér starfa séu allir búsettir í Rangárvallasýslu og tali allir íslensku að einhverju leyti.“ Torfi, segir að það hafi verið meira um það á mestu þensluár- unum í íslensku atvinnulífi að þeir hafi flutt inn starfsfólk, sérstaklega frá útlöndum. Þetta hafi breyst ekki síst vegna aukins stöðugleika í fram- leiðslu fyrirtækisins allt árið. Nú sé algengara að útlendingar komi hingað á einskonar vertíð í sauðfjár- slátruninni sem stendur aðeins yfir í þrjá mánuði eða svo. Segir Torfi rekstur á stórgripasláturhúsi að þessu leyti vera gjörólíkan því sem þekkist í sauðfjárslátrun. Jöfn og þétt slátrun allt árið um kring „Hjá okkur er orðin mjög jöfn og þétt slátrun allt árið um kring. Áður fyrr fór mesta stórgripaslátrunin fram á haustin og sáralítið eða ekkert að gera aðra hluta ársins. Þá var nauta- eldið í raun afgangsstærð og nautin helst látin éta moðið frá beljunum og gengu úti yfir sumarið. Þegar haustaði vildu bændur svo losna við öll nautin í einu til að þurfa ekki að hafa þau á fóðrum yfir veturinn. Þetta breyttist mjög þegar bændur fóru að leggja meiri áherslu á nautaeldið og hugsa það sem alvöru tekjulind fyrir búin. Nú er þetta víðast hvar mjög vel gert og vel hugsað um fóðrun gripanna.“ Tvöfalt þyngri gripir en fyrir 30 árum Segir Torfi að með vandaðra og skipulagðara nautaeldi og bættri fóðrun hafi gripirnir stækkað mjög. „Á þeim 30 árum sem ég er búinn Sláturhúsið Hellu ehf. stendur í stórræðum til að standast auknar kröfur frá ESB: Ný kjötvinnsla í stærsta nautgripasláturhúsi landsins Myndir / HKr. -

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.