Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 26

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 26
26 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Ályktanir Búnaðarþings 2012 – Alls lágu 23 mál fyrir þinginu til afgreiðslu að þessu sinni Búnaðarþingi 2012 var slitið að kvöldi hlaupársdags, 29. febrúar síðastliðins. Sökum þess hversu lengi fram eftir þingið stóð gafst ekki færi á að koma öllum ályktunum þingsins í síðasta Bændablað, sem fór í prentun fyrr sama dag. Skal nú bætt úr því. Að þessu sinni lágu 23 mál fyrir þinginu. Eins og gengur og gerist tóku þau sum hver breytingum í meðförum þingnefnda og þingsins sjálfs. Þær ályktanir sem þingið samþykkti eru birtar hér en auk þeirra samþykkti þingið reikninga Bændasamtakanna og fjárhags- áætlun fyrir árið 2011. Þá voru sam- þykktar breytingar á samþykktum sjóða í vörslu samtakanna með það að markmiði að auðvelda umsýslu og nýtingu viðkomandi sjóða. Eitt mál, um notkun og nýtingarmögu- leika ríkisjarða, kom ekki úr nefnd og öðru máli, um fyrirkomulag álagningar og útgreiðslu búnaðar- gjalds, var vísað til stjórnar. » Eftirlit í landbúnaði Markmið: Að farið verði yfir fyrir- komulag og stjórnsýslu þeirra opin- beru stofnana sem annast eftirlit með landbúnaðinum, aðföngum hans og afurðum. Í ljósi þeirra mörgu vanda- mála sem upp hafa komið undanfarin misseri er tímabært að skoða með gagnrýnum huga allt fyrirkomulag eftirlits í greininni. Þess skal freistað að byggja upp traust á eftirlitsaðilum að nýju, bæði meðal afurðastöðva, bænda og neytenda. Framgangur: Búnaðarþing 2012 felur stjórn BÍ að fylgja málinu eftir gagnvart stjórnvöldum. » Tvöföld búseta Markmið: Fólki verði gert kleift að taka þátt í kostnaði við rekstur fleiri en eins sveitarfélags með skiptingu útsvars. Leiðir: Einstaklingum verði heimilt að skrá tvöfalda búsetu þannig að útsvarstekjur skili sér í réttu hlutfalli við búsetutíma. Framgangur: Ályktun verði send Sambandi íslenskra sveitarfélaga, innanríkisráðuneyti og fjármálaráðu- neyti. » Eldsneytisverð Markmið: Að lækka eldsneytisverð, en hækkun þess kemur hvað harðast niður á landsbyggðinni. Leiðir: Að dregið verði úr skatt- lagningu á eldsneyti. Framgangur: Ályktun verði send fjármálaráðuneyti og efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis. » Orkuverð og dreifing orku Markmið: Að kostnaður við flutning og dreifingu á raforku verði jafnaður að fullu fyrir alla notendur almenn- ingsveitna. Leiðir: Flutnings- og dreifikerfi landsins verði sameinuð í eina heild með eina gjaldskrá. Framgangur: Ályktuninni verði fylgt eftir af stjórn BÍ, m.a. með viðræðum við stjórnvöld. » Þriggja fasa rafmagn Markmið: Að tryggður verði eins og kostur er aðgangur allra raforku- notenda í dreifbýli að þriggja fasa rafmagni. Leiðir: Að endurnýjun á einfasa dreifikerfi verði hraðað en boðið upp á aðrar lausnir í þeim tilvikum sem fyrirsjáanlegt er að það verði ekki endurnýjað á næstu árum. Framgangur: Ályktuninni verði fylgt eftir af stjórn BÍ. » Dýralæknaþjónusta og dýravelferð Markmið: Búnaðarþing krefst þess að eigendur og umráðamenn búfjár og annarra dýra geti nálgast dýra- læknaþjónustu innan skynsamlegra tímamarka um land allt. Víða um land eru þjónustusvæði dýralækna orðin það stór að virk neyðarþjónusta er tæpast fyrir hendi. Af sömu ástæðum hefur kostnaður hækkað stórlega. Verði ekki bætt úr er dýravelferð í landinu stefnt í hættu, á sama tíma og stjórnvöld hyggjast setja ný og strangari lög um velferð dýra. Leiðir: Í reglugerð nr. 539/2000 um heimildir dýralækna til að ávísa lyfjum verði bætt við heimild til dýralækna til að gera þjónustu- samninga við bændur að norrænni fyrirmynd, sem felur í sér að bændur megi eiga lyf og hefja lyfjameð- ferð í samráði við sinn dýralækni að undangengnu námskeiði í meðferð og geymslu lyfja. Bera þarf lög og reglugerðir um dýralæknaþjónustu og afhendingu dýralyfja saman við sambærilega löggjöf á Norðurlöndunum. Fara þarf yfir stöðu dýraheil- brigðisþjónustu um land allt og meta hvar úrbóta er þörf, bæði á skilgreindum þjónustusvæðum MAST og annars staðar. Bændur, dýralæknar, MAST og stjórnvöld þurfa að koma að þeirri vinnu og leita lausna. Taka þarf til endurskoðunar þætti eins og starfsaðstöðu dýra- lækna, afleysinga- og bakvaktafyrir- komulag og lyfjabúr á afskekktum svæðum. Vaktsíma verður að auglýsa með góðum og aðgengilegum hætti þannig að bændur og aðrir dýra- eigendur hafi greiðan aðgang að upplýsingum. Kvörtunarferli vegna dýralækna- þjónustu verður að vera aðgengilegt og skýrt fyrir bændur. Framgangur: Stjórn BÍ verði falið að fylgja málinu eftir af fullum þunga gagnvart hlutaðeigandi aðilum. » Tilraunaverkefni um dýralæknaþjónustu Markmið: Að bæta dýralæknaþjón- ustu og auka velferð dýra á erfiðum svæðum. Leiðir: Leitað verði leiða að koma á fót tilraunaverkefni til ákveðins tíma sem felur það í sér að á ákveðnu svæði mundi leiðbeiningamiðstöð gera þjónustusamninga að danskri fyrirmynd við bændur um reglu- bundnar heimsóknir (fyrirbyggj- andi dýralæknaþjónustu); einnig með það að markmiði að í samræmi við fyrri ályktanir búnaðarþings og skýrslu lyfjanefndar væri hægt að halda lyf til notkunar í samráði við dýralækninn. Leitað verði samstarfs við stjórnvöld (MAST og ráðuneyti), Dýralæknafélag Íslands svo og aðra aðila. Verkefninu verði komið af stað með fjárframlagi frá Ráðgjafarsviði Bændasamtakanna og viðkomandi leiðbeiningarmiðstöð gegn mótfram- lagi frá öðrum aðilum t.d. sjóðum, sveitarfélögum og MAST. Gert er ráð fyrir því að verkefnið geti staðið undir sér í framtíðinni. Framgangur: Stjórn Bænda- samtakanna er falið að vinna að verkefninu. » Leiðbeiningaþjónusta í landbúnaði Markmið: Búnaðarþing 2012 telur að efla þurfi faglegan styrk og auka hagkvæmni leiðbeiningaþjónustu í landbúnaði. Í því skyni verði ráð- gjafarstarfsemi búnaðarsambandanna og Bændasamtaka Íslands sameinuð í eina rekstrareiningu. Markmið breyt- inganna er að tryggja bændum aðgang að sambærilegri ráðgjöf á sömu kjörum hvar sem þeir búa á landinu, auka faglegt samstarf ráðunauta og nýtingu mannafla og gera ráðgjafar- störfin eftirsóknarverð. Leiðir: Framlög til leiðbeiningaþjón- ustu verði hækkuð og þau sameinuð í eitt framlag við endurnýjun búnaðar- lagasamnings í árslok 2012. Eftirlaunaskuldbindingar BÍ og búnaðarsambanda, sem tengjast ráð- gjafarþjónustunni, verði fjármagnaðar sameiginlega eða samið um að þær falli til hins opinbera við endurnýjun samningsins. Byggt verði á tillögum Ole Kristensen og auglýst eftir sérstökum verkefnisstjóra til að undirbúa starf- semina og rekstrarlegt fyrirkomulag hennar. Sem fyrst verði notendahópar búgreina skipaðir, til faglegrar ráð- gjafar um mótun starfsins. Fjárhagsleg ábyrgð verði á hendi Bændasamtaka Íslands. Framgangur: Bændasamtökin þurfa í komandi samningaviðræðum um búnaðarlagasamning að freista þess að afla stuðnings stjórnvalda við ofan- greindar tillögur, með því markmiði að nýtt fyrirkomulag geti tekið gildi um leið og nýr búnaðarlagasamningur í ársbyrjun 2013. Þá skulu samhliða vinnu við samninginn gerðar til- lögur að nauðsynlegum breytingum á búnaðarlögum. Leita þarf samninga við búnaðarsambönd og leiðbeininga- miðstöðvar um fyrirkomulag á yfir- færslu starfsmanna og búnaðar og um önnur þau atriði sem máli skipta við uppbyggingu nýs fyrirkomulags. » Rannsóknir í landbúnaði Markmið: Að landbúnaðarhá- skólum verði tryggt fjármagn til að standa að öflugu rannsóknar- starfi fyrir landbúnaðinn. Jafnframt verði tengsl atvinnuvegarins við háskólana efld. Niðurstöðum rannsókna verði komið betur á framfæri við þá sem þær nýtast. Leiðir: Við endurskoðun samnings milli Landbúnaðarháskóla Íslands (LBHÍ) og Sjávarútvegs-og landbún- aðarráðuneytis (SLR) verði komið á formlegum samráðsvettvangi milli atvinnuvegarins, LBHÍ og SLR um framkvæmd og forgang í verkefna- vali. Að greinasafn landbúnaðarins verði eflt, leitarmöguleikar lagaðir og það gert sýnilegra á vefmiðlum bænda. Framgangur: Stjórn BÍ falið að fylgja málinu eftir. » Hugbúnaðarþróun í landbúnaði Markmið: Búnaðarþing leggur áherslu á að öll vefforrit Bændasamtakanna verði þróuð áfram í takt við kröfur notenda hverju sinni. Þróunarvinnan byggist á samvinnu ráðgjafarsviðs, tölvudeildar og bænda um forgangs- röðun verkefna. Strax verði ráðist í nauðsynlegar uppfærslur á fjarvis.is í samráði við fagráð, jafnhliða þróun á nýrri kyn- slóð af vefforriti fyrir sauðfjárbændur þar sem tekið verði mið af tæknifram- förum í hug- og vélbúnaði, þ.m.t. spjaldtölvu- og snjallsímalausnum. Þá verði haldið áfram að þróa vefforrit fyrir landsmarkaskrá, sem verði hluti af hugbúnaðarflóru Bændasamtakanna. Tryggt verði fjármagn til þess að Bændasamtökin geti áfram verið í BÚNAÐARÞING 2012 ÁF RA M ÍSL EN SK UR LA ND BÚ NA ÐU R »Ályktanir

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.