Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 4

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 4
Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 20124 Fréttir Kjötmeistari Íslands krýndur Fagkeppni Meistarafélags kjötiðn- aðarmanna var haldin um síðast- liðna helgi. Bar Elmar Sveinsson frá Norðlenska matborðinu sigur úr býtum og var krýndur Kjötmeistari Íslands árið 2012. Hann hlaut flest stig fyrir fimm stigahæstu vörur sínar. Keppnin fór þannig fram að kjötiðnaðarmenn sendu inn vörur með nafnleynd til dómarahóps sem dæmdi vörurnar efitr faglegum gæðum. Hver keppandi mátti senda inn allt að 10 vörur til keppninnar. Vörur í keppninni voru 98 og fengu 80 þeirra verðlaun. Stigahæstu einstaklingarnir voru Elmar Sveinsson frá Norðlenska matborðinu, Jón Þorsteinsson frá Sláturfélagi Suðurlands, Anton S. Hartmannsson frá Krás ehf., Helgi Jóhannesson frá Kjarnafæði, Stefán Einar Jónsson frá Norðlenska mat- borðinu, Friðrik Þór Erlingsson frá Esju – Gæðafæði, Kristján R. Arnarson frá Fjallalambi og Hörður Reynisson frá Esju – Gæðafæði. Grafnar folaldalundir og lambabeikon Að auki voru veitt verðlaun í sér- flokkum, en í flokknum athyglis- verðustu nýjunginni sigraði Jón Þorsteinsson frá SS með lamba- beikon og besta varan úr nautakjöti var kálfapaté með ólívum, fetaosti og chili frá Helga Jóhannessyni í Kjarnafæði. Lamba-, alifugla-, hrossa- svínakjöt og líka fiskur Lambaorðuna hlaut Stefán Einar Jónsson frá Norðlenska mat- borðinu en hann sendi inn þurr- verkaðan lambavöðva í keppnina. Hermann Rúnarsson frá SS sigraði í flokki bestu vöru úr alifuglakjöti með kjúklinga-bratwürst, en Helgi Jóhannesson frá Kjarnafæði sendi einnig inn pylsur að nafni Kielbasa og sigraði í svínakjötsflokknum. Besta varan unnin úr hrossa- eða folaldakjöti og besta hráverkaða varan voru grafnar folaldalundir frá Antoni S. Hartmannssyni frá Krás ehf., en Anton var ansi sigur- sæll og vann einnig verðlaun fyrir bestu lifrarkæfuna, grafinn silung og reyktan lax. Steinar Þórarinsson sigraði í flokknum hráar og soðnar kjötvörur með grafið lambainnralæri. /ehg Reglugerð um merkingar erfðabreyttra matvara: Reglum ekki framfylgt – Ekkert markvisst eftirlit af hálfu eftirlitsaðila Í dag eru tveir og hálfur mánuður liðinn síðan reglugerð um merkingu erfðabreyttra matvæla og fóðurs tók að fullu gildi hér á landi. Þann 1. september sl. tók fóðurhluti reglugerðarinnar gildi og um sl. áramót ákvæði um matvæli. Í þessu felst að merkja skal allar matvörur og allt fóður sem inniheldur erfðabreytt efni sem erfðabreytt. Slíkar reglur hafa verið í gildi í Evrópusambandinu (ESB) sl. níu ár en engar reglugerðir í þessa veru eru til staðar í Bandaríkjunum. Því hafa mat- vörur sem koma til Íslands frá ESB verið merktar með einhverjum hætti, ef þær hafa verið erfðabreyttar, en ekki hefur verið hægt að sjá á umbúðum bandarískra matvara hvort þær inni- halda erfðabreytt efni. Merkingarnar varla að finna Blaðamaður hefur á síðustu tveimur vikum farið á stúfana til að skoða umræddar merkingar og litið inn í flestar af stærri verslununum á Höfuðborgarsvæðinu. Er skemmst frá því að segja að einungis í einni verslun var að finna merkingar á inn- fluttri vöru þar sem tiltekið innihalds- efni var tilgreint sem „erfðabreytt“ – og einungis á fáeinum tegundum morgunkorns. Hér skal það tekið fram að hér er eingöngu átt við innfluttar vörur, en ljóst er að innlendir framleið- endur – í það minnsta einn sælgætis- framleiðandi – eru nú að einhverju leyti farnir að merkja vörur, sem innihalda erfðabreytt efni, sem slíkar. Samkvæmt reglugerðinni er það á höndum heilbrigðisnefnda sveitar- félaga (HES) að hafa eftirlit með að ákvæðum reglugerðarinnar um erfðabreytt matvæli sé framfylgt í verslunum, en Matvælastofnun fer með eftirlit vegna erfðabreytts fóðurs. Hjá Heilbrigðiseftirliti Reykja- víkur borgar (HR) fengust þær upplýs- ingar að það væri Matvælastofnunar (MAST) að samræma eftirlit með erfðabreyttum matvælum þannig að framkvæmdin sé með sama hætti á landinu öllu. Ása Þorkelsdóttir, heilbrigðis- fulltrúi hjá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar, segir að eftirlitið sé hafið og fari þannig fram að merk- ingar varanna séu skoðaðar, en ekki sé hægt að skoða hverja einustu vöru sem til er í hverri verslun. Ef það eru einhverjar athugasemdir þá eru kröfur til úrbóta gerðar við ábyrgðaraðila vörunnar eða ef hann er eftirlitsþegi hjá öðrum opinberum eftirlitsaðila þá er málið framsent þangað. Það er yfir- leitt ekki sjáanlegt á vörunni hvort hún sé rétt merkt hvað þetta varðar. Því þarf að afla upplýsinga frá fram- leiðendum eða innflytjendum um hvort að matvæli frá þeim falli undir reglugerðina.“ Hún segir engar markvissar aðgerðir séu farnar af stað vegna þess að heilbrigðiseftirlitssvæðin hafi ekki fengið leiðbeiningar frá MAST. Mast segir ábyrgðina hjá HES Helga M. Pálsdóttir, sérfræðingur hjá MAST, segir að ákvæðið um samræmingarhlutverk þeirra sé í raun nánari skilgreining á þeirri yfirumsjón sem stofnunin hafi með öllu matvælaeftirliti í landinu, ekki bara hvað varðar erfðabreytt mat- væli. „Þó MAST sé með yfirumsjón yfir HES þá segir MAST ekki HES hvernig þær eigi að haga eftirliti sínu – og því geta þær farið í eftir- lit og athugað hvort merkingar séu réttar og beðið framleiðanda/inn- flytjanda um viðeigandi uppýsingar eftir þörfum, s.s. rekjanleika, rann- sóknavottorð o.s.frv. Hins vegar er vert að taka það fram að framleiðandi/innflytjandi er ábyrg- ur fyrir því að sín vara sé rétt merkt og hef ég vitneskju um stóra innflytj- endur matvæla frá Bandaríkjunum sem bæði eru að láta greina matvælin sín á rannsóknastofum til að athuga með erfðabreytt hráefni, sem og að breyta uppskriftum til að forðast erfða- breytta efnisþætti. Svo að vissulega eru innflytjendur meðvitaðir um þessa reglugerð og eru að bregðast við með þeim hætti sem þeim telja bestan fyrir sig.“ /smh Fríður hópur meðlima í Meistarafélagi kjötiðnaðarmanna. Elmar Sveinsson frá Norðlenska matborðinu var krýndur Kjötmeistari Íslands í fagkeppni Meistarafélags kjötiðnaðar- manna á dögunum. Myndir / EGH Anton S. Hartmannsson frá Krás ehf. var sigursæll í keppninni en hann fór Sala á æðardúni yfir 3 tonn annað árið í röð Heimskreppan og náttúruham- farir í Japan bitnuðu ekki á útflutningi æðardúns árið 2011. Seld voru 3050 kg og er það afar góður árangur eftir metsöluár 2010 en þá voru flutt út 3.662 kg fyrir tæpar 400 milljónir króna. Verðmæti útflutts æðardúns í fyrra voru 375 milljónir kr. en kíló- verðið hækkaði jafnt og þétt út árið og er enn á uppleið. Aðalmarkaður íslensks æðardúns er Japan og bjuggust útflytjendur við miklum samdrætti í kjölfar náttúruham- faranna þar fyrir ári síðan. Annað kom þó á daginn og eftirspurnin hefur verið mikil. Árið 2012 fer einnig mjög vel af stað. Sængur og vörur fylltar æðardúni eru vinsælar hjá efnuðum einstaklingum sem greiða 2-5 milljónir ísk. fyrir sæng og heyrst hefur af enn hærri upp- hæðum. Sala til Evrópu var einnig mjög fín en algengt er að dúnninn sé settur þar í sængur sem síðan eru seldar áfram m.a. til Japans. Uppbygging markaðarins hér heima heldur áfram en æðarbændur hafa unnið ötult starf síðastliðið ár við að kynna æðarrækt og full- vinna sængur. Mikil aðsókn var á Æðarsetur Íslands í Stykkishólmi og Hlunnindasafnið á Reykhólum. Æðarræktarfélag Íslands er með nýtt kynningarefni á lokastigi framleiðslu. KVIK sá um gerð nýs 17 mínútna kynningarmyndbands og Porthönnun sér um umbrot og hönnun á bæklingi sem er væntan- legur. Þá mun innan skamms opna vefsíða á slóðinni icelandeider.is þar sem hægt verður að nálgast upp- lýsingar um æðarrækt, æðardún og söluaðila. Kynningarefni verður í fyrstu atrennu gefið út á íslensku og ensku en í framhaldi er stefnt á útgáfu efnisins á fleiri tungumálum, s.s. þýsku og japönsku. Enn frekari þróun og verkefni eru í gangi til að auka fullvinnslu á æðardúni á Íslandi, en gífurleg tækifæri eru til að margfalda virði dúnsins og skapa atvinnutækifæri í ýmsum atvinnugreinum með æðarfuglinn sem viðfangsefni. /GHJ Guðrún Gauksdóttir formaður Æðar- ræktarfélags Íslands heilsar upp á Mynd / GHJ

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.