Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 40

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 40
40 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Lesendabás Í 3. tölublaði Bændablaðsins í ár hefur MHH það eftir Arnari Bjarna Eiríkssyni í Gunnbjarnarholti að hann vilji nýtt kúakyn til landsins sem allra fyrst. Auðvitað er mönnum frjálst að hafa þær skoðanir sem þeim sýnist og viðra þær í ræðu og riti. Mín skoðun er hins vegar sú að enginn hagur sé í innflutningi á nýju kúa- kyni til landsins, nema fyrir þá sem selja fjósinnréttingar og kjarnfóður. Og það er nú einmitt það sem herra Arnar Bjarni Eiríksson fæst við. Sigríður Jónsdóttir, Arnarholti. Þá segir Búkolla Því ber að fagna að umræða hafi átt sér stað á síðum Bændablaðsins um ólíkar leiðir í landbúnaði, þar með talda líf- ræna ræktun. Það er mjög greini- legt að skoðanir eru skiptar, sem eðlilegt er, en kannski kemur það mest á óvart hversu ein deild innan Landbúnaðarháskóla Íslands (auðlindadeild), sem er einn af ríkisháskólum og á fjár- lögum ríkisins - það er að segja fjármagnaður af skattpeningum okkar - virðist draga verulega lappirnar þegar kemur að lífræn- um landbúnaði. Það má lesa milli línanna að kennslu sé haldið uppi innan stofnunarinnar svona með semingi, jafnvel til málamynda. Ein staðreynd sem horft er upp á á Íslandi er að hlutfall ræktaðs lands í lífrænni ræktun er með því lægsta sem þekkist í gjörvallri Evrópu. Rúmenía og Búlgaría eru þar á botninum, ásamt Íslandi, með í kringum 1%. Í þessari umræðu hér á landi fer ekki mikið fyrir skoðunum neytenda, þó vissulega láti þeir álit sitt í ljós í sívaxandi mæli með því að velja lífrænt vottaðar afurðir - kjósa með buddunni. Það mætti setja spurningarmerki við til- gang lífrænnar ræktunnar: er hún einungis fyrir vísindamenn, til að deila um ágæti hennar og rífast um í gegnum neðanmálsgreinar og tilvísanir, eins og góðum vísinda- mönnum sæmir? Er lífræn ræktun einungis akademískt álitaefni sem menn takast á um með rökum, með eða á móti, án nokkurra tengsla við raunveruleikann, jafnvel? Holger Kirchmann, einn af þekktustu andstæðingum lífrænnar ræktunar í Svíþjóð, hefur ekki náð að hamla framþróun hennar í eigin landi og er Svíþjóð það Evrópuland sem komið er lengst á braut lífrænnar ræktunar, með 14% af ræktuðu landi í vott- aðri, lífrænni ræktun. Hvað gerðist? Svarið er ákaflega einfalt: neyt- endur velja í auknum mæli lífrænar afurðir og eftirspurnin kallar á framleiðslu. Henni er vel og vand- lega svarað á Norðurlöndum: það er nóg að biðja um „snakk“ um borð í SAS-vél; það kemur frá Svíþjóð og er merkt í bak og fyrir „økologiskt“ - lífrænt. Eða að fara á nýja markað- inn í miðborg Kaupmannahafnar, Torvehallen: meira en 50% af matvælum þar eru „økologisk“ - lífræn. Bóka sig á hótel í Ósló: handklæðin eru úr „organic cot- ton“ - lífrænni bómull. Eða að fara í stórmarkaði í Kaupmannahöfn, Ósló eða Stokkhólmi - eða hvar sem er á Norðurlöndum, þar er framboð af lífrænum afurðum orðið gríðarlega mikið. Sömu sögu er að segja um London, París, Berlín eða Ítalíu - þar er eftirspurn frá neyt- endum svarað, myndarlega og af metnaði. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur sett markið hátt: að árið 2020 verði vottuð, lífræn ræktun á 20% af ræktarlandi. Íslenskir neytendur eru ekki frá- brugðnir neytendum í öðrum lönd- um og nýleg hneyksli um áburð og iðnaðarsalt hafa ekki aukið traust á verksmiðjubúskap í matvælafram- leiðslu. Bændamarkaðir, sérversl- anir sem selja beint frá bónda og vinsældir framleiðslu frá litlum aðilum tala sínu máli: íslenskir neytendur kjósa afurðir frá fram- leiðendum sem votta að ekki hafi verið farið á bak við neytandann við framleiðsluna. Stofnun Samtaka líf- rænna neytenda (SLN) og vinsældir samtakanna eru æpandi dæmi um þessa eftirspurn, og það verður að virða það við neytendur að þeir taka afstöðu til þess í auknum mæli hvernig matur er búinn til. Réttilega. Hversu lengi ætla Landbúnaðar- háskólinn og yfirvöld að vera í afneitun gagnvart þessari eftir- spurn? Hún verður áfram, og afleiðingin verður einfaldlega að sótt verður út fyrir landsteinanna til að finna þessar lífrænu afurðir sem kallað er eftir. Hagsmunasamtök bænda hljóta að opna augun fyrir þessu og hvetja til aukinnar líf- rænnar ræktunar og framleiðslu. Neytendur sem biðja um lífrænar afurðir eru ekki annars flokks neytendur, þeir setja gæði fram yfir magnið og eru tilbúnir til að greiða hærra en sanngjarnt verð fyrir afurðir sem eru framleiddar á Íslandi og dreift helst beint til neytandans. Vonandi vakna ein- hverjir bændur og framleiðendur við þessa staðreynd, og vonandi halda vísindamennirnir ergelsinu innan veggja háskólanna. Það er auk þess vonandi að þær stofn- anir sem að landbúnaðinum snúa taki nú höndum saman um að efla stuðning, hvatningu og kennslu þegar kemur að lífrænum búskapar- háttum. Ísland þarf á því að halda. Dominique Plédel Jónsson Formaður Slow Food Reykjavík.. Neytendur biðja um lífrænar afurðir Mikilvægt að gefa ekki eftir fyrir ESB í landbúnaðarviðræðum Í janúarmánuði 2011 sendi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneytið Evrópusambandinu svör vegna rýnivinnu um land- búnaðarmál. Ráðuneytið rök- studdi með skýrum hætti að ekki yrði hafin aðlögun að regluverki Evrópusambandsins í landbún- aðarmálum meðan á viðræðum stæði og hafnaði þar með tilmælum sem fólust í spurningalista ESB: „Af áðurnefndum ástæðum mun Ísland ekki hefja undirbúning að skipulags- og lagabreytingum né aðlaga sinn lagaramma fyrr en að lokinni samningsgerð, takist samningar um aðild og fullgildingu aðildarsamnings að lokinni þjóðar- atkvæðagreiðslu á Íslandi og sam- þykkt hans af samningsaðilum á formlegan hátt.“ Svör þessi voru mótuð í anda þeirrar stefnu sem Alþingi setti með samþykkt þingsályktunartillögu um aðildarviðræður. Þar kemur skýrt fram að það beri að láta reyna á þær kröfur gagnvart ESB að Ísland haldi sérstöðu sinni í landbúnaðarmálum, m.a. með tilliti til tolla, innflutnings og síðast en ekki síst að hér yrði við- haldið óbreyttu stuðningskerfi við landbúnað. Vel rökstuddar varnarlínur Bændasamtakanna í ESB-málum eru í samræmi við þingsályktunartillögu Alþingis. Því var það fullkomlega rökrétt að ég sem landbúnaðarráð- herra gerði varnarlínur og kröfugerð Bændasamtakanna að mínum í öllum viðræðum og skoðanaskiptum við fulltrúa ESB. Ekki þurfti að sannfæra mig sérstaklega um að þar fóru saman hagsmunir íslensku þjóðarinnar og bænda. En þeir sem stýrðu samn- ingum við ESB voru mér þarna ekki sammála og töldu hreinlegra að hætta strax viðræðunum en að halda fram kröfum Bændasamtakanna. Í för minni sem aldrei varð til Brussel ætlaði ég að krefja ESB svara um meginkröfurnar í íslenskum land- búnaði. En ESB slapp þar fyrir horn eins og kunnugt er. Aðhald Bændasamtakanna skiptir miklu máli Frá því viðræður hófust lá fyrir að ríkisstjórnin var ekki samstíga í þessu máli og forysta hennar vildi þegar á fyrstu stigum stíga skref í þá átt að gefa eftir á ítrustu kröfum Alþingis. Sami skilningur kom fram þegar ég sem ráðherra málaflokksins gerði varnarlínur BÍ að kröfu ráðu- neytisins. Og þegar umrædd svör við spurningum ESB voru send inn í janúar í fyrra, þ.e. um að allri fyrir- fram aðlögun væri hafnað, þá lágu við borð hótanir um missi ráðherra- stóls. Nú, þegar mannaskipti hafa orðið í ráðuneyti landbúnaðarmála, er mikilvægt að Bændasamtökin standi áfram vörð um þær línur sem dregnar hafa verið og hviki hvergi. Með yfirlýsingum íslenskra embættismanna og m.a. frá for- manni utanríkismálanefndar um að fyrirfram skuli horfið frá tollvernd í landbúnaði, er í reynd horfið frá þeirri stefnu sem Alþingi markaði með þingsályktun sinni um aðildar- viðræðurnar. Þar með færi fram- kvæmdavaldið út fyrir umboð sitt til samninga og óvissa ríkir um lögmæti slíkra viðræðna. Hrátt kjöt og lifandi dýr Í aðildarviðræðum Íslands og ESB er mikilvægustu hagsmunamál bæði neytenda og íslensks landbúnaðar verndun búfjárstofna, íslensk nátt- úruvernd, fæðuöryggi, heilbrigði og hollusta landbúnaðarvara. Öllum er í fersku minni átökin um að fá að viðhalda banni á innflutningi á hráu ófrosnu kjöti. En Alþingi samþykkti mótatkvæðalaust fyrir liðlega tveim árum að viðhalda því banni. Það hefði því verið fullkomlega óásætt- anlegt af minni hálfu að gefa slíkt eftir í upphafi viðræðna við ESB. Hins vegar var lögð þung áhersla á það af forystu ríkisstjórnarinnar og samningamönnum Íslands að horfið yrði frá kröfu um bann við innflutningi á hráu kjöti. Forysta ríkisstjórnarinnar og utanríkisráðu- neytið ætluðust til þess að land- búnaðarráðuneytið réði danskan dýralækni til þess að vinna faglega álitsgerð og áhættumat á innflutningi lifandi dýra til Íslands. Ég hafnaði þessari kröfu og sagði að við ættum innlenda sérfræðinga sem væru fullfærir um að meta þessa áhættu og ættu ekki að framselja málið til erlenda aðila. Í framhaldi að því skipaði ég hóp sérfræðinga til þess að fara yfir röksemdir okkar í þessu máli. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið óþægur ljár í þúfu Ein af kröfum ESB hefur verið að sameinað verði undir einni stjórn- sýslu byggðamál, landbúnaðar- og sjávarútvegsmál. Ástæðan er sú að hjá ESB er styrkjakerfi landbúnað- arins, eins og kunnugt er, með allt öðrum hætti en hér. Það er því hluti af opnunarskilyrðum ESB að sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðuneytið verði lagt niður í núverandi mynd og sameinað m.a. iðnaðaráðuneyti. Þannig væri hægt að sameina stjórnun á styrkjakerfi landbúnaðar- ins að ESB-fyrirmynd í svokallaðri Greiðslustofnun. Þessu hafnaði ég eins og kunnugt er. Eitt er að stokka upp ráðuneyti á forsendum okkar sjálfra en annað er að gera það á for- sendum eða kröfum ESB. Að leggja niður sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðuneyti nú er því hluti aðlögunar- krafna ESB. Fögnuður í Brussel Það ætti að vera bændum sem og þjóðinni allri umhugsunarefni í aðlögunarferlinu að ESB að utan- ríkisnefnd ESB hefur séð sérstaka ástæðu til að lýsa formlegri vel- þóknun sinni á breytingum í ríkis- stjórn Íslands um sl. áramót. Nefndin áréttar að hún beri sérstakt traust til hinnar nýju ríkisstjórnar og að „hún muni halda áfram samningum af enn meiri áherslu og festu og skuldbind- ingum við aðildarferlið“. Fulltrúar ESB hafa aldrei farið dult með það mat þeirra að umsókn- arferli að ESB felur í sér beina aðlög- un að innra regluverki og skipulagi sambandsins. Samningsumboð íslensku samninganefndarinnar er hins vegar skilyrt: að ekki sé vikið frá meginhagsmunum Íslendinga í viðræðunum. Umsóknin komin á endastöð Ljóst er að ekki verður lengra haldið í aðildarferlinu án þess að hefja hér enn frekari aðlögun og innleiðingu á kröfum og regluverki ESB. Mitt mat er því að umsóknin um aðild að ESB sé komin á ákveðna endastöð. Kröfur ESB liggja fyrir og aðlögun er hafin. Að óbreyttu er framundan móttaka aðlögunarstyrkja og tímasetningar á aðlögun að ESB. Þar ræður ESB alfarið ferðinni. Jón Bjarnason Alþingismaður Vinstri hreyfingar- innar - græns framboðs og fyrr- verandi sjávarútvegs- og land- búnaðarráðherra. Jón Bjarnason. Varðandi grein sem birtist Í bændablaðinu þann 19. Janúar 2012. með yfirskiftinni „talsverður munur á mati yfirkjötmatsmanna MAST“. Ástæða þessara skrifa er tilkomin vegna ávænings að kjötmat hjá Fjallalambi hafi verið rangt síðasta haust og margir hafa látið í það skína að það eigi við um undanfarin ár líka. Einnig getgátur um að kjötmatsmaður Fjallalambs sé hugsamlega að vinna undir yfirálagi. Það sé m.a. ástæða þessa að frávik hafi verið meiri í Fjallalambi en hjá öðrum í úttektinni í haust. Staðreyndir málsins. Kjötmatsmaður hjá Fjallalambi vinnur ekki undir meira álagi en víða annars- staðar og ekki hægt að segja eða gefa það í skin að frávik í mati verði vegna álags. Ef einhverjir vilja koma þessum frávikum sem fram komu í úrtakinu í haust á kjötmatsmann Fjallalambs eða fyrirtækið þá vil ég benda þeim á að tala við yfirkjötmatið þar sem þeir stýra kjötmati hússins. Yfirkjötmatið á Íslandi hefur fulla umsjá og ábyrgð á því kjötmati sem fram fer í landinu. Þeir koma reglulega í sláturtíð og taka út mat kjötmats- manna og í okkar tilfelli voru engin óeðlileg frávik tilkynnt til okkar. Ekki í síðustu sláturtíð og ekki í sláturtíðum fyrri ára. Sláturleyfishafinn greiðir kjötmats- mönnum laun en hefur ekki heimild til að stýra eða hafa áhrif á kjötmat á nokkurn hátt Hærra holdfyllingarmat þýðir hærra verð til bænda. Hjá hvaða sláturleyfishafa er þá matið rétt? Staðreyndin er sú að það er meiri vöðvafylling í lömbum í Fjallalambi en víða annarsstaðar. Niðurstaða kjötmats síðustu ára undir stöðugu eftirliti Yfirkjötmats ætti að staðfesta það. Undirrituð vilja síðan benda á það að ein úttekt að þessu tagi getur ekki gefið mönnum tilefni til að ætla það að allt mat í haust og fyrri ára sé rangt. Starfsmenn yfirkjötmatsins hafa staðfest að kjötmat hjá okkur hefur verið í lagi. Sé það ekki á rökum reist má allt eins ætla að allt kjötmat á landinu undir eftirliti yfirkjötmats hafi verið í skötulíki undanfarin ár. Við viljum síðan benda á það að svona úttekt er mjög af hinu góða og munum óska eftir því að hún verði. Björn Víkingur Björnsson. Fjóla Runólfsdóttir. Ytri úttekt á lambakjötsmati

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.