Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 25

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 25
25Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 að vera í þessu, þá hafa nautin tvö- faldast í þyngd að meðaltali. Þyngstu gripirnir sem hingað koma eru upp undir tonn á þyngd á fæti, en algeng þyngd er 500 til 600 kg. Algengur fallþungi er nú orðinn um 250 kg. Hér áður var miðað við að nauts- skrokkar færu í 1. flokk ef þeir næðu 130 kg og ég hugsa að það hafi verið innan við helmingurinn sem náði því. Breytingin er því mjög mikil.“ Stóraukin gæði í takt við auknar kröfur neytenda Nú hafa kjötiðnaðarmenn verið að kalla eftir fituríkara kjöti, er það ekki líka mikil breyting frá fyrri tíð? „Jú og neytendur eru líka orðnir kröfuharðari, enda tíðkaðist það ekki mikið hér áður að vera að éta mikið af nautasteikum. Um leið og fólk hefur lært að meta nautakjötið og áttað sig á því hvernig gott kjöt á að vera hafa kröfurnar aukist. Fólk hefur áttað sig á að kjötið þurfi að vera fitusprengt til að ná safaríkari og mýkri steikum. Bændur hafa mætt þessu með breyttu eldi. Það er því matarmenningin á Íslandi sem hefur gjörbreytt nautgriparæktinni. Þá hefur sú hefð að grilla mat í ríkara mæli leitt til mikilla breytinga á neyslu á nautakjöti. Það er ekk- ert gaman að grilla eitthvert ólseigt drasl. Það er alveg sama sagan með hakk og hamborgara. Þegar fólk hefur einu sinni prófað að grilla góða hamborgara úr góðu hráefni, þá gerir það kröfur um að fá slíkt aftur. Góðir grillaðir nautahamborg- arar eru algjört sælgæti. Það hefur því orðið mikil breyting, á framleiðslu á nautahakki og hamborgurum, til batnaðar.“ „Beint frá býli“ kallar á aukna vinnslu Torfi segir að kjötvinnsla fyrirtæk- isins sé stöðugt að verða umfangs- meiri. Fyrir utan hlutun á skrokkum sér fyrirtækið um úrbeiningu fyrir stórkaupendur í Reykjavík og víðar. Þá er líka mikið úrbeinað fyrir bændur sem eru að selja beint frá býli en sumir þeirra eru að taka tugi skrokka á ári. Í sumum tilfellum er um meiri úrvinnslu að ræða fyrir bændur, með sundurhlutun í smærri einingar, pökkun, hökkun á kjöti og hamborgaragerð. Segir Torfi að nokkur breyting hafi verið að eiga sér stað hjá bænd- um sem áður slátruðu heima fyrir sig og sína. Aukið skipulag og meiri nákvæmni í nautgriparæktuninni og í mjólkurframleiðslunni hafi kallað á aukna vinnu. Samfara fækkun fólks á sveitabæjum hafi bændur hrein- lega ekki lengur tíma til að sinna heimaslátrun svo vel fari auk þess sem kröfur til slátrunar hafi verið að aukast til muna og nú síðast í nóvember. Það kalli á umfangsmeiri og dýrari búnað. Allt þetta hefur gert það að verkum að bændur hafa hætt heimaslátrun og snúa sér nú beint til stóru sláturhúsanna með slátrun gripanna og vinnslu á kjötinu. Með hálft landið undir Starfssvæði Sláturhússins Hellu hf. spannar yfir um hálft landið, eða frá Höfn í Hornafirði og vestur í Borgarfjörð og Snæfellsnes. Á þessu svæði er Sláturfélag Suðurlands einnig með sitt sláturhús, en þar fyrir utan eru ein fimm sláturhús á Norðurlandi, auk þess takmarkaða fjölda sem slátrað hefur verið á Vopnafirði og Hornafirði. Má segja að Hella sé í dag einn umsvifamesti sláturhúsabær landsins, en þar er einnig öflugt kjúklingasláturhús Reykjagarðs, sem er í eigu SS og framleiðir m.a. Holtakjúkling. Sláturfélagið rak reyndar einnig sauðfjárslátrun á Hellu á árum áður en sú starfsemi fer nú öll fram á Selfossi. Færri og stærri einingar Þó starfssvæði Sláturhússins Hellu sé stórt og sláturhúsum á landinu hafi stórfækkað á umliðnum árum, þá telur Torfi að sláturhúsum eigi jafnvel enn eftir að fækka. „Það er óhagkvæmt að slátra í litlu magni í dýrum og vel búnum húsum eins og nú er krafist.“ Segir hann litlu skipta þó nautgripabúin séu ekki að skila nema kannski 15-30 nautgripum í slátrun á ári og þau allra stærstu kannski 70 til 100 gripum. Afkastagetu sláturhúsanna sé einfaldlega mætt með flutningi á gripum, jafnvel hundruð kílómetra leið. Sláturhúsið sér sjálft um flutn- ingana að mestu og er með undir- verktaka í því verkefni. Eru gripir sóttir til slátrunar fimm daga í viku frá sunnudegi til fimmtudags. Lykilatriði að vandað sé til verka við stórgripaflutningana Að sögn Torfa eru flutningar á stór- gripum mikið vandaverk og skipta miklu máli varðandi gæði kjötsins eftir slátrun. Áhersla er lögð á að velja saman gripi til flutnings af kostgæfni svo ekki skapist óróleiki og stress hjá gripunum. Ef vel er að verki staðið, þá skiptir aksturstíminn ekki svo miklu máli. Ef óróleiki verð- ur á bílnum og gripir koma stressaðir í hús þýðir það einfaldlega að kjötið af þeim verður nær ónothæft nema kannski til frekari vinnslu. Stressaðir gripir eru ávísun á óætt kjöt „Hver einasti gripur er sýrustigs- mældur sem er í raun ekkert annað en stressmæling. Ef þeir eru stress- aðir er kjötið af þeim tekið frá og sett í aðra vinnslu. Það getur aldrei orðið til almennileg steik úr kjöti af stressuðum dýrum. Stress er snúið fyrirbæri. Það sem gerist þegar gripir stressast er að þeir ganga á sykurforðann eða glúkósann í vöðvunum. Þegar hann er farinn tekur marga sólarhringa að ná honum upp aftur og jafnvel nokkrar vikur. Um leið og gripir eru felldir gengur glúkósinn í efnasamband við ens- ímin vöðvanum. Þannig myndast mjólkursýra á fyrsta sólarhringnum eftir fall gripanna sem brýtur síðan niður krossböndin í kjötinu og það meyrnar við að hanga. Mjólkursýran og niðurbrotið eru því mikilvægara eftir því sem gripirnir eru eldri því þá eru krossböndin seigari. Ef gripir eru stressaðir við slátrun getur þessi mjólkursýra ekki myndast eftir að gripirnir eru felldir. Skiptir þá engu máli hvað kjötið er látið hanga lengi,“ segir Þorgils Torfi Jónsson. /HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.