Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 37

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 37
37Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Bóas Kristjánsson fatahönnuður: Blandar saman mjólkurtextíl og íslenskri ull Fljótlega eftir að Bóas Kristjánsson kom úr framhaldsnámi í fata- hönnun í Belgíu fyrir fjórum árum ákvað hann að skapa sér sérstöðu og fara óhefðbundnar leiðir í efnisvali. Nú sér fyrir endann á mikilli þróunarvinnu hjá fyrir- tæki Bóasar, sem hann stofnaði þegar heim kom, svo nú munu við- skiptavinir brátt geta fest kaup á flíkum úr lífrænni bómull og ull, vistvænum hör og mjólkurtextíl. „Það sem ég mun leggja áherslu á er karlmannsföt og aukahlutir fyrir bæði kynin. Ég er með reynsluríkan klæðskera í vinnu hjá mér, Eddu Skúladóttur, en undanfarið höfum við unnið að markvissum sniðum sem töluverð þróunarvinna hefur farið í. Ég hef ákveðið að einblína á nýjan markhóp og gera út á umhverfis- og vistvæn föt, sem þýðir í stuttu máli að ekki er gegnið ótæpilega á nátt- úruauðlindir við vinnslu þeirra,“ útskýrir Bóas sem lagði áherslu á hátískumarkaðinn í námi sínu. Vottað, endurunnið og lífrænt „Ég var fenginn, ásamt fleiri íslenskum hönnuðum, til að hanna fyrir loftslagsráðstefnuna sem var haldin í Kaupmannahöfn árið 2009. Í framhaldinu fengum við kynn- ingar á vistvænum textílefnum og þeim nýjungum sem voru í boði. Þá ákvað ég að einblína á þetta, þar sem ákveðin saga þarf að vera á bakvið hönnunina og hönnuðinn og gæða- stuðullinn þarf að vera mjög hár. Ég hef kynnt mér hvað er hægt að nota af íslensku hráefni og þó það sé takmarkað þá höfum við vistvæna orku hér, sem kemur sér mjög vel,“ segir Bóas og bætir við: „Allir eru að spyrja sig; hvað er vistvæn hönnun, er þetta kannski bara plat? Þetta snýst í grunninn um að það er ekki fylgst nógu vel með fram- leiðslu á ull og bómull í heiminum. Til dæmis þarf gríðarlega mikið vatnsmagn til bómullarframleiðslu og að auki er framleiðsluferlið mjög mengandi. Framleiðsla á nýju pólý- ester er mjög slæm fyrir umhverfið. Þannig að í vistvænni hönnun er notuð lífræn ull, vottuð bómull og endurunnið pólýester, svo dæmi séu tekin. Á undanförnum árum hefur mjög mikið komið af textíl sem léttir byrðum af umhverfinu.“ Léttur og mjúkur mjólkurtextíll Eitt af efnunum sem Bóas notar er textíll unninn úr mjólk sem annars væri fleygt, en við framleiðslu á honum þarf ekki mikið vatn og það er þessi hugmynd um að nýta aukaaf- urðir sem heillar Bóas við hönnunina. „Á loftslagsráðstefnunni í Danmörku var þetta eitt af fyrstu efn- unum sem ég sá, en þar var hönnuður frá San Francisco með kjólalínu og nærfatnað úr mjólkurtextíl. Þetta er mjög mjúkt og létt efni og getur hent- að í ýmsan fatnað. Mjólkurtextíll er þó ekki nýr af nálinni því Þjóðverjar uppgötvuðu þetta í kringum 1930. Þetta er unnið úr próteininu kaseini, sem er í mjólk og hægt að vinna þráð úr. Hér áður var gallinn að mikla mjólk þurfti til framleiðslu á þræð- inum en í dag er hægt að drýgja efnið með nútímaframleiðsluaðferðum. Hér er aukaafurð sem er vistvæn og ég hef mikið blandað saman við aðra textílþræði, eins og alpaca-ull og líf- ræna bómull,“ útskýrir Bóas og segir jafnframt: „Það sem er einnig svo gott við mjólkurtextílinn er að hann er góður fyrir húð fólks og sérstaklega gott að vinna nærföt úr þessum textíl. Við erum að kaupa spunninn þráð úr 100% mjólk frá góðum framleiðslu- aðila á Ítalíu sem við blöndum saman við önnur efni, eins og íslensku ull- ina. Það er sérstakur sjarmi í því fyrir fatahönnuði að nota íslensku ullina en ég hef einnig hannað prjónaflíkur. Ég er mest með náttúrulega tóna í hönnuninni minni og fatnaðurinn er frekar látlaus, en ég er óhræddur við að vinna með ýmsar litasam- setningar.“ /ehg Bóas Kristjánsson fatahönnuður notar meðal annars textíl úr mjólk og ís- lenska ull í vörulínum sínum. Móðir Bóasar, Margrét Bóasdóttir, sýnir hér englavængi úr línu sonarins sem búnir eru til úr mjólkurtextíl. Peysa búin til úr ullar- og mjólkur- þráðum Kristín Sigurðardóttir saumakona og Edda Skúladóttir klæðskeri að störfum á vinnustofunni. Vesti sem unnið er úr hrein-dýraleðri.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.