Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 2
Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 20122 Fréttir Tilraunaverkefni sett af stað til að opna svínaræktina: Eftirspurn eftir „free range“ grísaeldi svarað Athygli vakti að Svínaræktarfélag Íslands auglýsti í síðasta Bændablaði eftir bændum til að ala grísi í frjálsu umhverfi. Í aug- lýsingunni kom fram að um til- raunaverkefni væri að ræða og að eldið færi fram á grundvelli reglu- gerðar um vistvæna landbúnar- framleiðslu samkvæmt viðauka um afurðir svína í dreifbærum búskap. Í verkefninu er gert ráð fyrir að eldið fari fram á tveimur til þremur stöðum á landinu, á tímabilinu apríl- september. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands og svínabóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, segir að á síðustu árum hafi íslensk svínarækt þróast m.t.t. aukinnar hagkvæmni í rekstri búanna og óskir neytenda einkum tekið mið af góðri og hollri vöru á ásættanlegu verði, en svínakjöt er með um fjórðungs hlutdeild í kjöt- neyslu í landinu. Þessu hefur fylgt að lítið framboð hefur verið á svínakjöti af dýrum sem alin eru við aðrar og rýmri aðstæður. „Svínabændur hafa orðið varir við vaxandi áhuga neytenda á fjölbreytt- ari valkostum hvað þetta varðar, þó svo að verð á slíkum afurðum yrði hærra – eðli málsins samkvæmt,“ segir Hörður um forsögu þessa verk- efnis. Hann segir að fram til þessa hafi ekki farið fram eldi á þann veg sem nú er lagt upp með. Eitthvað hafi þó verið um eldi á grísum í opnu rými, þar sem svín hafa gengið um frjáls og jafnvel með öðrum búsmala. Í þeim tilfellum hafa dýrin, einn til tveir grísir, einkum verið alin til nytja á viðkomandi búi. „Matvælastofnun hefur nú til skoðunar breytingar á reglugerð, þannig að kveðið verði á um með skýrum hætti við hverskonar aðbúnað svín skuli alin í vistvænu umhverfi. Tekið verður mið af hlið- stæðum reglum í nágrannalöndunum. Þar er þó sá munur á að umtalsverður stuðningur er við slíkt eldi, sem ekki hefur verið gert ráð fyrir hér á landi. Gerðar verða kröfur um að dýrin hafi gott húsaskjól og geti verið utan- dyra þegar veður leyfir, en almennt á veður yfir sumarmánuðina ekki að vera hindrun í þessu sambandi.“ Valkostum neytenda fjölgað „Tilraunin sem nú er verið að undir- búa gerir eingöngu ráð fyrir eldi á tilteknum fjölda grísa yfir sumar- mánuðina og að þeim verði slátrað í ágúst-september. Þá verður kostn- aður metinn og lagt almennt mat á hvernig til hefur tekist. Í framhald- inu geta bændur síðan ákveðið hvort unnið verður áfram með svínarækt á grunni þeirrar reynslu, sem af verk- efninu hefur fengist,“ segir Hörður. Nýverið var landsráðunautur í ali- fugla- og svínarækt ráðinn til starfa hjá Bændasamtökum Íslands og því ekki úr vegi að spyrja Hörð hvernig hann sjái fyrir sér framtíð svína- ræktarinnar – og ekki síst þessarar undirgreinar hennar. „Svínabændur fagna ráðningu ráðunauts fyrir svínaræktina og ljóst að ekki verður skortur á verkefnum fyrir búgrein- ina. Væntanlega getur þetta verkefni tengst ráðgjöf BÍ með ýmsum hætti en framtíðin mun skera úr um það. Mikil sérhæfing innan svína- ræktarinnar hefur í mörgum tilfellum valdið því að dýrin og umönnun þeirra eru ekki eins sýnileg almenn- ingi og æskilegt væri. Með þessu verkefni verður hugs- anlega stigið fyrsta skrefið í að opna greinina meira frá því sem nú er, auk þess sem neytendur geta valið um afurðir sem ekki hafa verið á boð- stólum fram til þessa.“ /smh Þingmál númer 508 sem fjallar um úthlutun tollkvóta og flutt er af sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra hefur ekki hlotið sam- þykki í þinginu. Málinu var vísað til atvinnuveganefndar sem vísaði því áfram til umsagnar hjá efna- hags- og viðskiptanefnd. Helstu atriði breytinganna felast í að tollur á þær vörur sem eru flutt- ar inn samkvæmt tollkvótum sem tilgreindir eru í sérstökum viðauk- um skal lagður á sem magntollur. Fundinn skal út mismunur ríkjandi heildsöluverðs sem skal vera sam- kvæmt upplýsingum fengnum frá að minnsta kosti tveimur leiðandi ótengdum dreifingaraðilum og inn- flutningsverðs samkvæmt meðaltali tollverðs síðastliðinna sex mánaða. Hafi vara ekki verið flutt til landsins á síðustu sex mánuðum er heimilt að miða innflutningsverð við við- skiptaverð vörunnar í útflutnings- landi að viðbættum flutnings- og vátryggingarkostnaði. Einnig skal ráðherra úthluta tollkvótum samkvæmt viðaukum þegar framboð á viðkomandi vöru er ekki nægjanlegt á innanlands- markaði eða sýnt þykir að það verði fyrirsjáanlega ekki nægjanlegt á næstu þremur mánuðum. Framboð telst ekki nægjanlegt, ef viðkom- andi vara er ekki til stöðugrar dreif- ingar í að lágmarki 90% magni af eftirspurn að minnsta kosti tveggja leiðandi ótengdra dreifingaraðila og er ekki fáanleg frá að minnsta kosti tveimur framleiðendum. Innflutningstímabil tollkvóta getur verið allt að eitt ár í senn en skal þó ekki vera styttra en einn mánuður. Með lögunum bætist einnig við nýr viðauki nokkurra vöruflokka og fleiri málsliðir fá smávægilegar breytingar. SS greiðir bændum 2,15% uppbót Stjórn SS sendi frá sér tilkynn- ingu í fyrri viku um að ákveðið að greiða bændum 2,15% uppbót á afurðaverð allra kjöttegunda fyrir árið 2011. Uppbótin hefði verið greidd inn á bankareikninga bænda 12. mars. Í tilkynningu frá SS segir að það sé stefna fyrirtækisins að greiða samkeppnishæft afurðaverð hverju sinni og góð afkoma liðins árs geri þessa uppbót mögulega. Með þessum uppbótargreiðslum fylgir SS í kjölfar Kjötafurðastöðvar KS á Sauðárkróki og Sláturhúss KVH á Hvammastanga sem tilkynntu í fyrri viku um greiðslur á 2,15% uppbót fyrir innlegg á síðasta ári. Breytingar á tollalögum Evrópustofa, upplýsingamiðstöð ESB á Íslandi, hefur að undan- förnu staðið fyrir fundaherferð um landið. Timo Summa, sendi- herra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi, hefur verið meðal fram- sögumanna á fundunum og kynnt stöðu aðildarviðræðanna. Summa hefur auk þess fundað með ýmsum aðilum upp á síðkastið, víðs vegar um land. Hjörtur Narfason, formaður Samtaka atvinnurekenda á Akureyri og framkvæmdastjóri steypustöðvar- innar „Möl og sandur“ á Akureyri átti á dögunum fund með Summa. Í samræðum þeirra kom fram að Summa hefði á ferðum sínum um landið hitt upp undir sex tugi bænda sem allir hefðu verið jákvæðir fyrir Evrópusambandsaðild. Hins vegar sagði Summa að allt öðru máli gegndi um hagsmunasamtök bænda. Við þau væri lítið hægt að tala og þau væru í engum tengslum við sína félagsmenn, bændur. „Það var ekki hægt að skilja manninn öðruvísi. Mér fannst þetta alveg ótrúlegt þegar hann var að segja okkur þetta. Hann sagði í óspurðum fréttum að hann gæti ekki annað greint, af þessum heimsóknum sínum til bænda, heldur en að þeir væru almennt fremur jákvæðir gagnvart Evrópusambandinu. Svo bætti hann því við að samtök bænda gengju ekki í takt við það sem bændur vildu.“ „Það sagði ég aldrei“ Bændablaðið hafði samband við Summa og bar undir hann þessa lýsingu Hjartar á fundinum. Summa segir að upplifun Hjartar af þessum fundi sé ekki rétt og neitar því að hann hafi sagt að allir þeir bændur sem hann hafi heimsótt séu hlynntir Evrópusambandsaðild. „Það sagði ég aldrei. Ég hef heimsótt mikinn fjölda bænda um víða um land, það er rétt, en ég sagði aldrei að þeir væru allir hlynntir Evrópusambandsaðild. Sumir eru hlynntir aðildinni, aðrir á móti henni en það sem ég sagði var að þeir væru allir áhugsamir um Evrópusambandið og vildu fá meiri upplýsingar um kosti og galla aðildarinnar. Það er almenna afstaðan, það sem þeir eiga sam- eiginlegt er að þeir vilja meiri upp- lýsingar, dýpri greiningar og hvaða áhrif aðild myndi hafa á þá sjálfa. Ég reyni að gæta mjög að því sem ég segi á fundum sem þessum og þetta myndi ég aldrei segja því það væri ekki satt. Ég hef hitt bændur sem eru mjög gagnrýnir og aðra sem eru mjög jákvæðir og svo er fjöldi bænda beggja blands. Þeir kalla eftir upplýsingum úr mismunandi áttum. Það er mikilvægt að þær upp- lýsingar komi frá samtökum bænda, frá sérfræðingum í Evrópumálum og öðrum. Lykilatriðið að þeir séu upplýstir og geti þar af leiðandi tekið sína eigin upplýstu ákvörðun.“ Summa sagði jafnframt að hann hefði ekki haldið því fram að samtök bænda gengju ekki í takt við bændur. „Það er rétt að fjöldi bænda hefur sagt við mig að þeir telji sig ekki fá nægar upplýsingar varðandi Evrópusambandsaðild frá sínum eigin samtökum. Það var mjög skýrt. Ég sagði hins vegar ekki að samtök bænda væru ekki í tengslum við sína félagsmenn. Ég hef ekki skoðun á því vegna þess að ég þekki það ekki. Ég geri ráð fyrir samtök bænda séu í mjög nánum tengslum við sína félagsmenn.“ Mikil gögn fyrirliggjandi Í skoðanakönnun sem Félags- vísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Bændasamtökin í febrúar á síðasta ári kom fram að rétt ríflega 90 prósent þátttakenda, sem allir voru bændur, voru andvígir aðild að Evrópusambandinu. 75,9 prósent voru mjög andvígir og 14,4 prósent voru frekar andvígir. Einungis 6,5 prósent voru fylgjandi aðild. Bændasamtökin hafa ráðist í umfangsmikla vinnu við að greina lög og reglur ESB og bera saman við umhverfi landbún- aðar hér á landi. Í júní á síðasta ári kom út ritið Landbúnaðarlöggjöf Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðisins sem Stefán Már Stefánsson lagaprófessor vann fyrir Bændasamtökin. Í því riti er farið yfir landbúnaðarlöggjöf sambandsins með það fyrir augum að bændur geti kynnt sér það umhverfi sem Ísland hefur sótt um að vera hluti af. Þá samþykkti Búnaðarþing 2011 svokallaðar varnarlínur Bændasamtakanna vegna aðildar- umsóknarinnar. Þar eru settar fram sjö lágmarkskröfur samtakanna í viðræðum íslensku samninga- nefndarinnar við Evrópusambandið. Þær kröfur eru unnar upp úr margra ára starfi við upplýsingaöflun um eðli, uppbyggingu og framkvæmd stefnu Evrópusambandsins og áhrif hennar á Ísland. Þessar varnarlínur og rökstuðningur með þeim fylgdu með í riti Stefáns Más, voru gefnar út sem fylgiblað Bændablaðsins í ágúst 2011 og hefur verið dreift á bænda- fundum um allt land. Sömu sögu er að segja af bók Stefáns Más en henni var dreift á bændafundum einnig. Þá hafa fjölmörg búgreinafélög látið vinna skýrslur og álitsgerðir um hugsanlega stöðu viðkomandi greina ef af aðild yrði. Má þar t.a.m. nefna Samband garðyrkjubænda sem lét Hagfræðistofnun vinna fyrir sig skýrslu um stöðu og horfur garð- yrkjunnar og kom skýrslan út í ágúst 2010. Svínaræktarfélag Íslands fékk sömu stofnun til að vinna sambæri- lega skýrslu fyrir sig og kom hún út í janúar 2012. Alls ekki er um tæmandi upp- talningu að ræða hér að framan. Mikið efni hefur því verið unnið og tekið saman um Evrópusambandið, landbúnaðarstefnu þess og hugsanleg áhrif af inngöngu Íslands í sambandið á íslenskan landbúnað. Áhugasömum má benda á vef Bændasamtakanna, bondi.is þar sem frekara efni er að finna. /fr Deilt um orð sendiherra ESB Segir bændur vilja meiri upplýsingar um Evrópusambandið Timo Summa, sendiherra Evrópusambandsins (ESB) á Íslandi.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.