Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 16

Bændablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 16
16 Bændablaðið | fimmtudagur 15. mars 2012 Reykjagarður er umsvifamikið fyrirtæki í alifuglarækt og vinnslu. Fyrirtækið sem er í eigu Sláturfélags Suðurlands (SS) rekur stórt kjúklingasláturhús og vinnslu á Hellu sem nú er verið að endur- bæta enn frekar til að uppfylla reglur samkvæmt nýrri löggjöf um framleiðslu búfjárafurða sem tók gildi 1. nóvember 2011. Endurbætur á kjúklingaslátur- húsinu á Hellu eru unnar sam- kvæmt HACCP gæðakerfi með við- haldsáætlun sem Matvælastofnun ( MAST) gerir úttekt á jafnóðum en viðhaldsáætlunin er hluti af HACCP gæðakefi Reykjagarðs. Sigurður Árni Geirsson framleiðslustjóri segir að vel hafi gengið að fylgja þeirri áætlun og er allt innan settra marka. Reykjagarður skilgreinir sig fyrst og fremst sem markaðsdrifið framleiðslufyrirtæki og heildsölu á kjúklingaafurðum. Fyrirtækið rekur bæði kjúklingaeldi í Ásahreppi auk þess að vera með útungunarstöð og sláturhús og kjötvinnslu á Hellu en höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Reykjavík. Vörumerki Reykjagarðs er Holtakjúklingur og er það þekktasta vörumerkið á markaðnum auk vöru- merkisins Kjörfugls sem er einnig í eigu fyrirtækisins. Aðaláhersla Reykjagarðs er framleiðsla á ferskum og elduðum kjúklingaafurðum ásamt framleiðslu á kjúklingaáleggi og kjúklingapylsum. Um 70 manns starfa við kjúklingaslátrunina og vinnslu Sigurður segir að um þessar mundir starfi um 70 manns við slátrun og vinnslu Reykjagarðs á Hellu en í heild eru vel yfir 100 stöðugildi hjá félaginu. Reykjagarður rekur einnig kjúk- lingabúin og telst því bóndi og rekur því sín bú að mestu leyti sjálfur. Sigurður segir að 60-70% af kjúk- lingaræktinni fari fram í nokkrum eldishúsum í Rangárvallasýslu. Þá eru bú í Árnessýslu og á Vesturlandi. Auk þess eru tveir bændur sem ala kjúklinga upp í sláturstærð fyrir Reykjagarð. Sigurður segir að reksturinn síðustu ár hafi gengið mun betur en á árunum 2002-2003 þegar niður- sveifla varð í kjölfar mikillar offram- leiðslu í landinu á árunum þar á undan. Mun meira jafnvægi sé orðið á markaðnum í dag. „Reykjagarður hefur unnið mark- visst að hagræðingu undanfarin ár, bæði í eldisþættinum og vinnsluþætti fyrirtækisins, og er það að skila sér í lægra verði á neytendamarkaði, hefur fyrirtækið því í krafti hag- ræðingarinnar verið í stakk búið að taka á sig erlendar fóðurhækkanir undanfarin ár án þess að setja þær allar út í verðlagningu afurðarinnar, og það hafa neytendur Reykjagarðs kunnað að meta og sýnt það með aukinni neyslu.“ Ekki sjálfgefið að hér sé ferskur kjúklingur í kjötborðum verslana Kröfur stórra verslunarfyrirtækja um aukinn tollkvóta og niðurfellingar innflutningsgjalda á kjúklingakjöti og öðrum kjötvörum hafa valdið kjúklingaframleiðendum áhyggjum ekki síður en öðrum kjötframleið- endum í landinu. Sigurður bendir þó á að breytingum á innflutningi verði að sjálfsögðu reynt að mæta eftir því sem kostur er. Evrópusambandsaðild er líka talin geta haft mikil og alvar- leg áhrif á alifuglarækt hérlendis. Vegna óvissunnar um aðild hafa menn farið sér hægt í fjárfestingar og endurnýjun á búnaði í þessari grein. Bendir Sigurður t.d. á að ekki sé með góðu móti hægt að flytja inn ferskan kjúkling frá útlöndum til innanlandsneyslu sökum fjarlægða, mikils flutningskostnaðar og tak- markaðs geymsluþols. Slíkan kjúk- ling þyrfti eðli málsins samkvæmt að flytja inn með flugvélum sem sé afar kostnaðarsamt. Segir hann að ef fótunum yrði kippt undan íslenskri kjúklingaframleiðslu með óheftum innflutningi þá myndi það að öllum líkindum leiða til þess að hérlendis yrði eingöngu á boðstólum frystur kjúklingur. Ferskur kjúklingur hyrfi þá úr kjötborðum verslana. „Þetta er einfaldlega sá land- fræðilegi veruleiki íslensks mark- aðar sem við er að glíma. Margir líta einungis á það sem veikleika að vera með svo einangraðan og lítinn markað. Að mínu mati fel- ast ekki síður miklir möguleikar í smæðinni.“ Upphaflega eingöngu unnið í frost Kjúklingasláturhúsið á Hellu fram- leiddi í upphafi aðeins frystan kjúk- ling. Leyfi til framleiðslu og sölu á ferskum kjúklingi fékkst ekki fyrr en 1995. Segir Sigurður að reglur hérlendis varðandi framleiðslu á kjúklingakjöti séu um margt mun strangari en þekkist víðast erlendis. Það eru einungis Noregur, Svíþjóð og Finnland sem viðhafa sömu reglur og tíðkast á Íslandi, en Danmörk og önnur lönd innan ESB leyfa slátrun og að einhverju leyti markaðssetningu mengaðra fugla. Ef upp kemur salmonellusmit á kjúklingabúi hérlendis verður skil- yrðislaust að farga öllum fuglum á búinu strax. Segir Sigurður slík skil- yrði ekki fyrir hendi t.d. í Danmörku. Þar megi ala fuglana áfram og slátra en þá með því skilyrði að kjötið sé fryst en ekki sent ófrosið á markað. Mikið af slíkum kjúklingum er síðan sent á markað í Mið-Asíu. Aftur á móti er samkvæmt reglum bannað að flytja alifuglakjöt til Íslands, sem ekki er vottað sem ómengað kjöt. Strangt eftirlit Hjá Reykjagarði er beitt HACCP gæðakerfi og eftirlit er á vegum MAST. Allur fugl er rannsakaður fyrir slátrun með tilliti til salmon- ellu- og campylobactermengunar. Salmonellu-fjölskyldan saman- stendur af ca. 2.200 mismunandi tegundum. Mismunandi tegundir Salmonellu hafa mismunandi eigin- leika til þess að menga dýr, fugla og sýkja fólk. Í kjúklingaeldi á Íslandi hafa menn nær eingöngu verið að glíma við Salmonellustofna sem aðalega eru taldir vera fóður- borna. Ekki er talið útilokað sam- kvæmt rannsóknum MAST að Salmonellusmit sem hér hefur fund- ist á síðari árum hafi borist í fuglana með aðfluttu fóðri. Afar sjaldan hafa greinst mannskæðustu tegundirnar, sem eru Salmonella Enteritidis og S. Typhimurium. Sagan Reykjagarður hf. var stofnaður 20.febrúar 1971 af Jóni Vigfúsi Bjarnasyni, garðyrkjubónda á Reykjum, og konu hans Hansínu Margréti Bjarnadóttur. Árið 1978 hóf félagið eggja- og kjúklinga- framleiðslu. Árið 1982 kaupir félagið alifuglabúið Teig í Mosfellsbæ og var velta þess um 60 milljónir. Þann 1. janúar 1987 kaupir félagið kjúk- lingarækt Holtabúsins hf. í Ásahreppi ásamt útungunarstöð og sláturhúsi á Hellu. Árið 1990 festir félagið síðan kaup á þeim hluta Holtabúsins hf. sem eftir var. Árið 1991 seldi það eggjaframleiðslu sína og hætti þá sölu eggja til neyslu. Árið 1996 festi félagið kaup á 1400 fermetra húsnæði að Álafossvegi 40 í Mosfellsbæ, þar var til húsa skrifstofa, dreifingarstöð og birgðastöð þess. Dreifing var í höndum félagsins fram til september 2002 þegar samningur var gerður við Landflutninga um að sjá um dreif- ingu á vörum þess, en í mars 2004 tók Sláturfélag Suðurlands yfir dreif- ingu á vörum félagsins. Frá miðju ári 2007 hefur Eimskip/Flytjandi verið undirverktaki Reykjagarðs við dreif- ingu á öllum vörum fyrirtækisins. Skrifstofa félagsins flutti haustið 2003 að Fosshálsi 1 í Reykjavík. Í ársbyrjun 2001 var félagið selt til Kaupþings hf., en stuttu síðar eignaðist Búnaðarbanki Íslands það samfara viðskiptum með Fóðurblönduna. Var ætlunin að sameina Reykjagarð og Móa í Mosfellsbæ og flytja alla starfsemina frá Hellu í Mosfellsbæinn. Sá sam- runi var síðan úrskurðaður ólöglegur af Samkeppnisstofnun. Búnaðarbanki Íslands átti Reykjagarð fram til ágúst 2002 þegar Sláturfélag Suðurlands (SS) keypti 67% hlutabréfa í Reykjagarði. Árið 2001var þá farið í að byggja nýtt sláturhús við hlið gamla sláturhúss- ins á Hellu sem breytt var í kjöt- vinnslu sem nú er verið að endur- bæta. Í dag er Reykjagarður alfarið í eigu SS og rekið sem sjálfstætt dótturfyrirtæki SS með sjálfstæðan fjárhag og stjórn. Mikil afkastageta í alifuglaslátrun Sigurður segir ljóst að mikil umfram afkastageta sé í kjúklingaslátur- húsum á Íslandi. Hjá Reykjagarði er mögulegt að slátra um 20.000 kjúklingum á dag miðað við átta tíma vinnu, sem þýddi 100.000 kjúklinga í fimm daga vinnuviku á fullum afköstum. Þess í stað er nú verið að slátra um og yfir 40.000 kjúklingum á viku sem er um 40% nýting á framleiðslugetunni. Segir Sigurður að þessa miklu afkastagetu megi rekja til mikilla krafna um vinnsluhraða og mikil afköst. Slíkum kröfum sé ekki hægt að mæta nema með tæknivæddri verk- smiðju sem takmörk séu fyrir hvað geti verið smá. Sömu sjónarmið ríki erlendis , en stöðug tækniþróun er í þessum geira. Víðtækir hagsmunir af kjúklingarækt og vinnslu hérlendis Athyglisvert er að búnaður í kjúk- lingasláturhúsa á Íslandi og víða um heim er að stórum hluta hannaður af íslenska fyrirtækinu Marel (Marel Food Systems) sem yfirtók kjöt- vinnslutækjaframleiðslu hollenska stórfyrirtækisins Stork (Stork Food Systems ) haustið 2007. Því má segja að íslenskir hagsmunir varðandi rekstur kjúklingasláturhúsa hérlendis séu því æði miklir og nái langt út fyrir beinan rekstur kjúklingabúanna og sláturhúsanna sjálfra. /HKr. Unnið að endurbótum á kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs á Hellu vegna hertra reglna - Sérsniðið Haccp gæðakerfi með öflugri viðhaldsáætlun er forsenda þess að geta mætt auknum kröfum í nýrri matvælalöggjöf Myndir /HKr.

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.